Skipstjórinn var drukkinn og skipaði stýrimanni að sigla á brott Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2024 14:17 Fraktskipið Longdawn í höfn í Vestmannaeyjum. Óskar P. Friðriksson Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn játuðu sök þegar mál ákæruvaldsins á hendur þeim var þingfest í dag. Þeim var gefið að sök að hafa skilið skipstjóra strandveiðibátsins Höddu HF eftir í sjávarháska, eftir að hafa siglt skipinu á bátinn. Þá játaði skipstjórinn að hafa verið drukkinn. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Skipaði stýrimanninum að sigla á brott Í ákæru á hendur mönnunum, Eduard Dektyarev sem skiptstjóra flutningaskipsins Longdawn, og Alexander Vasilyev sem 2. stýrimanni skipsins, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir hættubrot og brot gegn lífi og líkama og siglingalögum. Þeir hafi aðfaranótt fimmtudagsins 16. maí 2024, í kjölfar áreksturs flutningaskipsins og fiskiskipsins Höddu HF-52, látið farast fyrir að koma skipstjóra Höddu HF til hjálpar, þar sem hann var staddur í lífsháska, um 6,5 sjómílur norðvestur af Garðskaga, heldur, samkvæmt fyrirmælum Eduard, haldið för flutningaskipsins áfram, þrátt fyrir að Alexander hafi upplýst Eduard um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð Höddu HF-52 vera að sökkva. Vinur til áratuga fiskaði skipstjórann úr sjónum Við áreksturinn hafi komið gat á stjórnborðshlið og kjöl Höddu HF-52 og hvolft bátnum, sem maraði hálfur í kafi. Skipstjóranum hafi tekist að koma sér út úr sökkvandi bátnum og svamlað þar í sjónum uns fiskiskipið Gola GK-41 kom að og skipverja þess tókst að bjarga úr skipstjóranum úr sjónum. Með því að skilja skipstjórann eftir í sjónum hafi mennirnir stofnað lífi hans og heilsu í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Drukkinn og undir áhrifum fíkniefna Þá segir að skipstjórinn Eduard hafi einnig verið ákærður fyrir brot á siglingalögum með því að hafa í ofangreint sinn, sem skipstjóri flutningaskipsins Longdawn, verið undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna við stjórn skipsins og þannig óhæfur til að sinna skipstjórninni með fullnægjandi hætti, en hann hafi meðal annars gefið undirmanni sínum Alexander fyrirmæli um hvernig haga skyldi för skipsins Að sögn Karls Inga játaði hann það brot einnig skýlaust og því verði farið með málið sem játningarmál og það talið sannað. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess jafnframt krafist að þeir verði sviptir rétti til skipstjórnar. Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Skipverjarnir ákærðir Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hafa verið ákærðir vegna árekstur skipsins og strandveiðibátsins Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí. 10. júlí 2024 13:40 Áfengi og fíkniefni mældust í stýrimanninum Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja. 28. maí 2024 16:16 Skipið leggur úr höfn Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. 17. maí 2024 15:23 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá Héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Skipaði stýrimanninum að sigla á brott Í ákæru á hendur mönnunum, Eduard Dektyarev sem skiptstjóra flutningaskipsins Longdawn, og Alexander Vasilyev sem 2. stýrimanni skipsins, segir að þeir hafi verið ákærðir fyrir hættubrot og brot gegn lífi og líkama og siglingalögum. Þeir hafi aðfaranótt fimmtudagsins 16. maí 2024, í kjölfar áreksturs flutningaskipsins og fiskiskipsins Höddu HF-52, látið farast fyrir að koma skipstjóra Höddu HF til hjálpar, þar sem hann var staddur í lífsháska, um 6,5 sjómílur norðvestur af Garðskaga, heldur, samkvæmt fyrirmælum Eduard, haldið för flutningaskipsins áfram, þrátt fyrir að Alexander hafi upplýst Eduard um áreksturinn og að hann teldi sig hafa séð Höddu HF-52 vera að sökkva. Vinur til áratuga fiskaði skipstjórann úr sjónum Við áreksturinn hafi komið gat á stjórnborðshlið og kjöl Höddu HF-52 og hvolft bátnum, sem maraði hálfur í kafi. Skipstjóranum hafi tekist að koma sér út úr sökkvandi bátnum og svamlað þar í sjónum uns fiskiskipið Gola GK-41 kom að og skipverja þess tókst að bjarga úr skipstjóranum úr sjónum. Með því að skilja skipstjórann eftir í sjónum hafi mennirnir stofnað lífi hans og heilsu í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Drukkinn og undir áhrifum fíkniefna Þá segir að skipstjórinn Eduard hafi einnig verið ákærður fyrir brot á siglingalögum með því að hafa í ofangreint sinn, sem skipstjóri flutningaskipsins Longdawn, verið undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna við stjórn skipsins og þannig óhæfur til að sinna skipstjórninni með fullnægjandi hætti, en hann hafi meðal annars gefið undirmanni sínum Alexander fyrirmæli um hvernig haga skyldi för skipsins Að sögn Karls Inga játaði hann það brot einnig skýlaust og því verði farið með málið sem játningarmál og það talið sannað. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess jafnframt krafist að þeir verði sviptir rétti til skipstjórnar.
Sjóslys við Garðskaga 2024 Sjávarútvegur Dómsmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Skipverjarnir ákærðir Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hafa verið ákærðir vegna árekstur skipsins og strandveiðibátsins Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí. 10. júlí 2024 13:40 Áfengi og fíkniefni mældust í stýrimanninum Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja. 28. maí 2024 16:16 Skipið leggur úr höfn Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. 17. maí 2024 15:23 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
Skipverjarnir ákærðir Skipstjóri og stýrimaður fraktskipsins Longdawn hafa verið ákærðir vegna árekstur skipsins og strandveiðibátsins Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí. 10. júlí 2024 13:40
Áfengi og fíkniefni mældust í stýrimanninum Við handtöku stýrimanns á fraktskipinu Longdawn, sem talið er að hafa hvolft strandveiðibátnum Höddu HF við Garðskaga um miðjan maí, var tekið öndunarsýni af honum og það reyndist jákvætt fyrir áfengi. Þá reyndist sýni einnig jákvætt fyrir áhrifum kannabiss og slævandi lyfja. 28. maí 2024 16:16
Skipið leggur úr höfn Fraktskipið Longdawn sem lenti í árekstri við strandveiðibátinn Höddu úti fyrir Garðskaga í fyrrinótt hefur lagt úr höfn í Vestmannaeyjum á leið sinni til Rotterdam. Farbanns er krafist yfir skipstjóra skipsins og stýrimanni. 17. maí 2024 15:23