Sagði hvorki unnustu sína né börn hennar verðskulda líf Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2024 09:40 Eitt brotið sem maðurinn er ákærður fyrir er sagt hafa átt sér stað fyrir utan Bónus í Holtagörðum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfelld brot í nánu sambandi, en meint brot mannsins beindust að unnustu hans. Honum er gefið að sök að hafa endurtekið og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu konunnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum. Meint brot mannsins eru sögð hafa átt sér stað fyrst í október í fyrra og þangað til í mars á þessu ári, en ákæruliðir málsins eru fjórir talsins. Í fyrsta lagi er maðurinn er ákærður fyrir að veitast að konunni með ofbeldi og áreita hana fyrir utan ótilgreindan veitingastað í lok október í fyrra. Í ákæru er hann sagður hafa gripið í konuna, skella höfði hennar í vegg, slá hana ítrekað í höfuðið og saka hana um að vera honum ótrú. Hann er einnig ákærður fyrir að veitast að konunni og svívirða hana á heimili móður hans í nóvember í fyrra. Honum er gefið að sök að slá hana hnefahöggi í maga, hella vínblöndu yfir hana, kalla hana ljótum nöfnum, og saka um lauslæti og framhjáhald. Þá er maðurinn einnig sagður hafa slegið konuna með hundaól í andlitið fyrir utan Bónus við Holtagarða rétt fyrir síðustu jól. Fyrir vikið er konan sögð hafa hlotið opið sár á augabrún. Ákærður fyrir að taka hana hálstaki og herða að Í fjórða ákærulið málsins er manninum gefið að sök að beita konuna ofbeldi, hóta henni lífláti, svívirða hana og smána á heimil föður hans í mars á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi kallað konuna ljótum nöfnum, og sagt að hvorki hún né börnin hennar verðskulduðu að fá að lifa. Þá hafi hann sett hníf að hálsi hennar, hótað að stinga hana, slegið hana í kynfærin, kastað henni í gólfið og tekið hana hálstaki og hert þannig að hún gæti ekki ekki andað. Einnig hafi hann rifið í hár hennar og slegið hana ítrekað í hnakkann. Fram kemur að vegna þessa hafi konan hlotið þónokkra áverka. Með sverð og hnífa á heimilinu Í síðasta mánuði var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út í næstu viku. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem Landsréttur hefur staðfest, er fjallað nánar um atvikið sem fjórði ákæruliðurinn varðar. Fram kemur að lögreglu hafi borist tilkynning frá konunni í gegnum netspjall. Hún sagði manninn vera vopnaðan og hóta að drepa hana. Þegar lögregla kom á vettvang hafi hún komið hlaupandi úr íbúðinni og endurtekið að hann væri vopnaður. Viðbúnaður lögreglu var mikill á vettvangi, en fram kemur að hún beitti samningamanni til þess að ræða við manninn, sem hafi þó slitið samtali við hann. Í kjölfarið hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina og handtekið manninn. Konan sagðist hafa óttast um líf sitt en maðurinn væri með hníf og skotvopn í íbúðinni. Á vettvangi fundust eftirlíking af skammbyssu og sverð, en jafnframt lagði lögregla hald á hnífa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir greinargerð héraðssaksóknara að ofbeldishegðun mannsins hafi verið að stigmagnast. Ofbeldi hans hafi verið orðið meira og grófara. Einnig kemur fram að maðurinn hafi fyrr á þessu ári hlotið fimm mánaða fangelsisdóm fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal auðgunarbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Ákæran sem nú er gefin út á hendur manninum varðar ekki bara meint brot gegn unnustu hans, heldur er hann einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Meint brot mannsins eru sögð hafa átt sér stað fyrst í október í fyrra og þangað til í mars á þessu ári, en ákæruliðir málsins eru fjórir talsins. Í fyrsta lagi er maðurinn er ákærður fyrir að veitast að konunni með ofbeldi og áreita hana fyrir utan ótilgreindan veitingastað í lok október í fyrra. Í ákæru er hann sagður hafa gripið í konuna, skella höfði hennar í vegg, slá hana ítrekað í höfuðið og saka hana um að vera honum ótrú. Hann er einnig ákærður fyrir að veitast að konunni og svívirða hana á heimili móður hans í nóvember í fyrra. Honum er gefið að sök að slá hana hnefahöggi í maga, hella vínblöndu yfir hana, kalla hana ljótum nöfnum, og saka um lauslæti og framhjáhald. Þá er maðurinn einnig sagður hafa slegið konuna með hundaól í andlitið fyrir utan Bónus við Holtagarða rétt fyrir síðustu jól. Fyrir vikið er konan sögð hafa hlotið opið sár á augabrún. Ákærður fyrir að taka hana hálstaki og herða að Í fjórða ákærulið málsins er manninum gefið að sök að beita konuna ofbeldi, hóta henni lífláti, svívirða hana og smána á heimil föður hans í mars á þessu ári. Í ákæru segir að hann hafi kallað konuna ljótum nöfnum, og sagt að hvorki hún né börnin hennar verðskulduðu að fá að lifa. Þá hafi hann sett hníf að hálsi hennar, hótað að stinga hana, slegið hana í kynfærin, kastað henni í gólfið og tekið hana hálstaki og hert þannig að hún gæti ekki ekki andað. Einnig hafi hann rifið í hár hennar og slegið hana ítrekað í hnakkann. Fram kemur að vegna þessa hafi konan hlotið þónokkra áverka. Með sverð og hnífa á heimilinu Í síðasta mánuði var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út í næstu viku. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem Landsréttur hefur staðfest, er fjallað nánar um atvikið sem fjórði ákæruliðurinn varðar. Fram kemur að lögreglu hafi borist tilkynning frá konunni í gegnum netspjall. Hún sagði manninn vera vopnaðan og hóta að drepa hana. Þegar lögregla kom á vettvang hafi hún komið hlaupandi úr íbúðinni og endurtekið að hann væri vopnaður. Viðbúnaður lögreglu var mikill á vettvangi, en fram kemur að hún beitti samningamanni til þess að ræða við manninn, sem hafi þó slitið samtali við hann. Í kjölfarið hafi lögreglumenn farið inn í íbúðina og handtekið manninn. Konan sagðist hafa óttast um líf sitt en maðurinn væri með hníf og skotvopn í íbúðinni. Á vettvangi fundust eftirlíking af skammbyssu og sverð, en jafnframt lagði lögregla hald á hnífa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Í úrskurði héraðsdóms er haft eftir greinargerð héraðssaksóknara að ofbeldishegðun mannsins hafi verið að stigmagnast. Ofbeldi hans hafi verið orðið meira og grófara. Einnig kemur fram að maðurinn hafi fyrr á þessu ári hlotið fimm mánaða fangelsisdóm fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal auðgunarbrot, eignaspjöll og líkamsárás. Ákæran sem nú er gefin út á hendur manninum varðar ekki bara meint brot gegn unnustu hans, heldur er hann einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot.
Dómsmál Heimilisofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira