Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 13:49 Rúna Sif lýðheilsufræðingur er óánægð með áform um byggingu fjölbýlishúsa á grænum reit við Smárarima/Sóleyjarima. Hún segir græn svæði í nágrenni íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. Í gær greindi borgarstjóri frá áformum um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Borgarstjóri sagði að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Í áætlunum borgarinnar er gert ráð fyrir að byggt verði allt frá einu til tveimur einbýlishúsum, raðhús, parhús og eða lítið fjölbýlishús. Tekið verði tillit til núverandi byggðar. Vilja reisa blokkir á grænum reit á móti Rimaskóla Stofnaður hefur verið undirskriftalisti til að mótmæla áformum um að byggja stórt fjölbýlishús með 65-96 íbúðum á lóð á móti Rimaskóla, við Smárarima/Sóleyjarima. Margir íbúar hafi áhyggjur af þessu, þar sem verið væri að skerða mikilvægt útivistarsvæði sem er mikið notað af íbúum. Einnig geti byggðin ofhlaðið skóla og leikskóla sem þegar eru fullnýttir, og aukið umferð á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir börn. Rúna Sif Stefánsdóttir lýðheilsufræðingur segir græn svæði íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Rannsóknir sýni að nálægð við græn svæði geti dregið úr streitu, bætt andlega heilsu og aukið líkamlega virkni. Græn svæði séu lykilatriði í sjálfbærri þróun borgarsamfélaga og bæti lífsgæði íbúa á fjölbreyttan hátt. Grænu svæðin mikilvæg íbúum Rúna segir í samtali við Vísi að hún búi við hliðina á græna svæðinu á móti rimaskóla, og hún sjái þar daglega krakkana sem leika sér, hundaeigendurna sem ganga þar um og allt mannlíf sem þar fer um á degi hverjum. „Það eru allir að tala um umferðina sem myndi verða, en það er enginn að tala um þetta daglega sem er á grænu svæðunum. Það er það sem ég var að reyna setja í samhengi í pistlinum,“ segir Rúna. Íbúar muni sjá verulega eftir þessu svæði. „Allt í einu á að koma þangað einhver þétt byggð, með tilheyrandi mannmergð og umferð. Þarna á að byggja einhverjar fimm hæða blokkir. Það er það sem allir eru óánægðir með,“ segir Rúna. Heilmikil umræða hefur verið um málið á íbúasíðu Grafarvogs á Facebook. Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Í gær greindi borgarstjóri frá áformum um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Borgarstjóri sagði að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Í áætlunum borgarinnar er gert ráð fyrir að byggt verði allt frá einu til tveimur einbýlishúsum, raðhús, parhús og eða lítið fjölbýlishús. Tekið verði tillit til núverandi byggðar. Vilja reisa blokkir á grænum reit á móti Rimaskóla Stofnaður hefur verið undirskriftalisti til að mótmæla áformum um að byggja stórt fjölbýlishús með 65-96 íbúðum á lóð á móti Rimaskóla, við Smárarima/Sóleyjarima. Margir íbúar hafi áhyggjur af þessu, þar sem verið væri að skerða mikilvægt útivistarsvæði sem er mikið notað af íbúum. Einnig geti byggðin ofhlaðið skóla og leikskóla sem þegar eru fullnýttir, og aukið umferð á svæðinu með tilheyrandi hættu fyrir börn. Rúna Sif Stefánsdóttir lýðheilsufræðingur segir græn svæði íbúabyggðar gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Rannsóknir sýni að nálægð við græn svæði geti dregið úr streitu, bætt andlega heilsu og aukið líkamlega virkni. Græn svæði séu lykilatriði í sjálfbærri þróun borgarsamfélaga og bæti lífsgæði íbúa á fjölbreyttan hátt. Grænu svæðin mikilvæg íbúum Rúna segir í samtali við Vísi að hún búi við hliðina á græna svæðinu á móti rimaskóla, og hún sjái þar daglega krakkana sem leika sér, hundaeigendurna sem ganga þar um og allt mannlíf sem þar fer um á degi hverjum. „Það eru allir að tala um umferðina sem myndi verða, en það er enginn að tala um þetta daglega sem er á grænu svæðunum. Það er það sem ég var að reyna setja í samhengi í pistlinum,“ segir Rúna. Íbúar muni sjá verulega eftir þessu svæði. „Allt í einu á að koma þangað einhver þétt byggð, með tilheyrandi mannmergð og umferð. Þarna á að byggja einhverjar fimm hæða blokkir. Það er það sem allir eru óánægðir með,“ segir Rúna. Heilmikil umræða hefur verið um málið á íbúasíðu Grafarvogs á Facebook.
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Sjá meira
Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33
Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent