Kvennalið Man Utd fært svo pláss sé fyrir karlaliðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 15:00 Hin uppalda Ella Toone er ein af betri leikmönnum kvennaliðs Man United. John Peters/Getty Images Vegna breytinga á Carrington, æfingasvæði enska knattspyrnufélagsins Manchester United, mun kvennalið félagsins þurfa að yfirgefa svæðið og hafast við í flytjanlegum búningsklefa þar sem karlaliðið mun nota kvennaklefann á meðan viðgerðirnar standa yfir. Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í félaginu, var ekki lengi að komast að því að æfingasvæði félagsins er ekki á pari við bestu knattspyrnulið heims. Íhugað var að byggja nýtt æfingasvæði frá grunni en á endanum var ákveðið að ráðast í endurbætur á Carrington. Við það raskast hefðbundin starfsemi og nú hefur The Guardian greint frá að lausn Man United er að færa kvennaliðið úr byggingunni og gefa karlaliðinu klefann þeirra. Endurbæturnar munu kosta 50 milljónir punda eða nærri 9 milljörðum íslenskra króna og standa yfir allt 2024-25 tímabilið. Manchester United’s women’s team will be moved into portable buildings at the club’s Carrington training complex this season to allow the men’s squad to use the women’s building while the men’s building is being revamped. Excl. story for @guardian_sporthttps://t.co/FWVrOSoP1x— Tom Garry (@TomJGarry) June 25, 2024 Sumarið 2023 var opnuð sérstök bygging á Carrington fyrir kvenna- og yngri lið félagsins sem kostaði samtals 10 milljónir punda, 1,8 milljarð íslenskra króna. Karlaliðið mun hafast við þar á meðan endurbæturnar standa yfir og kvennaliðið verður fært í svokallaða flytjanlega klefa. Var það lokaniðurstaða félagsins þar sem ekki var talið ákjósanlegt að færa kvennaliðið yfir á annað æfingasvæði þar sem æfingavellirnir væru ekki í sama gæðaflokki og liðið hefði þá ekki aðgang að mötuneyti líkt og það gerir á Carrington. The Guardian hefur eftir aðila sem er nátengdur kvennaliðinu að þessi ákvörðun sé talin ýta undir þá tilfinningu að kvennaliðið sé ekki í forgangi hjá Man United. Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í félaginu, var ekki lengi að komast að því að æfingasvæði félagsins er ekki á pari við bestu knattspyrnulið heims. Íhugað var að byggja nýtt æfingasvæði frá grunni en á endanum var ákveðið að ráðast í endurbætur á Carrington. Við það raskast hefðbundin starfsemi og nú hefur The Guardian greint frá að lausn Man United er að færa kvennaliðið úr byggingunni og gefa karlaliðinu klefann þeirra. Endurbæturnar munu kosta 50 milljónir punda eða nærri 9 milljörðum íslenskra króna og standa yfir allt 2024-25 tímabilið. Manchester United’s women’s team will be moved into portable buildings at the club’s Carrington training complex this season to allow the men’s squad to use the women’s building while the men’s building is being revamped. Excl. story for @guardian_sporthttps://t.co/FWVrOSoP1x— Tom Garry (@TomJGarry) June 25, 2024 Sumarið 2023 var opnuð sérstök bygging á Carrington fyrir kvenna- og yngri lið félagsins sem kostaði samtals 10 milljónir punda, 1,8 milljarð íslenskra króna. Karlaliðið mun hafast við þar á meðan endurbæturnar standa yfir og kvennaliðið verður fært í svokallaða flytjanlega klefa. Var það lokaniðurstaða félagsins þar sem ekki var talið ákjósanlegt að færa kvennaliðið yfir á annað æfingasvæði þar sem æfingavellirnir væru ekki í sama gæðaflokki og liðið hefði þá ekki aðgang að mötuneyti líkt og það gerir á Carrington. The Guardian hefur eftir aðila sem er nátengdur kvennaliðinu að þessi ákvörðun sé talin ýta undir þá tilfinningu að kvennaliðið sé ekki í forgangi hjá Man United.
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira