Fótbolti

Cole Campbell fær nýjan langan samning hjá Dortmund

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cole Campbell með treyju Borussia Dortmund sem er merkt 2028 en nýi samningur hans er í gildi þangað til.
Cole Campbell með treyju Borussia Dortmund sem er merkt 2028 en nýi samningur hans er í gildi þangað til. Getty/Hendrik Deckers

Þetta ætlar að vera viðburðaríkt ár fyrir hinn íslenska-bandaríska William Cole Campbell.

Strákurinn var að ganga frá nýjum samning við þýska stórliðið Borussia Dortmund en nýi samningurinn nær til 30. júní 2028.

Cole lék með Breiðabliki og FH hér á landi áður en hann fór út til Þýskalands.

Hann er átján ára síðan í febrúar og spilar vanalega sem hægri kantmaður. Cole var með 8 mörk og 10 stoðsendingar í 22 deildarleikjum með nítján ára liði Dortmund á síðasta tímabili.

Dortmund segir frá samningi hans á miðlum sínum og talar um hann sem einn efnilegasta leikmann félagsins.

Cole hefur spilað með yngri landsliðum Íslands en ákvað að í mars að skipta yfir í bandaríska landsliðið. Cole á bandarískan föður. Hann skoraði síðan tvö mörk í fyrsta leik sínum með bandaríska nítján ára landsliðinu.

Það er ljóst að íslenska landsliðið var þarna að missa af öflugum framtíðarleikmanni.

Móðir hans, Rakel Björk Ögmundsdóttir, skoraði sjö mörk í tíu landsleikjum fyrir Ísland og varð Íslandsmeistari með Breiðabliki árið 2000 þar sem hún skoraði 22 mörk í 14 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×