Trump getur ekki gripið fram í fyrir Biden í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2024 13:57 Donald Trump forsetaframbjóðandi repúblikana mætir Joe Biden sitjandi forseta í kappræðum í nótt. AP/Chris Szagola Joe Biden og Donald Trump mætast í fyrri kappræðum sínum fyrir forsetakosningarnar í nótt. Prófessor í stjórnmálafræði segir á brattann að sækja fyrir Biden, sem þurfi að sanna sig fyrir kjósendum í kappræðum kvöldsins. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt eftir miðnætti á CNN-sjónvarpsstöðinni og eru í beinni útsendingu frá Atlanta. Kappræðurnar eru þær fyrri af tveimur sem Biden og Trump hafa sammælst um þátttöku í, þær seinni verða haldnar 10. september. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir margt eftirtektarvert við kappræður næturinnar. Þær séu til dæmis haldnar óvenjusnemma, kosningarnar sjálfar eru ekki fyrr en 5. nóvember. „Síðan er það að þetta verður í tómum sal, yfirleitt eru áhorfendur, og að lokum þá má líka nefna að það verður slökkt á hljóðnema þess sem ekki hefur orðið. Fólk man eftir kappræðum Bidens og Trumps 2020, þá var Trump oft að grípa fram í og tala á meðan Biden var að tala, hann mun ekki hafa tækifæri til að láta í sér heyra núna,“ segir Silja. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þá segir Silja óneitanlega meiri pressu á Biden en Trump. Aldur og andlegir burðir þess fyrrnefnda hafa ítrekað komið til tals síðustu misseri og margir velt því upp hvort hann sé orðinn of gamall til að sinna embættinu. Rétt er þó að benda á að Trump er aðeins fjórum árum yngri en Biden. „Biden stendur verr að vígi vegna þess að kjósendur demókrata hafa meiri efasemdir um getu hans heldur en kjósendur repúblikana færni og getu Trumps, þannig að hann þarf töluvert mikið að sanna sig.“ Trump sé í betri stöðu, hálfum sólarhring fyrir kappræður. „Þetta er honum kannski eðlislægara að vera í pontu í svona aðstæðum. Þannig að Biden hefur til virkilega mikils að vinna, á meðan Trump þarf bara að halda sínu.“ En hvernig fara kosningarnar sjálfar? Silja bendir á að enn sé mjög langt í þær en það sé vissulega á brattann að sækja fyrir Biden. „Eins og stendur held ég að Trump sé enn þá sigurstranglegri. Hvort að dómar og málaferli sem eru í gangi hafi einhver áhrif, það hefur ekki virst gera það hingað til, þannig að ég held að hann standi sterkar að vígi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Kappræðurnar hefjast klukkan eitt eftir miðnætti á CNN-sjónvarpsstöðinni og eru í beinni útsendingu frá Atlanta. Kappræðurnar eru þær fyrri af tveimur sem Biden og Trump hafa sammælst um þátttöku í, þær seinni verða haldnar 10. september. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir margt eftirtektarvert við kappræður næturinnar. Þær séu til dæmis haldnar óvenjusnemma, kosningarnar sjálfar eru ekki fyrr en 5. nóvember. „Síðan er það að þetta verður í tómum sal, yfirleitt eru áhorfendur, og að lokum þá má líka nefna að það verður slökkt á hljóðnema þess sem ekki hefur orðið. Fólk man eftir kappræðum Bidens og Trumps 2020, þá var Trump oft að grípa fram í og tala á meðan Biden var að tala, hann mun ekki hafa tækifæri til að láta í sér heyra núna,“ segir Silja. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.Vísir/Vilhelm Þá segir Silja óneitanlega meiri pressu á Biden en Trump. Aldur og andlegir burðir þess fyrrnefnda hafa ítrekað komið til tals síðustu misseri og margir velt því upp hvort hann sé orðinn of gamall til að sinna embættinu. Rétt er þó að benda á að Trump er aðeins fjórum árum yngri en Biden. „Biden stendur verr að vígi vegna þess að kjósendur demókrata hafa meiri efasemdir um getu hans heldur en kjósendur repúblikana færni og getu Trumps, þannig að hann þarf töluvert mikið að sanna sig.“ Trump sé í betri stöðu, hálfum sólarhring fyrir kappræður. „Þetta er honum kannski eðlislægara að vera í pontu í svona aðstæðum. Þannig að Biden hefur til virkilega mikils að vinna, á meðan Trump þarf bara að halda sínu.“ En hvernig fara kosningarnar sjálfar? Silja bendir á að enn sé mjög langt í þær en það sé vissulega á brattann að sækja fyrir Biden. „Eins og stendur held ég að Trump sé enn þá sigurstranglegri. Hvort að dómar og málaferli sem eru í gangi hafi einhver áhrif, það hefur ekki virst gera það hingað til, þannig að ég held að hann standi sterkar að vígi,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.
Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira