Skipstjórinn dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júlí 2024 11:08 Skipverjarnir tveir Eduard Dektyarev og Alexander Vasilyev ásamt verjanda annars þeirra Halldóru Aðalsteinsdóttur. Vísir/Ívar Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að skilja skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Eduard Dektyarev skipstjóri er dæmdur í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára og Alexander Vasilyev annar stýrimaður fær átta mánaða dóm, einnig skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var Eduard sviptur skipstjórnarleyfi í þrjá mánuði. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hafði lagt til að skipstjórinn myndi fá tólf mánaða skilorðsbundinn dóm og stýrimaðurinn níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákvörðun dómarans var því í miklu samræmi við það sem Karl Ingi hafði lagt til. Þá er Eduard gert að greiða tæplega 1,3 milljónir í sakarkostnað og Alexander þarf að greiða rúmlega 1,2 milljónir. Við þingfestingu málsins í gær játuðu þeir sök og þá viðurkenndi skipstjórinn að hann hafi verið drukkinn. Atvik málsins áttu sér stað fimmtudaginn 16. maí 2024 þegar skipið og báturinn ráku saman. Skipstjóri bátsins lenti í lífsháska vegna málsins um 6,5 sjómílum norðvestur af Garðskaga. Skipstjórinn gaf fyrirmæli um að halda för skipsins áfram eftir áreksturinn þrátt fyrir að stýrimaðurinn hefði upplýst hann um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð bátinn sökkva. Skipstjóra Höddu tókst að koma sér úr sökkvandi bátnum og svamlaði í sjónum þangað til honum var bjargað af skipverjum Golu GK-41. Longdawn-skipverjarnir voru ákærðir fyrir að stofna lífi og heilsu mannsins í augljósan háska á ófyrirleitin hátt. Skipstjóri Longdawn var einnig ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar hann stjórnaði skipinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekki verði horft fram hjá því að mennirnir hafi á ófyrirleitin hátt stofnað lífi skipstjóra Höddu í hættu. Fram kemur í dómnum að ekki sé vitað til þess að mennirnir tveir hafi verið dæmdir til refsingar áður. Dómsmál Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Kviknaði í út frá kerti á svölum Innlent Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent „Ég stend við þessa ákvörðun“ Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Erlent Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í út frá kerti á svölum Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Sjá meira
Eduard Dektyarev skipstjóri er dæmdur í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára og Alexander Vasilyev annar stýrimaður fær átta mánaða dóm, einnig skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var Eduard sviptur skipstjórnarleyfi í þrjá mánuði. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hafði lagt til að skipstjórinn myndi fá tólf mánaða skilorðsbundinn dóm og stýrimaðurinn níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákvörðun dómarans var því í miklu samræmi við það sem Karl Ingi hafði lagt til. Þá er Eduard gert að greiða tæplega 1,3 milljónir í sakarkostnað og Alexander þarf að greiða rúmlega 1,2 milljónir. Við þingfestingu málsins í gær játuðu þeir sök og þá viðurkenndi skipstjórinn að hann hafi verið drukkinn. Atvik málsins áttu sér stað fimmtudaginn 16. maí 2024 þegar skipið og báturinn ráku saman. Skipstjóri bátsins lenti í lífsháska vegna málsins um 6,5 sjómílum norðvestur af Garðskaga. Skipstjórinn gaf fyrirmæli um að halda för skipsins áfram eftir áreksturinn þrátt fyrir að stýrimaðurinn hefði upplýst hann um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð bátinn sökkva. Skipstjóra Höddu tókst að koma sér úr sökkvandi bátnum og svamlaði í sjónum þangað til honum var bjargað af skipverjum Golu GK-41. Longdawn-skipverjarnir voru ákærðir fyrir að stofna lífi og heilsu mannsins í augljósan háska á ófyrirleitin hátt. Skipstjóri Longdawn var einnig ákærður fyrir að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar hann stjórnaði skipinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að ekki verði horft fram hjá því að mennirnir hafi á ófyrirleitin hátt stofnað lífi skipstjóra Höddu í hættu. Fram kemur í dómnum að ekki sé vitað til þess að mennirnir tveir hafi verið dæmdir til refsingar áður.
Dómsmál Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Mest lesið Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Erlent Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Erlent Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Innlent Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Innlent Kviknaði í út frá kerti á svölum Innlent Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent „Ég stend við þessa ákvörðun“ Innlent Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Erlent Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Erlent Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í út frá kerti á svölum Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Sjá meira