„Árás á frjálsan fjölmiðil er atlaga að lýðræðinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2024 16:29 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/vilhelm Stjórn Blaðamannafélagsins vill að yfirvöld rannsaki netárásar á miðla Árvakurs í gær. Gera þurfi ráðstafanir til að verja mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. Árvakur er fjórða fórnarlamb rússnesks netglæpahóps á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings sem tjáði sig um málið við Vísi í dag. Þetta eru rússneskir tölvuþrjótar, þeir vinna með velþóknun rússneskra stjórnvalda og rússnesk stjórnvöld beina þeim sérstaklega að þeim löndum sem hafa veitt Úkraínu stuðning í stríði sínu gegn innrás Rússa. Þetta er ekkert búið og það náttúrlega eru bara hreinar línur að við ætlum ekki að koma til móts við þrjóta sem fremja svona verk,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Menningar- og viðskiptaráðherra segir að árásin jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Stjórn Blaðamannafélagsins talar á svipuðum nótum. „Það er til marks um mikilvægi frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélögum að þeir skuli vera fórnarlamb árása á borð við þá sem miðlar Árvakurs, þar á meðal Morgunblaðið, mbl.is og K100, urðu fyrir í gær,“ segir í yfirlýsingu. „Það er ömurlegt til þess að vita að rússnesk glæpasamtök séu nú með gögn fyrirtækisins í gíslingu og að árásin hafi haft alvarleg áhrif á starfsemi miðlanna. Árás sem þessi er ekkert annað en atlaga að grunnstoðum lýðræðisins og frjálsri fjölmiðlun sem við sem samfélag þurfum að taka alvarlega og fordæma. BÍ treystir því að yfirvöld rannsaki árásina gaumgæfilega í ljósi alvarleika hennar og geri ráðstafanir til að verja sérstaklega mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. Stöndum vörð um fjölmiðlana og lýðræðið því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari.“ Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir „Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 24. júní 2024 10:27 Segja árásina á Moggann eins alvarlega og mögulegt er Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu. 24. júní 2024 06:29 Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. 23. júní 2024 21:39 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
Árvakur er fjórða fórnarlamb rússnesks netglæpahóps á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings sem tjáði sig um málið við Vísi í dag. Þetta eru rússneskir tölvuþrjótar, þeir vinna með velþóknun rússneskra stjórnvalda og rússnesk stjórnvöld beina þeim sérstaklega að þeim löndum sem hafa veitt Úkraínu stuðning í stríði sínu gegn innrás Rússa. Þetta er ekkert búið og það náttúrlega eru bara hreinar línur að við ætlum ekki að koma til móts við þrjóta sem fremja svona verk,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Menningar- og viðskiptaráðherra segir að árásin jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Stjórn Blaðamannafélagsins talar á svipuðum nótum. „Það er til marks um mikilvægi frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélögum að þeir skuli vera fórnarlamb árása á borð við þá sem miðlar Árvakurs, þar á meðal Morgunblaðið, mbl.is og K100, urðu fyrir í gær,“ segir í yfirlýsingu. „Það er ömurlegt til þess að vita að rússnesk glæpasamtök séu nú með gögn fyrirtækisins í gíslingu og að árásin hafi haft alvarleg áhrif á starfsemi miðlanna. Árás sem þessi er ekkert annað en atlaga að grunnstoðum lýðræðisins og frjálsri fjölmiðlun sem við sem samfélag þurfum að taka alvarlega og fordæma. BÍ treystir því að yfirvöld rannsaki árásina gaumgæfilega í ljósi alvarleika hennar og geri ráðstafanir til að verja sérstaklega mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. Stöndum vörð um fjölmiðlana og lýðræðið því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari.“
Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir „Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 24. júní 2024 10:27 Segja árásina á Moggann eins alvarlega og mögulegt er Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu. 24. júní 2024 06:29 Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. 23. júní 2024 21:39 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
„Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 24. júní 2024 10:27
Segja árásina á Moggann eins alvarlega og mögulegt er Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu. 24. júní 2024 06:29
Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. 23. júní 2024 21:39