Stjórnsýslufræðingur segir Þórarinn Inga brotlegan við siðareglur Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 16:30 Haukur segir Þórarinn Inga augljóslega hafa brotið siðareglur Alþingis en svo sé spurning hvort slík brot hafi einhverjar afleiðingar? vísir/vilhelm/aðsend Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur blasa við að Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki, hafi brotið siðareglur þingsins, þá er hann mælti fyrir breytingu á búvörulögum. Haukur fer yfir málið á Facebook-síðu sinni. Hann segir breytinguna líklega til að hafa áhrif á skattskýrslu Þórarins Inga og líklega til að auka eignarhlut hans í Kjarnafæði Norðlenska hf. Þetta mun hafa legið ljóst fyrir þegar búvörulögin voru samþykkt, það er að Þórarinn Ingi hafi sinnt hagsmunaskráningu sinni. „Komið hefur fram – og er haft eftir fjármálaráðherra – að nóg sé að upplýsa um hagsmuni sína varðandi þingmál, þeir kalli ekki á nokkrar aðgerðir. Það er rangt,“ segir Haukur og nefnir til stuðnings því áliti sínu Hæfisreglur stjórnsýslulaga eftir Pál Hreinsson, sem kallar þetta „að hafa siðferðilegra hagsmuna að gæta“ (bls. 551). Augljóst brot gegn siðareglum Að sögn Hauks hafa almennar hæfisreglur ekki borist til Alþingis þannig að ekki virðir þingið þær í störfum sínum. „Alþingi hefur eina „hæfisreglu“ sem er í 78. gr. þingskaparlaga og bannar þingmönnum að „greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín.“ Þeir mega sem sagt taka þátt í meðferð málsins, takmörkunin er aðeins varðandi atkvæðagreiðsluna.“ Haukur segir ljóst að Þórarinn Ingi brjóti þá hæfisreglu augljóslega ekki. Og því verði ekki séð að hann fremji lögbrot með þátttöku sinni í meðferð búvörulaganna eða við atkvæðagreiðsluna. En hitt er að Alþingi hefur sett sér siðareglur. „Þær brýtur formaðurinn hins vegar augljóslega,“ segir Haukur og bendir sérstaklega á fimmtu grein þar sem segir að þingmenn skuli „ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinninga fyrir sig eða aðra.“ Þórarinn Ingi hafi jafnframt „frumkvæðisskyldu“ sem varðar hagsmunaárekstra sína þar sem segir að þingmenn eigi að „efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi.“ Áfellisdómur kann að hafa víðtæk áhrif á þingmann Haukur segir Alþingi hafa þær skyldur að taka ásakanir sem berast og varða 5. grein siðareglnanna til sérstakrar athugunar. Forsætisnefnd eigi að skipa ráðgefandi nefnd sem fjalli um erindi sem þinginu berist og varða siðareglur. Í ráðgjafanefndinni eigi þau Ásta R. Jóhannesdóttir (formaður), Margrét Vala Kristjánsdóttir og Róbert H. Haraldsson sæti. Haukur velkist ekki í vafa um hvernig þetta mál fer. Fram til þessa hafi álit siðareglna haft lítil sýnileg áhrif á þingsetu og jafnvel störf þingmanna sem hafa gerst sekir um að brjóta siðareglur. „Í slíku áliti felst þó áfellisdómur, sem kann að hafa víðtækari áhrif á þingmanninn, feril hans og störf og stjórnmálaflokkinn sem hann situr á Alþingi fyrir, en ætla má við yfirborðslega skoðun.“ Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir dómgreindarleysi formannsins algert Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga. 10. júlí 2024 15:11 Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 8. júlí 2024 13:41 Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. 9. júlí 2024 22:39 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Haukur fer yfir málið á Facebook-síðu sinni. Hann segir breytinguna líklega til að hafa áhrif á skattskýrslu Þórarins Inga og líklega til að auka eignarhlut hans í Kjarnafæði Norðlenska hf. Þetta mun hafa legið ljóst fyrir þegar búvörulögin voru samþykkt, það er að Þórarinn Ingi hafi sinnt hagsmunaskráningu sinni. „Komið hefur fram – og er haft eftir fjármálaráðherra – að nóg sé að upplýsa um hagsmuni sína varðandi þingmál, þeir kalli ekki á nokkrar aðgerðir. Það er rangt,“ segir Haukur og nefnir til stuðnings því áliti sínu Hæfisreglur stjórnsýslulaga eftir Pál Hreinsson, sem kallar þetta „að hafa siðferðilegra hagsmuna að gæta“ (bls. 551). Augljóst brot gegn siðareglum Að sögn Hauks hafa almennar hæfisreglur ekki borist til Alþingis þannig að ekki virðir þingið þær í störfum sínum. „Alþingi hefur eina „hæfisreglu“ sem er í 78. gr. þingskaparlaga og bannar þingmönnum að „greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín.“ Þeir mega sem sagt taka þátt í meðferð málsins, takmörkunin er aðeins varðandi atkvæðagreiðsluna.“ Haukur segir ljóst að Þórarinn Ingi brjóti þá hæfisreglu augljóslega ekki. Og því verði ekki séð að hann fremji lögbrot með þátttöku sinni í meðferð búvörulaganna eða við atkvæðagreiðsluna. En hitt er að Alþingi hefur sett sér siðareglur. „Þær brýtur formaðurinn hins vegar augljóslega,“ segir Haukur og bendir sérstaklega á fimmtu grein þar sem segir að þingmenn skuli „ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinninga fyrir sig eða aðra.“ Þórarinn Ingi hafi jafnframt „frumkvæðisskyldu“ sem varðar hagsmunaárekstra sína þar sem segir að þingmenn eigi að „efla og styðja grundvallarreglur þessar með því að sýna frumkvæði og fordæmi.“ Áfellisdómur kann að hafa víðtæk áhrif á þingmann Haukur segir Alþingi hafa þær skyldur að taka ásakanir sem berast og varða 5. grein siðareglnanna til sérstakrar athugunar. Forsætisnefnd eigi að skipa ráðgefandi nefnd sem fjalli um erindi sem þinginu berist og varða siðareglur. Í ráðgjafanefndinni eigi þau Ásta R. Jóhannesdóttir (formaður), Margrét Vala Kristjánsdóttir og Róbert H. Haraldsson sæti. Haukur velkist ekki í vafa um hvernig þetta mál fer. Fram til þessa hafi álit siðareglna haft lítil sýnileg áhrif á þingsetu og jafnvel störf þingmanna sem hafa gerst sekir um að brjóta siðareglur. „Í slíku áliti felst þó áfellisdómur, sem kann að hafa víðtækari áhrif á þingmanninn, feril hans og störf og stjórnmálaflokkinn sem hann situr á Alþingi fyrir, en ætla má við yfirborðslega skoðun.“
Stjórnsýsla Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir dómgreindarleysi formannsins algert Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga. 10. júlí 2024 15:11 Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 8. júlí 2024 13:41 Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. 9. júlí 2024 22:39 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Sjá meira
Segir dómgreindarleysi formannsins algert Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga. 10. júlí 2024 15:11
Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 8. júlí 2024 13:41
Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. 9. júlí 2024 22:39