Skilur ekki hægagang dómsmálaráðuneytisins Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2024 22:29 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands skilur ekki hvers vegna dómsmálaráðuneytið hefur ekki tekið skref í áttina að breytingu á lögum um veðmálastarfsemi. Það verði að bregðast við sem fyrst. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um skýrslu sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins vann. Markmiðið var að kanna réttarúrbætur á sviði happdrættismála. Meðlimir hópsins voru ósammála um niðurstöður og formaður hópsins skilaði tillögum einn. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sex með sérleyfi á veðmálamarkaði skiluðu saman inn séráliti í staðinn. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ og ein þeirra sem skiluðu séráliti, segist ekki taka tekið þær úrbætur sem formaðurinn vildi gera. „Formaðurinn, hann er í rauninni að koma með tillögur að séríslenskum lögum. Ætlar sér að bylta núverandi kerfi í staðinn fyrir að horfa til Evrópu, nágrannalanda okkar, á þá aðferðarfræði sem þeir hafa farið,“ segir Bryndís. Meðal þess sem formaðurinn telur rétt að gera er að koma lögum á ólöglega veðmálastarfsemi á erlendum síðum svo þær geti starfað hér með leyfi frá stjórnvöldum. Bryndís getur ekki tekið undir það. Það þurfi þó að bregðast við gríðarlegri aukinni notkun Íslendinga á erlendu síðunum. „Það verða að koma breytingar. Það eru allir að tapa í dag. Nema þessi ólöglegu netspilafyrirtæki,“ segir Bryndís. Hún skilur að vissu leyti hvers vegna ráðuneytið er ekki búið að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti, sem hafa staðið óbreytt síðan 2011. „Það eru mörg stór mál þar á borði og ég veit að happdrættismarkaðurinn er ekki í forgangi. En ég skil samt ekki, eftir svona langan tíma og svo marga ráðherra eins og ég hef hitt síðan ég byrjaði, að það sé ekki hægt að stíga lítil skref í einu. Það þarf ekki endilega að taka allan markaðinn og umturna honum, bara lítil skref. Smá breytingar,“ segir Bryndís. HHÍ vill fá að bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. „Að sjálfsögðu viljum við koma þeim vörum á netið og taka þátt í 21. öldinni. Við erum auðvitað ekki að fá tækifæri til þess núna,“ segir Bryndís. Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um skýrslu sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins vann. Markmiðið var að kanna réttarúrbætur á sviði happdrættismála. Meðlimir hópsins voru ósammála um niðurstöður og formaður hópsins skilaði tillögum einn. Forsvarsmenn fyrirtækjanna sex með sérleyfi á veðmálamarkaði skiluðu saman inn séráliti í staðinn. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ og ein þeirra sem skiluðu séráliti, segist ekki taka tekið þær úrbætur sem formaðurinn vildi gera. „Formaðurinn, hann er í rauninni að koma með tillögur að séríslenskum lögum. Ætlar sér að bylta núverandi kerfi í staðinn fyrir að horfa til Evrópu, nágrannalanda okkar, á þá aðferðarfræði sem þeir hafa farið,“ segir Bryndís. Meðal þess sem formaðurinn telur rétt að gera er að koma lögum á ólöglega veðmálastarfsemi á erlendum síðum svo þær geti starfað hér með leyfi frá stjórnvöldum. Bryndís getur ekki tekið undir það. Það þurfi þó að bregðast við gríðarlegri aukinni notkun Íslendinga á erlendu síðunum. „Það verða að koma breytingar. Það eru allir að tapa í dag. Nema þessi ólöglegu netspilafyrirtæki,“ segir Bryndís. Hún skilur að vissu leyti hvers vegna ráðuneytið er ekki búið að ráðast í breytingar á lögum um happdrætti, sem hafa staðið óbreytt síðan 2011. „Það eru mörg stór mál þar á borði og ég veit að happdrættismarkaðurinn er ekki í forgangi. En ég skil samt ekki, eftir svona langan tíma og svo marga ráðherra eins og ég hef hitt síðan ég byrjaði, að það sé ekki hægt að stíga lítil skref í einu. Það þarf ekki endilega að taka allan markaðinn og umturna honum, bara lítil skref. Smá breytingar,“ segir Bryndís. HHÍ vill fá að bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. „Að sjálfsögðu viljum við koma þeim vörum á netið og taka þátt í 21. öldinni. Við erum auðvitað ekki að fá tækifæri til þess núna,“ segir Bryndís.
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira