Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2024 13:41 Ólafur Stephensen er framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. Í gær var tilkynnt að búið væri að samþykkja tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að hundrað prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Kjarnafæði rekur sláturhús og kjötvinnslustöðvar á fjórum stöðum á Norðurlandi og er KS með svipaða starfsemi víða um land. Rúmlega helmingur Kjarnafæðis Norðlenska hf. er í eigu Eiðs og Hreins Gunnlaugssona sem munu selja allt sitt hlutafé. Rest er í eigu félagsins Búsældar, félags bænda. Eigendur í Búsæld munu hver fyrir sig þurfa að taka ákvörðun um sölu hlutar til KS. Meðal þeirra er Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar. Hann á tæplega eins prósents hlut í félaginu en sem formaður atvinnuveganefndar tók hann þátt í vinnu nýrra umdeildra búvörulaga sem fela í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum og gerir þeim auðveldara fyrir að sameinast, líkt og hefur gerst með KS og Kjarnafæði. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gríðarleg ójafnræði. „Þetta hefur greinilega verið vel skipulagt hjá hagsmunaaðilum í kjötvinnslu og þeirra fulltrúum á Alþingi. Þetta gerist furðu hratt,“ segir Ólafur. „Þessir aðilar töldu frumvarp ráðherra ekki ganga nógu langt í þá átt að leyfa fyrirtækjum sem eru ekki undir stjórn bænda að vinna saman og sameinast athugasemdalaust. Það var það sem þau náðu fram og það er það sem við erum að horfa fram á í dag.“ Samruninn muni hafa slæm áhrif á bæði bændur og neytendur. „Þetta fyrirtæki mun hafa alveg gríðarlega mikla markaðshlutdeild, bæði hvað varðar lamba- og nautakjöt. Og er þá um leið betur í færum til að stýra verðinu til verslana og á endanum til neytenda. Ég segi það enn og aftur, þessi lög sem voru sett á Alþingi eru ólög. Það verða klárlega látið á það reyna hvort þau yfirleitt standast,“ segir Ólafur. Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, Ágúst Torfi Hauksson, segir í samtali við RÚV að hann telji engar uppsagnir vera í farvatninu þrátt fyrir eigendaskiptin. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Framsóknarflokkurinn Lambakjöt Nautakjöt Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Skagafjörður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Í gær var tilkynnt að búið væri að samþykkja tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að hundrað prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Kjarnafæði rekur sláturhús og kjötvinnslustöðvar á fjórum stöðum á Norðurlandi og er KS með svipaða starfsemi víða um land. Rúmlega helmingur Kjarnafæðis Norðlenska hf. er í eigu Eiðs og Hreins Gunnlaugssona sem munu selja allt sitt hlutafé. Rest er í eigu félagsins Búsældar, félags bænda. Eigendur í Búsæld munu hver fyrir sig þurfa að taka ákvörðun um sölu hlutar til KS. Meðal þeirra er Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar. Hann á tæplega eins prósents hlut í félaginu en sem formaður atvinnuveganefndar tók hann þátt í vinnu nýrra umdeildra búvörulaga sem fela í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum og gerir þeim auðveldara fyrir að sameinast, líkt og hefur gerst með KS og Kjarnafæði. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gríðarleg ójafnræði. „Þetta hefur greinilega verið vel skipulagt hjá hagsmunaaðilum í kjötvinnslu og þeirra fulltrúum á Alþingi. Þetta gerist furðu hratt,“ segir Ólafur. „Þessir aðilar töldu frumvarp ráðherra ekki ganga nógu langt í þá átt að leyfa fyrirtækjum sem eru ekki undir stjórn bænda að vinna saman og sameinast athugasemdalaust. Það var það sem þau náðu fram og það er það sem við erum að horfa fram á í dag.“ Samruninn muni hafa slæm áhrif á bæði bændur og neytendur. „Þetta fyrirtæki mun hafa alveg gríðarlega mikla markaðshlutdeild, bæði hvað varðar lamba- og nautakjöt. Og er þá um leið betur í færum til að stýra verðinu til verslana og á endanum til neytenda. Ég segi það enn og aftur, þessi lög sem voru sett á Alþingi eru ólög. Það verða klárlega látið á það reyna hvort þau yfirleitt standast,“ segir Ólafur. Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, Ágúst Torfi Hauksson, segir í samtali við RÚV að hann telji engar uppsagnir vera í farvatninu þrátt fyrir eigendaskiptin.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Framsóknarflokkurinn Lambakjöt Nautakjöt Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Skagafjörður Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46