Hagræðing í rekstri sé bændum og neytendum til heilla Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. júlí 2024 22:39 Margrét Gísladóttir segir Kaup KS á Kjarnafæði jákvætt skref í rétta átt. Stærri og burðugri rekstrareiningar bæti samkeppnishæfni innlends landbúnaðar. Vísir/Vilhelm Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir öllum ljóst að gríðarleg tækifæri séu til hagræðingar í rekstri kjötafurðastöðva. Hagræðingin gangi út á að geta greitt bændum hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda. Hún telur samruna Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæðis Norðlenska jákvætt skref í rétta átt. Nokkrar deilur hafa verið um ágæti nýrra búvörulaga sem samþykkt voru í mars, sem veittu kjötafurðastöðum undanþágu frá samkeppnislögum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og helstu aðilar landbúnaðarins segja markmið og tilgang laganna að greiða fyrir hagræðingu í rekstri. Samkeppniseftirlitið hefur lýst yfir áhyggjum og segja alvarlegt að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hf. hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Hluthafar Búsældar ehf., félags bænda sem er eigandi rúmlega 43 prósent hlutafjár, munu ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, og Hreinn Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, munu selja allt sitt hlutafé. Stærsta áskorunin að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda Margrét segir kaupin vera jákvætt skref í rétta átt. „Við sjáum að í landbúnaðinum í kringum okkur, í Noregi og Evrópusambandinu, að þar er lögð áhersla á stærri og burðugri rekstrareiningar í landbúnaði. Það er gert með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni innlends landbúnaðar,“ segir Margrét. Það sama séum við þá vonandi að fara sjá hér. Margrét segir ljóst að ein stærsta áskorunin framundan sé að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda. Þar skipti afurðaverðið miklu máli. Hún er bjartsýn á að hagræðingin muni skila sér í hærra afurðaverði til bænda, en það hafi einmitt verið tilgangur nýju búvörulaganna. Hagræðing losi um fjármagn „Breytingarnar á búvörulögunum ganga út á það að geta greitt hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda,“ segir Margrét. Aukin hagræðing losi um fjármagn og veiti fyrirtækjum aukið svigrúm til að greiða hærra verð fyrir vörur til frumframleiðenda. „Þetta sást á sínum tíma þegar breytingar voru gerðar í mjólkuriðnaðinum, en þá leiddi aukið hagræði til hærra afurðaverðs til bænda, og lægra verðs til neytenda,“ segir Margrét. Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Neytendur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Nokkrar deilur hafa verið um ágæti nýrra búvörulaga sem samþykkt voru í mars, sem veittu kjötafurðastöðum undanþágu frá samkeppnislögum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og helstu aðilar landbúnaðarins segja markmið og tilgang laganna að greiða fyrir hagræðingu í rekstri. Samkeppniseftirlitið hefur lýst yfir áhyggjum og segja alvarlegt að samrunaákvæði samkeppnislaga sé tekið úr sambandi. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hf. hafa samþykkt tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að 100 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Hluthafar Búsældar ehf., félags bænda sem er eigandi rúmlega 43 prósent hlutafjár, munu ákveða hver fyrir sig hvort þeir selji sína hluti en Eiður Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, og Hreinn Gunnlaugsson, eigandi rúmlega 28 prósent hlutafjár, munu selja allt sitt hlutafé. Stærsta áskorunin að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda Margrét segir kaupin vera jákvætt skref í rétta átt. „Við sjáum að í landbúnaðinum í kringum okkur, í Noregi og Evrópusambandinu, að þar er lögð áhersla á stærri og burðugri rekstrareiningar í landbúnaði. Það er gert með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni innlends landbúnaðar,“ segir Margrét. Það sama séum við þá vonandi að fara sjá hér. Margrét segir ljóst að ein stærsta áskorunin framundan sé að halda við og bæta framleiðsluvilja bænda. Þar skipti afurðaverðið miklu máli. Hún er bjartsýn á að hagræðingin muni skila sér í hærra afurðaverði til bænda, en það hafi einmitt verið tilgangur nýju búvörulaganna. Hagræðing losi um fjármagn „Breytingarnar á búvörulögunum ganga út á það að geta greitt hærra afurðaverð, án þess að það þýði hækkun á verði til neytenda,“ segir Margrét. Aukin hagræðing losi um fjármagn og veiti fyrirtækjum aukið svigrúm til að greiða hærra verð fyrir vörur til frumframleiðenda. „Þetta sást á sínum tíma þegar breytingar voru gerðar í mjólkuriðnaðinum, en þá leiddi aukið hagræði til hærra afurðaverðs til bænda, og lægra verðs til neytenda,“ segir Margrét.
Matvælaframleiðsla Landbúnaður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Neytendur Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar á hlut í félaginu sem KS keypti Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg. 8. júlí 2024 11:00
„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01
Breytingar á búvörulögum eigi ekki að skila sér í hærra verðlagi Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, segir breytingar á búvörulögum og endurskoðun á starfsskilyrðum og utanumhaldi á matvælaframleiðslu sem tengist kjöti löngu tímabæra. Þórarinn ræddi samþykkt laganna og aðstæður bænda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25. mars 2024 08:41