Kvennalið Man Utd fært svo pláss sé fyrir karlaliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 15:00 Hin uppalda Ella Toone er ein af betri leikmönnum kvennaliðs Man United. John Peters/Getty Images Vegna breytinga á Carrington, æfingasvæði enska knattspyrnufélagsins Manchester United, mun kvennalið félagsins þurfa að yfirgefa svæðið og hafast við í flytjanlegum búningsklefa þar sem karlaliðið mun nota kvennaklefann á meðan viðgerðirnar standa yfir. Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í félaginu, var ekki lengi að komast að því að æfingasvæði félagsins er ekki á pari við bestu knattspyrnulið heims. Íhugað var að byggja nýtt æfingasvæði frá grunni en á endanum var ákveðið að ráðast í endurbætur á Carrington. Við það raskast hefðbundin starfsemi og nú hefur The Guardian greint frá að lausn Man United er að færa kvennaliðið úr byggingunni og gefa karlaliðinu klefann þeirra. Endurbæturnar munu kosta 50 milljónir punda eða nærri 9 milljörðum íslenskra króna og standa yfir allt 2024-25 tímabilið. Manchester United’s women’s team will be moved into portable buildings at the club’s Carrington training complex this season to allow the men’s squad to use the women’s building while the men’s building is being revamped. Excl. story for @guardian_sporthttps://t.co/FWVrOSoP1x— Tom Garry (@TomJGarry) June 25, 2024 Sumarið 2023 var opnuð sérstök bygging á Carrington fyrir kvenna- og yngri lið félagsins sem kostaði samtals 10 milljónir punda, 1,8 milljarð íslenskra króna. Karlaliðið mun hafast við þar á meðan endurbæturnar standa yfir og kvennaliðið verður fært í svokallaða flytjanlega klefa. Var það lokaniðurstaða félagsins þar sem ekki var talið ákjósanlegt að færa kvennaliðið yfir á annað æfingasvæði þar sem æfingavellirnir væru ekki í sama gæðaflokki og liðið hefði þá ekki aðgang að mötuneyti líkt og það gerir á Carrington. The Guardian hefur eftir aðila sem er nátengdur kvennaliðinu að þessi ákvörðun sé talin ýta undir þá tilfinningu að kvennaliðið sé ekki í forgangi hjá Man United. Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í félaginu, var ekki lengi að komast að því að æfingasvæði félagsins er ekki á pari við bestu knattspyrnulið heims. Íhugað var að byggja nýtt æfingasvæði frá grunni en á endanum var ákveðið að ráðast í endurbætur á Carrington. Við það raskast hefðbundin starfsemi og nú hefur The Guardian greint frá að lausn Man United er að færa kvennaliðið úr byggingunni og gefa karlaliðinu klefann þeirra. Endurbæturnar munu kosta 50 milljónir punda eða nærri 9 milljörðum íslenskra króna og standa yfir allt 2024-25 tímabilið. Manchester United’s women’s team will be moved into portable buildings at the club’s Carrington training complex this season to allow the men’s squad to use the women’s building while the men’s building is being revamped. Excl. story for @guardian_sporthttps://t.co/FWVrOSoP1x— Tom Garry (@TomJGarry) June 25, 2024 Sumarið 2023 var opnuð sérstök bygging á Carrington fyrir kvenna- og yngri lið félagsins sem kostaði samtals 10 milljónir punda, 1,8 milljarð íslenskra króna. Karlaliðið mun hafast við þar á meðan endurbæturnar standa yfir og kvennaliðið verður fært í svokallaða flytjanlega klefa. Var það lokaniðurstaða félagsins þar sem ekki var talið ákjósanlegt að færa kvennaliðið yfir á annað æfingasvæði þar sem æfingavellirnir væru ekki í sama gæðaflokki og liðið hefði þá ekki aðgang að mötuneyti líkt og það gerir á Carrington. The Guardian hefur eftir aðila sem er nátengdur kvennaliðinu að þessi ákvörðun sé talin ýta undir þá tilfinningu að kvennaliðið sé ekki í forgangi hjá Man United.
Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira