Ráðherra segir fyrirkomulag borgaraþjónustunnar á Spáni ósjálfbært Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. júlí 2024 06:47 Spánn er það erlenda ríki þar sem flestir íslenskir ríkisborgarar hafa búsetu eða dvelja tímabundið til lengri eða skemmri tíma þar sem ekki er rekin íslensk sendiskrifstofa, segir í svörum ráðherra. Vísir/Einar Utanríkisráðuneytið telur núverandi fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni ósjálfbært til skemmri og lengri tíma. Áætlaður kostnaður við sendiskrifstofu er um 132 milljónir króna á ári að viðbættum stofnkostnaði fyrsta árið. Þetta kemur fram í svörum utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata, um sendiráð eða sendiskrifstofu á Spáni. Þar segir að ráðuneytið hafi skoðað mögulegar útfærslur og lagt til stofnun sendiskrifstofu með tvo útsenda starfsmenn úr ráðuneytinu auk staðarráðinna starfsmanna. Ráðuneytið telji æskilegra að sendiherra fari með forstöðu skrifstofunnar enda sé skyldur gistiríkis meiri gagnvart sendiherra en öðru útsendu starfsfólki, „sem liðkar fyrir úrvinnslu þeirra mála sem rata á borð sendiráðs“. Í svörunum segir að um það bil 80 prósent af erindum og verkefnum sem berast borgaraþjónustudeild utanríkisráðuneytisins séu vegna aðstoðarbeiðna á Spáni. Gísli óskaði eftir upplýsingum um fjölda erinda síðustu fimm ár en samkvæmt svörum ráðuneytisins hefur ekki verið haldið utan um fjölda erinda sem hafa borist ellefu kjörræðismönnum Íslands á Spáni, þar sem þeir starfa í sjálfboðavinnu. „Almennt er gert ráð fyrir að kjörræðismaður sinni einstaka erindum á ársgrundvelli en álag á flesta kjörræðismenn Íslands á Spáni er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, bæði vegna fjölda erinda og eðlis þeirra. Veiting borgaraþjónustu til stórs hóps Íslendinga á Spáni byggist því að stórum hluta á því að net sjálfboðaliða í landinu sé burðugt til að sinna vaxandi og sífelldu álagi vegna fjölda aðstoðarbeiðna. Ráðuneytið telur að þetta fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni sé ósjálfbært til bæði lengri og skemmri tíma,“ segir í svörum ráðherra. Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum utanríkisráðherra, Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, við fyrirspurn Gísla Rafns Ólafssonar, þingmanns Pírata, um sendiráð eða sendiskrifstofu á Spáni. Þar segir að ráðuneytið hafi skoðað mögulegar útfærslur og lagt til stofnun sendiskrifstofu með tvo útsenda starfsmenn úr ráðuneytinu auk staðarráðinna starfsmanna. Ráðuneytið telji æskilegra að sendiherra fari með forstöðu skrifstofunnar enda sé skyldur gistiríkis meiri gagnvart sendiherra en öðru útsendu starfsfólki, „sem liðkar fyrir úrvinnslu þeirra mála sem rata á borð sendiráðs“. Í svörunum segir að um það bil 80 prósent af erindum og verkefnum sem berast borgaraþjónustudeild utanríkisráðuneytisins séu vegna aðstoðarbeiðna á Spáni. Gísli óskaði eftir upplýsingum um fjölda erinda síðustu fimm ár en samkvæmt svörum ráðuneytisins hefur ekki verið haldið utan um fjölda erinda sem hafa borist ellefu kjörræðismönnum Íslands á Spáni, þar sem þeir starfa í sjálfboðavinnu. „Almennt er gert ráð fyrir að kjörræðismaður sinni einstaka erindum á ársgrundvelli en álag á flesta kjörræðismenn Íslands á Spáni er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, bæði vegna fjölda erinda og eðlis þeirra. Veiting borgaraþjónustu til stórs hóps Íslendinga á Spáni byggist því að stórum hluta á því að net sjálfboðaliða í landinu sé burðugt til að sinna vaxandi og sífelldu álagi vegna fjölda aðstoðarbeiðna. Ráðuneytið telur að þetta fyrirkomulag borgaraþjónustu á Spáni sé ósjálfbært til bæði lengri og skemmri tíma,“ segir í svörum ráðherra.
Utanríkismál Spánn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira