„Árás á frjálsan fjölmiðil er atlaga að lýðræðinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2024 16:29 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/vilhelm Stjórn Blaðamannafélagsins vill að yfirvöld rannsaki netárásar á miðla Árvakurs í gær. Gera þurfi ráðstafanir til að verja mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. Árvakur er fjórða fórnarlamb rússnesks netglæpahóps á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings sem tjáði sig um málið við Vísi í dag. Þetta eru rússneskir tölvuþrjótar, þeir vinna með velþóknun rússneskra stjórnvalda og rússnesk stjórnvöld beina þeim sérstaklega að þeim löndum sem hafa veitt Úkraínu stuðning í stríði sínu gegn innrás Rússa. Þetta er ekkert búið og það náttúrlega eru bara hreinar línur að við ætlum ekki að koma til móts við þrjóta sem fremja svona verk,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Menningar- og viðskiptaráðherra segir að árásin jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Stjórn Blaðamannafélagsins talar á svipuðum nótum. „Það er til marks um mikilvægi frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélögum að þeir skuli vera fórnarlamb árása á borð við þá sem miðlar Árvakurs, þar á meðal Morgunblaðið, mbl.is og K100, urðu fyrir í gær,“ segir í yfirlýsingu. „Það er ömurlegt til þess að vita að rússnesk glæpasamtök séu nú með gögn fyrirtækisins í gíslingu og að árásin hafi haft alvarleg áhrif á starfsemi miðlanna. Árás sem þessi er ekkert annað en atlaga að grunnstoðum lýðræðisins og frjálsri fjölmiðlun sem við sem samfélag þurfum að taka alvarlega og fordæma. BÍ treystir því að yfirvöld rannsaki árásina gaumgæfilega í ljósi alvarleika hennar og geri ráðstafanir til að verja sérstaklega mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. Stöndum vörð um fjölmiðlana og lýðræðið því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari.“ Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir „Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 24. júní 2024 10:27 Segja árásina á Moggann eins alvarlega og mögulegt er Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu. 24. júní 2024 06:29 Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. 23. júní 2024 21:39 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Árvakur er fjórða fórnarlamb rússnesks netglæpahóps á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings sem tjáði sig um málið við Vísi í dag. Þetta eru rússneskir tölvuþrjótar, þeir vinna með velþóknun rússneskra stjórnvalda og rússnesk stjórnvöld beina þeim sérstaklega að þeim löndum sem hafa veitt Úkraínu stuðning í stríði sínu gegn innrás Rússa. Þetta er ekkert búið og það náttúrlega eru bara hreinar línur að við ætlum ekki að koma til móts við þrjóta sem fremja svona verk,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Menningar- og viðskiptaráðherra segir að árásin jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Stjórn Blaðamannafélagsins talar á svipuðum nótum. „Það er til marks um mikilvægi frjálsra fjölmiðla í lýðræðissamfélögum að þeir skuli vera fórnarlamb árása á borð við þá sem miðlar Árvakurs, þar á meðal Morgunblaðið, mbl.is og K100, urðu fyrir í gær,“ segir í yfirlýsingu. „Það er ömurlegt til þess að vita að rússnesk glæpasamtök séu nú með gögn fyrirtækisins í gíslingu og að árásin hafi haft alvarleg áhrif á starfsemi miðlanna. Árás sem þessi er ekkert annað en atlaga að grunnstoðum lýðræðisins og frjálsri fjölmiðlun sem við sem samfélag þurfum að taka alvarlega og fordæma. BÍ treystir því að yfirvöld rannsaki árásina gaumgæfilega í ljósi alvarleika hennar og geri ráðstafanir til að verja sérstaklega mikilvæga samfélagslega innviði á borð við fréttamiðla. Stöndum vörð um fjölmiðlana og lýðræðið því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari.“
Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Fjölmiðlar Rússland Tengdar fréttir „Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 24. júní 2024 10:27 Segja árásina á Moggann eins alvarlega og mögulegt er Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu. 24. júní 2024 06:29 Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. 23. júní 2024 21:39 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
„Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 24. júní 2024 10:27
Segja árásina á Moggann eins alvarlega og mögulegt er Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu. 24. júní 2024 06:29
Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. 23. júní 2024 21:39
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði