Öldrun heimilislækna og fólksfjölgun valda læknaskorti Heimir Már Pétursson skrifar 3. júlí 2024 11:53 Skortur á heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu getur valdið auknu álagi á bráðamóttöku Landspítalans og hjá Læknavaktinni. Vísir/Vilhelm Skort á heimilislæknum má meðal annars rekja til þess hversu margir þeirra eru að láta af störfum vegna aldurs og örar fjölgunar landsmanna, að sögn formanns Félags íslenskra heimilislækna. Af þessum sökum hafi ekki tekist að fullmanna heilsugæslustöðvar sem eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Gífurleg fólksfjölgun á Íslandi, auk fjölda ferðamanna, undanfarinn rúma áratug reynir á alla innviði samfélagsins, ekki hvað síst heilbrigðiskerfið.Vísir/Vilhelm Íbúum á Íslandi hefur fjölgað um rétt tæplega 70.600 manns frá árinu 2012, sem samsvarar öllum íbúum Kópavogs og Hafnarfjarðar samanlagt. Þar af hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað um 22 þúsund á síðustu fjórum árum, sem samsvarar öllum íbúum Reykjanesbæjar. Þessa miklu fólksfjölgun undanfarin tólf ár má nánast alla rekja til mikillar þenslu og eftirspurnar íslenskra fyrirtækja eftir vinnuafli sem á greiðan aðgang að Íslandi frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Þessi gífurlega mikla fólksfjölgun reynir á alla innviði landsins, ekki hvað síst heilbrigðisþjónustuna. Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður Félags íslenskra heimilislækna segir eðlilegt að hver heimilislæknir sinni um 1.200 manns. Miðað við það hefði þurft að fjölga heimilislæknum um fimmtíu og níu á síðustu tólf árum. Þeir eru um 200 í dag. Það er ekki til að bæta skort á heimilislæknum að mjög fjölmenn kynslóð heimilislækna hefur látið af störfum á undanförnum árum og á eftir að láta af störfum á næstu misserum og árum sökum aldurs. Stöð 2/Arnar „Já, það er í rauninni mjög stór hluti vandans. Hlutir sem við erum í raun búin að vera að benda á undanfarin áratug að minnsta kosti. Að þetta væri svolítið yfirvofandi, að við yrðum allt of fá í stéttinni." Er þetta bara að raungerast þessi misserin? „Það er það. Miðað við okkar útreikninga ættum við að vera um það bil núna í dýpstu lægðinni með tilliti til mönnunarskorts,“ segir formaður Félags íslenskra heimilislækna. Heilsugæslan á samkvæmt stefnu stjórnvalda að vera fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Þar á að vera hægt að fá fjölbreytta þjónustu heimilislækna, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sálfræðinga.Vísir/Vilhelm Byrjað var að bregðast við þessu fyrir nokkrum árum með því að höfða til fleiri að hefja nám í heimilislækningum. „Í rauninni höfum við hægt og bítandi verið að stækka sérnámið. Við höfum verið með sérnám í heimilislækningum núna í 26 ár. Í upphafi voru tveir nemendur og nú erum við komin yfir hundrað. Þannig að í raun hefur sérnámið stækkað mjög mikið síðustu fimm til sex árin,“ segir Margrét Ólafía. Á næstu fimm til sex árum ætti að takast að vinna upp þörfina og eftir það fjölga hægt og bítandi í stéttinni. Hins vegar væri erfitt að byggja upp heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu í þessu ástandi á sama tíma og íbúum landsins fjölgaði svona hratt. „Uppbygging á heilsugæslustöðvum hefur verið allt of hæg. Þannig að þegar ný hverfi koma inn, til dæmis á höfuðborgarsvæðið, er ekki gert ráð fyrir að þá þurfi nýja heilsugæslustöð. Hinn anginn er auðvitað líka að við erum allt of fá og erum ekki að ná að fullmanna þær heilsugæslustöðvar sem eru til staðar. En það hefur samt sýnt sig, að það að útvíkka rekstrarformið hefur hjálpað með tilliti