Friðhelgin stórauki vald forsetans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2024 23:10 Svanhildur Þorsteinsdóttir ræddi ástandið í Bandaríkjunum í kvöldfréttum. stöð 2 Dósent í stjórnmálafræði segir niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna, þess efnis að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti geti notið friðhelgi frá ákærum vegna embættisverka hans, munu hafa mikil áhrif á kosningabaráttuna framundan. Ákvörðun hæstaréttar hefur raunar þegar haft áhrif. Fyrr í kvöld ákvað dómari í New York ríki að fresta ákvörðun um refsingu í máli Donald Trump fram í september á þessu ári. Joe Biden Bandaríkjaforseti sem á nú í harðri kosningabaráttu við Trump gagnrýndi ákvörðun réttarins harðlega í dag. Um sé að ræða grundvallarbreytingu sem þýði að það séu engin takmörk fyrir því hvað forseti geti gert. „Því vald embættisins verður ekki lengur takmarkað með lögum. Ég óttast um lýðræði okkar og er þessu því ósammála. Bandaríska þjóðin ætti að vera þessu líka ósammála,“ sagði Biden í dag. Svanhildur Þorvaldsdóttir dósent í stjórnmálafræði ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið að flækja töluvert hvers konar gögn og upplýsingar sé hægt að nýta til að lögsækja forseta fyrir verk á meðan hann er í embætti,“ segir Svanhildur. „Þetta á eftir að hafa þau áhrif að ekkert af þessum dómsmálum, sem liggja fyrir núna, eiga eftir að klárast fyrir kosningar. Það var ólíklegt áður en er orðið því sem næst ómögulegt núna. Þetta á eftir að halda áfram að vera í umræðunni. Nú er búið að leggja fyrir neðra dómstig að fara yfir öll gögn í málinu. Hvað megi nýta og hvað ekki. Þetta verður í umræðunni í kosningabaráttunni þegar hún fer að fullu af stað í haust.“ Svanhildur segir að búast megi við því að Demókratar beini ljósi að bandarísku lýðræði til frambúðar. „Munum við halda því? Þetta á eftir að lita umræðuna á ýmsan hátt. Trump á vafalaust eftir að áfrýja aftur og það eru jafnvel ár þangað til að Hæstiréttur úrskurðar aftur um einhver skjöl. Það er ýmislegt loðið í þessu og við eigum eftir að sjá hvernig dómstólar túlka þetta.“ Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Ákvörðun hæstaréttar hefur raunar þegar haft áhrif. Fyrr í kvöld ákvað dómari í New York ríki að fresta ákvörðun um refsingu í máli Donald Trump fram í september á þessu ári. Joe Biden Bandaríkjaforseti sem á nú í harðri kosningabaráttu við Trump gagnrýndi ákvörðun réttarins harðlega í dag. Um sé að ræða grundvallarbreytingu sem þýði að það séu engin takmörk fyrir því hvað forseti geti gert. „Því vald embættisins verður ekki lengur takmarkað með lögum. Ég óttast um lýðræði okkar og er þessu því ósammála. Bandaríska þjóðin ætti að vera þessu líka ósammála,“ sagði Biden í dag. Svanhildur Þorvaldsdóttir dósent í stjórnmálafræði ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið að flækja töluvert hvers konar gögn og upplýsingar sé hægt að nýta til að lögsækja forseta fyrir verk á meðan hann er í embætti,“ segir Svanhildur. „Þetta á eftir að hafa þau áhrif að ekkert af þessum dómsmálum, sem liggja fyrir núna, eiga eftir að klárast fyrir kosningar. Það var ólíklegt áður en er orðið því sem næst ómögulegt núna. Þetta á eftir að halda áfram að vera í umræðunni. Nú er búið að leggja fyrir neðra dómstig að fara yfir öll gögn í málinu. Hvað megi nýta og hvað ekki. Þetta verður í umræðunni í kosningabaráttunni þegar hún fer að fullu af stað í haust.“ Svanhildur segir að búast megi við því að Demókratar beini ljósi að bandarísku lýðræði til frambúðar. „Munum við halda því? Þetta á eftir að lita umræðuna á ýmsan hátt. Trump á vafalaust eftir að áfrýja aftur og það eru jafnvel ár þangað til að Hæstiréttur úrskurðar aftur um einhver skjöl. Það er ýmislegt loðið í þessu og við eigum eftir að sjá hvernig dómstólar túlka þetta.“
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira