Man United á eftir fleiri Hollendingum en De Ligt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 10:01 Joshua Zirkzee fagnar einum af sigrum hollenska landsliðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi. Getty/Inaki Esnaola Manchester United er sagt vera komið langt í viðræðum um kaup á hollenska framherjanum Joshua Zirkzee. Zirkzee átti mjög gott tímabil með Bologna á Ítalíu á síðustu leiktíð en hann skoraði tólf mörk og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Meistaradeildinni. Samkvæmt heimildum ESPN þá er United búið að ná samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör. Fabrizio Romano segir líka frá því að United sé á góðri leið með að klára kaupin. 🚨🇳🇱 Manchester United and Joshua Zirkzee, almost there.Man Utd have now informed Bologna about agreement reached with Zirkzee over personal terms.All done also with JZ’s agent.Man Utd, talking to Bologna about new deal structure… or they can trigger €40m release clause. pic.twitter.com/8TVVIdV6Zd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 7, 2024 Næst á dagskrá er að ganga frá kaupverðinu en það er hægt að kaupa Zirkzee út úr samningi sínum við ítalska félagið fyrir fjörutíu milljónir evra. United gæti þó reynt að ná þeirri upphæð niður. Þessi 23 ára gamli framherji er í hollenska EM-hópnum og kom inn á sem varamaður í sigrinum á Tyrkjum í átta liða úrslitunum. United er líka sagt hafa áhuga á framherjunum Jonathan David hjá Lille og Ivan Toney hjá Brentford. Á dagskránni í sumar er að kaupa framherja, miðjumann og miðvörð. Man United hefur verið duglegt að kaupa hollenska leikmenn eða leikmenn sem spila í Hollandi síðan að Erik ten Hag varð knattspyrnustjóri. Það virðist ekki vera að breytast. United er nefnilega í sambandi við Bayern München um kaup á hollenska miðverðinum Matthijs de Ligt. De Ligt er í EM-hóp Hollendinga en hefur ekki fengið eina einustu mínútu á mótinu. De Ligt hefur sýnt áhuga á að komast til United. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Zirkzee átti mjög gott tímabil með Bologna á Ítalíu á síðustu leiktíð en hann skoraði tólf mörk og hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Meistaradeildinni. Samkvæmt heimildum ESPN þá er United búið að ná samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör. Fabrizio Romano segir líka frá því að United sé á góðri leið með að klára kaupin. 🚨🇳🇱 Manchester United and Joshua Zirkzee, almost there.Man Utd have now informed Bologna about agreement reached with Zirkzee over personal terms.All done also with JZ’s agent.Man Utd, talking to Bologna about new deal structure… or they can trigger €40m release clause. pic.twitter.com/8TVVIdV6Zd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 7, 2024 Næst á dagskrá er að ganga frá kaupverðinu en það er hægt að kaupa Zirkzee út úr samningi sínum við ítalska félagið fyrir fjörutíu milljónir evra. United gæti þó reynt að ná þeirri upphæð niður. Þessi 23 ára gamli framherji er í hollenska EM-hópnum og kom inn á sem varamaður í sigrinum á Tyrkjum í átta liða úrslitunum. United er líka sagt hafa áhuga á framherjunum Jonathan David hjá Lille og Ivan Toney hjá Brentford. Á dagskránni í sumar er að kaupa framherja, miðjumann og miðvörð. Man United hefur verið duglegt að kaupa hollenska leikmenn eða leikmenn sem spila í Hollandi síðan að Erik ten Hag varð knattspyrnustjóri. Það virðist ekki vera að breytast. United er nefnilega í sambandi við Bayern München um kaup á hollenska miðverðinum Matthijs de Ligt. De Ligt er í EM-hóp Hollendinga en hefur ekki fengið eina einustu mínútu á mótinu. De Ligt hefur sýnt áhuga á að komast til United.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára strákur drukknaði Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira