Fjórtán aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júní 2024 13:55 Ásmundur Einar er ráðherra barna- og menntamála. Vísir/Einar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn ofbeldi meðal barna á blaðamannafundi í Hannesarholti í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Með fjórtán aðgerðum er ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Breiður hópur haghafa stendur samhentur að aðgerðunum og þeim verður hrint í framkvæmd af ríki, sveitarfélögum og lykilstofnunum. „Merki eru um að ákveðin ofbeldismenning sé að þróast meðal barna hérlendis og teikn eru á lofti um sömu þróun og hefur átt sér stað á mörgum Norðurlöndunum. Þróunin er áhyggjuefni sem þarf að bregðast við,“ segir í tilkynningu. Tilkynningum til lögreglu og barnaverndar þar sem grunur er um að barn beiti ofbeldi hefur fjölgað verulega. Fjöldi tilkynninga til barnaverndar um að barn beiti ofbeldi meira en tvöfaldaðist á árunum 2016–2023 eða úr 461 tilviki í 1.072. Þá tvöfaldaðist fjöldi grunaðra undir 18 ára í líkamsmeiðingarmálum tilkynntum til lögreglu frá 2016 til 2023 eða úr 95 tilkynningum í 186. Grunaðir í meiriháttar eða stórfelldum líkamsárásum undir 18 ára árið 2023 voru 18% af heildarfjölda og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá 2016. Aðgerðirnar eru fjórtán og snúa að forvörnum, inngripi og meðferð: Auka þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna Styðja við meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu vegna biðlista Koma á verklagi fyrir ósakhæf börn og úrræðum fyrir börn sem beita alvarlegu ofbeldi Endurskoða meðferð mála og úrræða fyrir sakhæf börn Efla samfélagslögreglu Innleiða svæðisbundið samráð um allt land Efla Landsteymi Miðstöðvar mennta- og skólaþjónustu sem styður við börn, foreldra og skóla. Setja á fót úrræði fyrir ungmenni 16-17 ára sem eru hvorki í vinnu né námi (NEET) Efla ungmennastarf í Breiðholti Efla Flotann – flakkandi félagsmiðstöð Auka fræðslu og forvarnir Virkja foreldrastarf í umhverfi barna – SAMAN hópurinn Hefja alþjóðlegt samvinnuverkefni um sjálfbært samfélag Samhæfa aðgerðir og móta stefnu til framtíðar Heildarkostnaður aðgerðanna er áætlaður um 360 m.kr. yfir tveggja ára tímabil. Aðgerðir verða framkvæmdar í víðtæku samstarfi mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Reykjavíkurborgar, Barna- og fjölskyldustofu, embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembættanna. Þessir aðilar mynda aðgerðarhóp sem hefur það hlutverk að leiða saman mismunandi aðila, samstilla aðgerðir og fylgja þeim eftir. Aðgerðahópurinn metur árangur af aðgerðum reglulega og taka áherslur mið af árangri. Sömuleiðis verður stofnað til nýrra aðgerða eftir þörfum. Reglulegar stöðuskýrslur um aðgerðir og árangur verða nýttar til áframhaldandi stefnumótunar í málaflokknum. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Barnavernd Ofbeldi barna Tengdar fréttir Góð samskipti við börn besta forvörnin Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. 24. júní 2024 21:03 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Sjá meira
Með fjórtán aðgerðum er ætlunin að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi, auka forvarnarstarf og leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Breiður hópur haghafa stendur samhentur að aðgerðunum og þeim verður hrint í framkvæmd af ríki, sveitarfélögum og lykilstofnunum. „Merki eru um að ákveðin ofbeldismenning sé að þróast meðal barna hérlendis og teikn eru á lofti um sömu þróun og hefur átt sér stað á mörgum Norðurlöndunum. Þróunin er áhyggjuefni sem þarf að bregðast við,“ segir í tilkynningu. Tilkynningum til lögreglu og barnaverndar þar sem grunur er um að barn beiti ofbeldi hefur fjölgað verulega. Fjöldi tilkynninga til barnaverndar um að barn beiti ofbeldi meira en tvöfaldaðist á árunum 2016–2023 eða úr 461 tilviki í 1.072. Þá tvöfaldaðist fjöldi grunaðra undir 18 ára í líkamsmeiðingarmálum tilkynntum til lögreglu frá 2016 til 2023 eða úr 95 tilkynningum í 186. Grunaðir í meiriháttar eða stórfelldum líkamsárásum undir 18 ára árið 2023 voru 18% af heildarfjölda og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá 2016. Aðgerðirnar eru fjórtán og snúa að forvörnum, inngripi og meðferð: Auka þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna Styðja við meðferðarúrræði Barna- og fjölskyldustofu vegna biðlista Koma á verklagi fyrir ósakhæf börn og úrræðum fyrir börn sem beita alvarlegu ofbeldi Endurskoða meðferð mála og úrræða fyrir sakhæf börn Efla samfélagslögreglu Innleiða svæðisbundið samráð um allt land Efla Landsteymi Miðstöðvar mennta- og skólaþjónustu sem styður við börn, foreldra og skóla. Setja á fót úrræði fyrir ungmenni 16-17 ára sem eru hvorki í vinnu né námi (NEET) Efla ungmennastarf í Breiðholti Efla Flotann – flakkandi félagsmiðstöð Auka fræðslu og forvarnir Virkja foreldrastarf í umhverfi barna – SAMAN hópurinn Hefja alþjóðlegt samvinnuverkefni um sjálfbært samfélag Samhæfa aðgerðir og móta stefnu til framtíðar Heildarkostnaður aðgerðanna er áætlaður um 360 m.kr. yfir tveggja ára tímabil. Aðgerðir verða framkvæmdar í víðtæku samstarfi mennta- og barnamálaráðuneytisins, dómsmálaráðuneytisins, heilbrigðisráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Reykjavíkurborgar, Barna- og fjölskyldustofu, embættis ríkislögreglustjóra og lögregluembættanna. Þessir aðilar mynda aðgerðarhóp sem hefur það hlutverk að leiða saman mismunandi aðila, samstilla aðgerðir og fylgja þeim eftir. Aðgerðahópurinn metur árangur af aðgerðum reglulega og taka áherslur mið af árangri. Sömuleiðis verður stofnað til nýrra aðgerða eftir þörfum. Reglulegar stöðuskýrslur um aðgerðir og árangur verða nýttar til áframhaldandi stefnumótunar í málaflokknum.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Barnavernd Ofbeldi barna Tengdar fréttir Góð samskipti við börn besta forvörnin Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. 24. júní 2024 21:03 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Sjá meira
Góð samskipti við börn besta forvörnin Afbrotafræðingur segir að ákveðin hugmyndafræði sé ríkjandi meðal ungmenna sem virðist réttlæta það að beita ofbeldi við minnsta tækifæri. Góð samskipti við börn sé besta forvörnin. 24. júní 2024 21:03