Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 00:10 Áköll um að Biden stigi til hliðar í komandi forsetakosningum hafa magnast. EPA/Jim Lo Scalzo Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ Á blaðamannafundi var Biden spurður um hæfni Kamölu Harris varaforseta og möguleika hennar til að sigra Donald Trump í kosningum tæki hún við framboðinu. „Ég hefði ekki valið Trump varaforseta hefði ég ekki haldið að hún væri hæf til að gegna embætti forseta,“ svaraði Biden þá. Joe Biden mistakenly calls Kamala Harris “Vice President Trump.” pic.twitter.com/VVSuMfCQRH— Pop Base (@PopBase) July 11, 2024 Fyrr í kvöld kynnti Biden eins og fram kom Volodómír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ upp í ræðustól. Hann leiðrétti sig um hæl eftir að blaðamenn bentu honum á mismæli hans en í tilfelli Trump varaforseta var honum ekki bent á það og hann leiðrétti sig því ekki. Nokkur eftirvænting hefur ríkt fyrir þessum blaðamannafundi þar sem spurningum um hæfi hans og heilsu rignir yfir Biden. Hart hefur verið sótt að Biden og áköll um að hann stigi til hliðar og að Demókratar finni nýjan frambjóðanda til forseta hafa magnast undanfarna daga. Biden just introduced President Zelenskyy as "President Putin," but immediately caught himself"I'm better," Zelenskyy joked in response pic.twitter.com/8MgZHj2cf1— Aaron Rupar (@atrupar) July 11, 2024 Mótframbjóðandi hans, Donald Trump, var fljótur að bregðast við neyðarlegu mismælum Biden. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social með myndbandi af atvikinu og hæðist að Biden. „Vel gert, Joe!“ skrifar Trump. Þegar fundinum lauk kepptust blaðamenn við að ná athygli forsetans og beina að honum spurningum sínum. Einn blaðamaður spurði Biden út í seinni mismæli kvöldsins, þegar hann vísaði til Kamölu Harris varaforseta sem Trump varaforseta. Hann benti á að Trump væri þegar farinn að hæðast að atvikinu á samfélagsmiðlum. „Hlustaðu á hann,“ svaraði Biden þá og gekk svo út úr salnum. Joe Biden NATO Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi á alþjóðavettvangi Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld. 11. júlí 2024 20:02 Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 10. júlí 2024 22:06 Biden kynnti Selenskí sem „Pútín forseta“ Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti Volodímír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ við athöfn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í kvöld. 11. júlí 2024 22:12 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Á blaðamannafundi var Biden spurður um hæfni Kamölu Harris varaforseta og möguleika hennar til að sigra Donald Trump í kosningum tæki hún við framboðinu. „Ég hefði ekki valið Trump varaforseta hefði ég ekki haldið að hún væri hæf til að gegna embætti forseta,“ svaraði Biden þá. Joe Biden mistakenly calls Kamala Harris “Vice President Trump.” pic.twitter.com/VVSuMfCQRH— Pop Base (@PopBase) July 11, 2024 Fyrr í kvöld kynnti Biden eins og fram kom Volodómír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ upp í ræðustól. Hann leiðrétti sig um hæl eftir að blaðamenn bentu honum á mismæli hans en í tilfelli Trump varaforseta var honum ekki bent á það og hann leiðrétti sig því ekki. Nokkur eftirvænting hefur ríkt fyrir þessum blaðamannafundi þar sem spurningum um hæfi hans og heilsu rignir yfir Biden. Hart hefur verið sótt að Biden og áköll um að hann stigi til hliðar og að Demókratar finni nýjan frambjóðanda til forseta hafa magnast undanfarna daga. Biden just introduced President Zelenskyy as "President Putin," but immediately caught himself"I'm better," Zelenskyy joked in response pic.twitter.com/8MgZHj2cf1— Aaron Rupar (@atrupar) July 11, 2024 Mótframbjóðandi hans, Donald Trump, var fljótur að bregðast við neyðarlegu mismælum Biden. Hann birti færslu á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social með myndbandi af atvikinu og hæðist að Biden. „Vel gert, Joe!“ skrifar Trump. Þegar fundinum lauk kepptust blaðamenn við að ná athygli forsetans og beina að honum spurningum sínum. Einn blaðamaður spurði Biden út í seinni mismæli kvöldsins, þegar hann vísaði til Kamölu Harris varaforseta sem Trump varaforseta. Hann benti á að Trump væri þegar farinn að hæðast að atvikinu á samfélagsmiðlum. „Hlustaðu á hann,“ svaraði Biden þá og gekk svo út úr salnum.
Joe Biden NATO Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi á alþjóðavettvangi Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld. 11. júlí 2024 20:02 Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 10. júlí 2024 22:06 Biden kynnti Selenskí sem „Pútín forseta“ Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti Volodímír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ við athöfn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í kvöld. 11. júlí 2024 22:12 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Biden lýsti aðdáun á Íslandi og hrósar framlagi á alþjóðavettvangi Framlag Íslands til Atlantshafsbandalagsins er til fyrirmyndar og umfram væntingar að sögn forseta Bandaríkjanna. Þetta sagði Joe Biden í samtali við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á leiðtogafundi NATO sem nú stendur yfir í Washington. Síðasti dagur 75 ára afmælis- og leiðtogafundar NATO er í dag en eftirvænting ríkir fyrir blaðamannafundi sem Biden hefur boðað síðar í kvöld. 11. júlí 2024 20:02
Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. 10. júlí 2024 22:06
Biden kynnti Selenskí sem „Pútín forseta“ Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti Volodímír Selenskí Úkraínuforseta sem „Pútín forseta“ við athöfn á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í kvöld. 11. júlí 2024 22:12
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent