Verður áfram hjá Manchester United Aron Guðmundsson skrifar 4. júlí 2024 10:18 Ten Hag verður áfram hjá Rauðu djöflunum Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United sem gildir út tímabilið 2026. Frá þessu greinir Manchester United í yfirlýsingu. Óvissa hafði verið um framtíð Hollendingsins í starfi en forráðamenn félagsins ákváðu þó að halda tryggð við hann og hefur Ten Hag nú framlengt veru sína í rauða hluta Manchesterborgar til loka tímabilsins 2025/2026 hið minnsta. „Ég er mjög ánægður með að hafa náð samkomulagi við félagið þannig að við getum haldið áfram okkar samstarfi,“ segir Ten Hag í yfirlýsingu Manchester United. „Þegar að ég horfi til baka á þau tvö ár sem að ég hef varið hjá félaginu þá getum við litið til baka stolt yfir þeim tveimur titlum sem við höfum landað og horft til margra áfanga sem eru til marks um framfarirnar sem við höfum verið að taka frá því að ég tók við stjórnartaumunum.“ Hins vegar sé mikil vinna framundan. „Erfiðisvinna sem mun þurfa til svo við getum náð þeim hæðum sem ætlast er til af okkur sem Manchester United. Í því felst að við förum aftur að berjast um titla, bæði á Englandi sem og í Evrópu.“ ✍️ Here to stay.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 4, 2024 Óvissa hefur verið uppi varðandi framtíð Ten Hag í starfi allt frá því að fjárfestingahópur breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe, INEOS, tók yfir rekstur Manchester United. Samningur Ten Hag, áður en hann krotaði undir þennan nýja samning sem í dag er greint frá, átti að renna út eftir næsta tímabil. Það þykir ekkert launungarmál að forráðamenn Manchester United könnuðu stöðuna hjá öðrum knattspyrnustjórum áður en þeir fóru í viðræður við Ten Hag um nýjan samning. Þeir töldu Hollendinginn vera besta kostinn í stöðunni á þessum tímapunkti. Manchester United endaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Erik ten Hag og stóð einnig uppi sem enskur deildarbikarmeistari. Róðurinn á síðasta tímabili var hins vegar þyngri þegar á ensku úrvalsdeildina er litið. Þar endaði Manchester United í áttunda sæti og komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu. Hins vegar stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik keppninnar. Enski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Sjá meira
Óvissa hafði verið um framtíð Hollendingsins í starfi en forráðamenn félagsins ákváðu þó að halda tryggð við hann og hefur Ten Hag nú framlengt veru sína í rauða hluta Manchesterborgar til loka tímabilsins 2025/2026 hið minnsta. „Ég er mjög ánægður með að hafa náð samkomulagi við félagið þannig að við getum haldið áfram okkar samstarfi,“ segir Ten Hag í yfirlýsingu Manchester United. „Þegar að ég horfi til baka á þau tvö ár sem að ég hef varið hjá félaginu þá getum við litið til baka stolt yfir þeim tveimur titlum sem við höfum landað og horft til margra áfanga sem eru til marks um framfarirnar sem við höfum verið að taka frá því að ég tók við stjórnartaumunum.“ Hins vegar sé mikil vinna framundan. „Erfiðisvinna sem mun þurfa til svo við getum náð þeim hæðum sem ætlast er til af okkur sem Manchester United. Í því felst að við förum aftur að berjast um titla, bæði á Englandi sem og í Evrópu.“ ✍️ Here to stay.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 4, 2024 Óvissa hefur verið uppi varðandi framtíð Ten Hag í starfi allt frá því að fjárfestingahópur breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe, INEOS, tók yfir rekstur Manchester United. Samningur Ten Hag, áður en hann krotaði undir þennan nýja samning sem í dag er greint frá, átti að renna út eftir næsta tímabil. Það þykir ekkert launungarmál að forráðamenn Manchester United könnuðu stöðuna hjá öðrum knattspyrnustjórum áður en þeir fóru í viðræður við Ten Hag um nýjan samning. Þeir töldu Hollendinginn vera besta kostinn í stöðunni á þessum tímapunkti. Manchester United endaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar á sínu fyrsta tímabili undir stjórn Erik ten Hag og stóð einnig uppi sem enskur deildarbikarmeistari. Róðurinn á síðasta tímabili var hins vegar þyngri þegar á ensku úrvalsdeildina er litið. Þar endaði Manchester United í áttunda sæti og komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeild Evrópu. Hins vegar stóð liðið uppi sem enskur bikarmeistari eftir sigur á grönnum sínum í Manchester City í úrslitaleik keppninnar.
Enski boltinn Mest lesið Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Sjá meira