Ekki hægt að gera grein fyrir 5200 fiskum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2024 10:27 Myndin sýnir fiskeldisstöð Samherja í Sandgerði, en umrætt óhapp átti sér stað í fiskeldisstöð Samherja í Silfurstjörnunni, Öxarfirði. Vísir/Vilhelm Samherji fiskeldi gat ekki gert grein fyrir rétttæplega 5200 fiskum eftir strok á eldislaxi úr fiskeldisstöð fyrirtækisins í Silfurstjörnunni í Öxarfirði. Matvælastofnun áætlar að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjötn og strokið út í sjó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST, en í skoðanaskýrslu fyrirtækisins er atvikið sem er talið hafa átt sér stað þann 2. maí, en uppgötvaðist þann 6. sama mánaðar, flokkað sem alvarlegt frávik. „Ljóst er að fiskeldisstöð var ekki útbúin eldisbúnaði sem var nægjanlega fiskheldur,“ segir í skýrslu MAST, en þar kemur jafnframt fram að stöðin hafi ekki verið útbúin nægjanlega fínofnum netum til að fanga þau seiði sem struku úr stöðinni. Þá er bent að það sé í höndum Samherja að grípa til allra þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til þess að varna því að strok valdi vistfræðilegu tjóni. Þegar greint var frá málinu í maí var áætlað að 868 seiði hefðu sloppið. Sú tala kom til því Samherji fann þessi 868 seiði utan kers, en þá lá ekki fyrir hversu mörg seiði struku í heild sinni. „Ekki var hægt að útiloka að seiðin hafi smoltast í settjörn og komist út í sjó.” „Rekstraraðili brást við og hóf veiðar seiða í settjörn en ekki hefur verið staðfest að öll seiði hafi náðst úr settjörn. Matvælastofnun óskar eftir því að fá tilkynningu þegar öll seiði hafa verið veidd úr settjörn. Við rannsókn málsins hjá Matvælastofnun kom í ljós að rekstraraðili gat ekki gert grein fyrir 5.196 fiskum og dregur Matvælastofnun þá ályktun að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjörn og strokið út í sjó,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Samherji fiskeldi hafi unnið að úrbótum vegna fiskheldni stöðvarinnar. MAST muni engu að síður kalla eftir tímasettri úrbótaáætlun og fylgja því eftir að þær hafi verið gerðar. Samherji sendi frá sér tilkynningu eftir að MAST greindi frá málinu í maí. Þar sagði að félagið hefði stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þessi hefðu átt sér stað. Atvikið hafi átt sér stað vegna Kerfisbilunnar. Fiskeldi Landeldi Norðurþing Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST, en í skoðanaskýrslu fyrirtækisins er atvikið sem er talið hafa átt sér stað þann 2. maí, en uppgötvaðist þann 6. sama mánaðar, flokkað sem alvarlegt frávik. „Ljóst er að fiskeldisstöð var ekki útbúin eldisbúnaði sem var nægjanlega fiskheldur,“ segir í skýrslu MAST, en þar kemur jafnframt fram að stöðin hafi ekki verið útbúin nægjanlega fínofnum netum til að fanga þau seiði sem struku úr stöðinni. Þá er bent að það sé í höndum Samherja að grípa til allra þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til þess að varna því að strok valdi vistfræðilegu tjóni. Þegar greint var frá málinu í maí var áætlað að 868 seiði hefðu sloppið. Sú tala kom til því Samherji fann þessi 868 seiði utan kers, en þá lá ekki fyrir hversu mörg seiði struku í heild sinni. „Ekki var hægt að útiloka að seiðin hafi smoltast í settjörn og komist út í sjó.” „Rekstraraðili brást við og hóf veiðar seiða í settjörn en ekki hefur verið staðfest að öll seiði hafi náðst úr settjörn. Matvælastofnun óskar eftir því að fá tilkynningu þegar öll seiði hafa verið veidd úr settjörn. Við rannsókn málsins hjá Matvælastofnun kom í ljós að rekstraraðili gat ekki gert grein fyrir 5.196 fiskum og dregur Matvælastofnun þá ályktun að það sé sá fjöldi seiða sem mögulega hafi smoltast í settjörn og strokið út í sjó,“ segir í skýrslunni. Þá kemur fram að Samherji fiskeldi hafi unnið að úrbótum vegna fiskheldni stöðvarinnar. MAST muni engu að síður kalla eftir tímasettri úrbótaáætlun og fylgja því eftir að þær hafi verið gerðar. Samherji sendi frá sér tilkynningu eftir að MAST greindi frá málinu í maí. Þar sagði að félagið hefði stundað landeldi í 25 ár án þess að óhöpp sem þessi hefðu átt sér stað. Atvikið hafi átt sér stað vegna Kerfisbilunnar.
Fiskeldi Landeldi Norðurþing Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Sjá meira