Everest fullt af rusli sem mun taka fleiri ár að hreinsa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2024 23:33 Yfirvöld gera ráð fyrir því að ruslatínslan muni taka fjölda ára. getty Þúsundir göngugarpa hafa klifið Everest, hæsta fjall jarðar, frá því að toppnum var fyrst náð árið 1953. Einhverjir þeirra hafa hins vegar skilið eftir sig fleira en bara fótsporin. Nepölsk yfirvöld áætla að það taki mörg ár að fjarlægja rusl frá tjaldbúðum sem þau telja á bilinu 40-50 tonn. Í umfjöllun AP fréttaveitunnar er rætt við sjerpa sem leitt hefur teymi sem vinnur að hreinsun í fleiri ár. Nepölsk yfirvöld hafa styrkt verkefnið, sem krefst mannafla tuga sjerpa og hermanna. Í ár fjarlægði teymið um 11 tonn af rusli, auk fjögurra líka og beinagrindar. Sjerpinn Ang Babu, sem leiðir hópinn, telur að um 40 til 50 tonn séu á efstu tjaldbúðunum Suður-Col, sem garpar dvelja í áður en þeir reyna við síðasta spöl tindsins. Frá blaðamannafundi þar sem átak stjórnvalda var kynnt.getty „Ruslið er aðallega gömul tjöld, matarumbúðir, súrefniskúrtar og reypi,“ segir Babu og bætir við að töluvert af ruslinu sé erfitt viðureignar þar sem það sé freðið í fjallinu. Á síðustu árum hafa yfirvöld sett reglur sem kveða á um að göngugarpar þurfi að taka ruslið með sér niður af fjallinu. Að öðrum kosti fá þeir tryggingargjald ekki endurgreitt. Í umfjöllun AP segir að fólk sé almennt meðvitað um reglurnar í dag, sem hafi dregið þar með úr sóðaskap. Það hafi hins vegar ekki verið raunin áður fyrr. Mikið er um niðursuðudósir. Sömuleiðis ginflöskur að því er virðist.getty Sjerparnir í teyminu hafa einblínt á erfiðari svæði, hærra í fjallinu, á meðan hermenn hafa sinnt ruslatínslu í fyrstu tjaldbúðum. Ang Babu segir veðrið alla jafna gera þeim afar erfitt fyrir í hæstu tjaldbúðunum. „Við verðum að bíða eftir góðu veðri þar sem sólin bræðir ísinn. En að bíða lengi í þessum aðstæðum er bara ekki hægt,“ segir hann. „Það er mjög erfitt að dvelja lengi í jafn súrefnissnauðu umhverfi.“ Til að mynda hafi það tekið teymið tvo daga að grafa upp lík nálægt Suður-Col. Teymið hafi þurft að færa sig í lægri búðir vegna veðurs til að bíða átekta. Einfalt svar sé við spurningu um það hvers vegna göngugarpar skilji ruslið eftir. „Í þessari hæð er eru aðstæður erfiðar og súrefni lítið. Fjallgöngumenn einbeita sér því meira að því að halda sér á lífi,“ segir Ang Babu. Everest Nepal Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Í umfjöllun AP fréttaveitunnar er rætt við sjerpa sem leitt hefur teymi sem vinnur að hreinsun í fleiri ár. Nepölsk yfirvöld hafa styrkt verkefnið, sem krefst mannafla tuga sjerpa og hermanna. Í ár fjarlægði teymið um 11 tonn af rusli, auk fjögurra líka og beinagrindar. Sjerpinn Ang Babu, sem leiðir hópinn, telur að um 40 til 50 tonn séu á efstu tjaldbúðunum Suður-Col, sem garpar dvelja í áður en þeir reyna við síðasta spöl tindsins. Frá blaðamannafundi þar sem átak stjórnvalda var kynnt.getty „Ruslið er aðallega gömul tjöld, matarumbúðir, súrefniskúrtar og reypi,“ segir Babu og bætir við að töluvert af ruslinu sé erfitt viðureignar þar sem það sé freðið í fjallinu. Á síðustu árum hafa yfirvöld sett reglur sem kveða á um að göngugarpar þurfi að taka ruslið með sér niður af fjallinu. Að öðrum kosti fá þeir tryggingargjald ekki endurgreitt. Í umfjöllun AP segir að fólk sé almennt meðvitað um reglurnar í dag, sem hafi dregið þar með úr sóðaskap. Það hafi hins vegar ekki verið raunin áður fyrr. Mikið er um niðursuðudósir. Sömuleiðis ginflöskur að því er virðist.getty Sjerparnir í teyminu hafa einblínt á erfiðari svæði, hærra í fjallinu, á meðan hermenn hafa sinnt ruslatínslu í fyrstu tjaldbúðum. Ang Babu segir veðrið alla jafna gera þeim afar erfitt fyrir í hæstu tjaldbúðunum. „Við verðum að bíða eftir góðu veðri þar sem sólin bræðir ísinn. En að bíða lengi í þessum aðstæðum er bara ekki hægt,“ segir hann. „Það er mjög erfitt að dvelja lengi í jafn súrefnissnauðu umhverfi.“ Til að mynda hafi það tekið teymið tvo daga að grafa upp lík nálægt Suður-Col. Teymið hafi þurft að færa sig í lægri búðir vegna veðurs til að bíða átekta. Einfalt svar sé við spurningu um það hvers vegna göngugarpar skilji ruslið eftir. „Í þessari hæð er eru aðstæður erfiðar og súrefni lítið. Fjallgöngumenn einbeita sér því meira að því að halda sér á lífi,“ segir Ang Babu.
Everest Nepal Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira