Óttast að nettröll tefji rannsókn með samsæriskenningum Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júní 2024 07:52 Slater hefur nú verið týndur í rúma viku. Fjölskylda Jay Slater, unga breska mannsins sem er týndur á Tenerife, segja áhugann á máli hans á Internetinu valda þeim miklum kvíða. Þegar sé hvarf hans versta martröð allra foreldra. Þau óttast að hávaðinn á Internetinu geti tafið rannsóknina. Tilkynnt var um hvarf Slater fyrir rúmri viku. Lögreglan á Spáni hefur framkvæmt ítarlega leit en síðasta þekkta staðsetning Slater er í fjalllendi við Rural de Teno þjóðgarðinn. Leit hefur einnig farið fram í bænum Masca og á Los Chrstianos svæðinu. Greint var frá því í gær að leitarhundar hafi verið fluttir frá meginlandi Spánar, Madríd, til að aðstoða við leitina. Hundarnir eru þjálfaðir til að skima víðáttumikil svæði. Í umfjöllun breska miðilsins Guardian segir að lögregla hafi notið liðsinnis björgunarsveitar, slökkviliðs og ýmissa sjálfboðaliða sem hafi þrætt fjallvegi í nágrenninu. Leitin er umfangsmikil og hafa fjölmargir viðbragðsaðilar komið að henni.Vísir/Getty Á sama tíma eru í spjallborð í Bretlandi rauðglóandi vegna hvarfs Slater og segir í frétt Guardian að netverjar hafi ýmsar kenningar um það hvar hann er og hvað hafi komið fyrir. Síðasta manneskjan sem Slater talaði við var Lucy vinkona hans en þau höfðu verið saman á tónlistarhátíð en hún farið heim á undan honum. Hann sagði henni að síminn væri að verða batteríslaus, að hann væri þyrstur og týndur og hefði skorið sig á kaktus. Um hálf milljón hefur skráð sig í hóp á Facebook sem er tileinkaður leitinni að Slater. Stjórnendur hópsins eru vinir og fjölskyldumeðlimir sem hafa svo ekkert með annan hóp að gera sem var líka stofnaður. Sá hópur er einskonar umræðuhópur um hvarf Slater þar sem fólk birtir sínar skoðanir og samsæriskenningar um hvarf hans. Alls eru um 288 þúsund í hópnum og hefur fólk lagt fram ýmsar kenningar. Eins og að hann hafi orðið fyrir hákarlaárás, að marokkósk gengi hafi rænt honum og að hann hafi sjálfur logið til um hvarfið til að safna pening frá almenningi. Þá hafa einhverjir nefnt mafíuna og að hún hljóti að tengjast málinu. Deildu mynd af íslenskri strönd Aðrir segja að vinkona hans sé ekki til að og að flugvöllurinn í Manchester hafi ekki verið rýmdur vegna rafmagnsleysis. Þá var í síðustu viku birt mynd af einhverju sem virtist vera lík í fjöru við hótelið þar sem Slater gisti í Los Cristianos. Myndin reyndist svo vera tekin á Íslandi. Móðir Slater, Debbie Duncan, segir þessar vangaveltur á netinu „hræðilegar“ og að spænska lögreglan telji að þær geti tafið rannsóknina. Rannsókn lögreglu er enn í gangi og er haft eftir Duncan að hún skoði alla möguleika og vísbendingar. „Ég er sorgmædd vegna athugasemda ykkar,“ sagði Duncan í færslu á GoFundMe síðu sem sett var upp til að styðja við fjölskylduna. „Ég vona að ég sé ekki að taka son minn heim í líkpoka,“ sagði hún. Bretland Spánn Tengdar fréttir Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. 21. júní 2024 22:31 Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. 20. júní 2024 23:42 Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19. júní 2024 17:47 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Tilkynnt var um hvarf Slater fyrir rúmri viku. Lögreglan á Spáni hefur framkvæmt ítarlega leit en síðasta þekkta staðsetning Slater er í fjalllendi við Rural de Teno þjóðgarðinn. Leit hefur einnig farið fram í bænum Masca og á Los Chrstianos svæðinu. Greint var frá því í gær að leitarhundar hafi verið fluttir frá meginlandi Spánar, Madríd, til að aðstoða við leitina. Hundarnir eru þjálfaðir til að skima víðáttumikil svæði. Í umfjöllun breska miðilsins Guardian segir að lögregla hafi notið liðsinnis björgunarsveitar, slökkviliðs og ýmissa sjálfboðaliða sem hafi þrætt fjallvegi í nágrenninu. Leitin er umfangsmikil og hafa fjölmargir viðbragðsaðilar komið að henni.Vísir/Getty Á sama tíma eru í spjallborð í Bretlandi rauðglóandi vegna hvarfs Slater og segir í frétt Guardian að netverjar hafi ýmsar kenningar um það hvar hann er og hvað hafi komið fyrir. Síðasta manneskjan sem Slater talaði við var Lucy vinkona hans en þau höfðu verið saman á tónlistarhátíð en hún farið heim á undan honum. Hann sagði henni að síminn væri að verða batteríslaus, að hann væri þyrstur og týndur og hefði skorið sig á kaktus. Um hálf milljón hefur skráð sig í hóp á Facebook sem er tileinkaður leitinni að Slater. Stjórnendur hópsins eru vinir og fjölskyldumeðlimir sem hafa svo ekkert með annan hóp að gera sem var líka stofnaður. Sá hópur er einskonar umræðuhópur um hvarf Slater þar sem fólk birtir sínar skoðanir og samsæriskenningar um hvarf hans. Alls eru um 288 þúsund í hópnum og hefur fólk lagt fram ýmsar kenningar. Eins og að hann hafi orðið fyrir hákarlaárás, að marokkósk gengi hafi rænt honum og að hann hafi sjálfur logið til um hvarfið til að safna pening frá almenningi. Þá hafa einhverjir nefnt mafíuna og að hún hljóti að tengjast málinu. Deildu mynd af íslenskri strönd Aðrir segja að vinkona hans sé ekki til að og að flugvöllurinn í Manchester hafi ekki verið rýmdur vegna rafmagnsleysis. Þá var í síðustu viku birt mynd af einhverju sem virtist vera lík í fjöru við hótelið þar sem Slater gisti í Los Cristianos. Myndin reyndist svo vera tekin á Íslandi. Móðir Slater, Debbie Duncan, segir þessar vangaveltur á netinu „hræðilegar“ og að spænska lögreglan telji að þær geti tafið rannsóknina. Rannsókn lögreglu er enn í gangi og er haft eftir Duncan að hún skoði alla möguleika og vísbendingar. „Ég er sorgmædd vegna athugasemda ykkar,“ sagði Duncan í færslu á GoFundMe síðu sem sett var upp til að styðja við fjölskylduna. „Ég vona að ég sé ekki að taka son minn heim í líkpoka,“ sagði hún.
Bretland Spánn Tengdar fréttir Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. 21. júní 2024 22:31 Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. 20. júní 2024 23:42 Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19. júní 2024 17:47 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Spænska lögreglan vill enga aðstoð frá Bretum við leitina á Tenerife Þyrlur, leitarhundar og drónar hafa verið notaðir við letina að hinum 19 ára gamla Jay Slater sem saknað hefur verið á Tenerife síðan á mánudag. Spænska lögreglan hefur afþakkað aðstoð frá kollegum sínum á Bretlandi. 21. júní 2024 22:31
Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. 20. júní 2024 23:42
Ungur breskur maður týndur á Tenerife Ungur breskur maður hefur verið týndur á Tenerife frá því í fyrradag. Maðurinn, Jay Slater, er 19 ára gamall og var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Móðir mannsins, Debbie Duncan, segist ekkert hafa heyrt frá honum í 48 klukkutíma. Maðurinn var með vinum sínum á Tenerife til að fara á tónlistarhátíðina NRG. 19. júní 2024 17:47