til áhuga á faginu og mönnunar,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Tengdar fréttir Þrír af hverjum fjórum sitja eftir með sárt ennið Smiður og frændsystkini voru á meðal þeirra 75 sem tryggðu sér sæti á námsbekk í læknadeild Háskóla Íslands í vetur. Einn af hverjum fjórum próftökum fær pláss. Deildarforseti Læknadeildar vonast til að geta fjölgað læknanemum enn frekar á næstu árum. 3. júlí 2024 07:31 Nýtt heilbrigðisvísindahús háskólans rís Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár. 1. júlí 2024 23:13 Fagna framfaraskrefi ráðherra en vilja afnema tilvísanakerfið Formaður Félags íslenskra heimilislækna fagnar því að heilbrigðisráðherra sýni í verki vilja til að koma til móts við lækna en vill fleiri og stærri skref. Á dögunum voru drög að reglugerðarbreytum um einföldun á fyrirkomulagi tilvísana fyrir börn birtar í samráðsgátt stjórnvalda. 15. maí 2024 14:12 Fækka þeim tilvikum þar sem skrifa þarf tilvísanir fyrir börn Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram reglugerð til að einfalda fyrirkomulag tilvísana fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Læknar hafa hótað því að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna. 14. maí 2024 07:54 Viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi. 21. apríl 2024 21:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Gífurleg fólksfjölgun á Íslandi, auk fjölda ferðamanna, undanfarinn rúma áratug reynir á alla innviði samfélagsins, ekki hvað síst heilbrigðiskerfið.Vísir/Vilhelm Íbúum á Íslandi hefur fjölgað um rétt tæplega 70.600 manns frá árinu 2012, sem samsvarar öllum íbúum Kópavogs og Hafnarfjarðar samanlagt. Þar af hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað um 22 þúsund á síðustu fjórum árum, sem samsvarar öllum íbúum Reykjanesbæjar. Þessa miklu fólksfjölgun undanfarin tólf ár má nánast alla rekja til mikillar þenslu og eftirspurnar íslenskra fyrirtækja eftir vinnuafli sem á greiðan aðgang að Íslandi frá öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Þessi gífurlega mikla fólksfjölgun reynir á alla innviði landsins, ekki hvað síst heilbrigðisþjónustuna. Margrét Ólafía Tómasdóttir formaður Félags íslenskra heimilislækna segir eðlilegt að hver heimilislæknir sinni um 1.200 manns. Miðað við það hefði þurft að fjölga heimilislæknum um fimmtíu og níu á síðustu tólf árum. Þeir eru um 200 í dag. Það er ekki til að bæta skort á heimilislæknum að mjög fjölmenn kynslóð heimilislækna hefur látið af störfum á undanförnum árum og á eftir að láta af störfum á næstu misserum og árum sökum aldurs. Stöð 2/Arnar „Já, það er í rauninni mjög stór hluti vandans. Hlutir sem við erum í raun búin að vera að benda á undanfarin áratug að minnsta kosti. Að þetta væri svolítið yfirvofandi, að við yrðum allt of fá í stéttinni." Er þetta bara að raungerast þessi misserin? „Það er það. Miðað við okkar útreikninga ættum við að vera um það bil núna í dýpstu lægðinni með tilliti til mönnunarskorts,“ segir formaður Félags íslenskra heimilislækna. Heilsugæslan á samkvæmt stefnu stjórnvalda að vera fyrsti viðkomustaður fólks í leit að heilbrigðisþjónustu. Þar á að vera hægt að fá fjölbreytta þjónustu heimilislækna, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sálfræðinga.Vísir/Vilhelm Byrjað var að bregðast við þessu fyrir nokkrum árum með því að höfða til fleiri að hefja nám í heimilislækningum. „Í rauninni höfum við hægt og bítandi verið að stækka sérnámið. Við höfum verið með sérnám í heimilislækningum núna í 26 ár. Í upphafi voru tveir nemendur og nú erum við komin yfir hundrað. Þannig að í raun hefur sérnámið stækkað mjög mikið síðustu fimm til sex árin,“ segir Margrét Ólafía. Á næstu fimm til sex árum ætti að takast að vinna upp þörfina og eftir það fjölga hægt og bítandi í stéttinni. Hins vegar væri erfitt að byggja upp heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiskerfinu í þessu ástandi á sama tíma og íbúum landsins fjölgaði svona hratt. „Uppbygging á heilsugæslustöðvum hefur verið allt of hæg. Þannig að þegar ný hverfi koma inn, til dæmis á höfuðborgarsvæðið, er ekki gert ráð fyrir að þá þurfi nýja heilsugæslustöð. Hinn anginn er auðvitað líka að við erum allt of fá og erum ekki að ná að fullmanna þær heilsugæslustöðvar sem eru til staðar. En það hefur samt sýnt sig, að það að útvíkka rekstrarformið hefur hjálpað með tilliti til áhuga á faginu og mönnunar,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Tengdar fréttir Þrír af hverjum fjórum sitja eftir með sárt ennið Smiður og frændsystkini voru á meðal þeirra 75 sem tryggðu sér sæti á námsbekk í læknadeild Háskóla Íslands í vetur. Einn af hverjum fjórum próftökum fær pláss. Deildarforseti Læknadeildar vonast til að geta fjölgað læknanemum enn frekar á næstu árum. 3. júlí 2024 07:31 Nýtt heilbrigðisvísindahús háskólans rís Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár. 1. júlí 2024 23:13 Fagna framfaraskrefi ráðherra en vilja afnema tilvísanakerfið Formaður Félags íslenskra heimilislækna fagnar því að heilbrigðisráðherra sýni í verki vilja til að koma til móts við lækna en vill fleiri og stærri skref. Á dögunum voru drög að reglugerðarbreytum um einföldun á fyrirkomulagi tilvísana fyrir börn birtar í samráðsgátt stjórnvalda. 15. maí 2024 14:12 Fækka þeim tilvikum þar sem skrifa þarf tilvísanir fyrir börn Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram reglugerð til að einfalda fyrirkomulag tilvísana fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Læknar hafa hótað því að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna. 14. maí 2024 07:54 Viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi. 21. apríl 2024 21:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Þrír af hverjum fjórum sitja eftir með sárt ennið Smiður og frændsystkini voru á meðal þeirra 75 sem tryggðu sér sæti á námsbekk í læknadeild Háskóla Íslands í vetur. Einn af hverjum fjórum próftökum fær pláss. Deildarforseti Læknadeildar vonast til að geta fjölgað læknanemum enn frekar á næstu árum. 3. júlí 2024 07:31
Nýtt heilbrigðisvísindahús háskólans rís Ritað var undir samning um uppsteypu og frágang á nýju húsi heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, sem rísa mun á Landspítalalóðinni. Áætlað er að nýtt hús og endurbættur Læknagarður muni hýsa stóran hluta af starfsemi sviðsins og að framkvæmdir taki alls um fimm ár. 1. júlí 2024 23:13
Fagna framfaraskrefi ráðherra en vilja afnema tilvísanakerfið Formaður Félags íslenskra heimilislækna fagnar því að heilbrigðisráðherra sýni í verki vilja til að koma til móts við lækna en vill fleiri og stærri skref. Á dögunum voru drög að reglugerðarbreytum um einföldun á fyrirkomulagi tilvísana fyrir börn birtar í samráðsgátt stjórnvalda. 15. maí 2024 14:12
Fækka þeim tilvikum þar sem skrifa þarf tilvísanir fyrir börn Heilbrigðisráðherra hyggst leggja fram reglugerð til að einfalda fyrirkomulag tilvísana fyrir börn vegna heilbrigðisþjónustu. Læknar hafa hótað því að hætta að gefa út tilvísanir vegna barna. 14. maí 2024 07:54
Viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi. 21. apríl 2024 21:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels