Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 10:28 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Embættis ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna, stöðuna og áskoranir í málaflokknum líkt og þær birtast í gögnum lögreglu. Í skýrslunni er leitast við að varpa ljósi á ofbeldisbrot barna sem stunda ofbeldis- og áhættuhegðun með neikvæðum afleiðingum á velferð þeirra og þroska. Flest búi við jákvæðar aðstæður Þá er farið yfir tölfræðigögn lögreglu sem tengjast ofbeldi ungmenna auk þess sem rýnt er í önnur útgefin gögn og birtingarmyndir á hagnýtingu barna og ungmenna í skipulagðri brotastarfsemi skoðuð. Fram kemur að flest börn á Íslandi búi við jákvæðar og uppbyggilegar aðstæður og taki virkan þátt í tómstundum, íþróttum og félagsstarfi sem eykur lífsgæði þeirra og framtíðarmöguleika. Ungmenni að störfum í kirkjugörðum Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Meðal helstu niðurstaðna eru þær að tilkynningum um ofbeldisbrot hjá aldurshópnum þrettán til fimmtán ára hafi fjölgað frá 2007. Fjöldi ungmenna sem fremja brot hefur hlutfallslega ekki fjölgað. Fleiri fremja hinsvegar ítrekuð ofbeldisbrot. Börn í hóp með einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi Þá benda gögn lögreglu til þess að börn og ungmenni séu í félagahóp með hópum og einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi þar sem ólögleg starfsemi fer fram. Segir í skýrslunni að lögreglan hafi áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna sem tengjast ofbeldismálum og skipulagðri brotastarfsemi. „Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra bendir á að greiningar þeirra sýni vísbendingar um að ungmenni eru hluti af félagahóp með brotahópum og/eða einstaklingum sem eru virkir þátttakendur í skipulagðri brotastarfsemi,“ segir meðal annars í skýrslunni. Segir að einn áhættuþáttur þegar komi að brotahópum sé sú aðferðafræði að nálgast ungmenni, sem séu einn viðkvæmasti hópur samfélagsins, með það í huga að efla brotastarfsemina. Vegna smæðar þjóðfélagsins hér á landi sjáist afleiðingar af hagnýtingu ungmenna og þeirri aðferðafræði sem brotahópar nýti fyrr en ella. Megi sjá að ungmenni, átján ára og yngri, séu hagnýtt í sölu fíkniefna. Ofbeldi sé beitt gagnvart jafnöldrum og eldri einstaklingum sen tengist fíkniefnamarkaðnium og/eða skipulagðri brotastarfsemi. „Þegar fjallað er um hagnýtingu er átt við þá aðferðafræði brotahópa að þvinga, hóta, kúga eða beita sálrænum blekkingum til að fá sínu framgengt. Gögn lögreglu gefa til kynna að einstaklingar og hópar í skipulagðri brotastarfsemi nálgast börn og ungmenni þar sem líkamsárásir, ofbeldi, hótanir, fíkniefnasala og vopnaburður eru hluti af ólöglegri starfsemi hópana.“ Skýrslan í heild sinni inni á vef Embættis ríkislögreglustjóra. Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Embættis ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna, stöðuna og áskoranir í málaflokknum líkt og þær birtast í gögnum lögreglu. Í skýrslunni er leitast við að varpa ljósi á ofbeldisbrot barna sem stunda ofbeldis- og áhættuhegðun með neikvæðum afleiðingum á velferð þeirra og þroska. Flest búi við jákvæðar aðstæður Þá er farið yfir tölfræðigögn lögreglu sem tengjast ofbeldi ungmenna auk þess sem rýnt er í önnur útgefin gögn og birtingarmyndir á hagnýtingu barna og ungmenna í skipulagðri brotastarfsemi skoðuð. Fram kemur að flest börn á Íslandi búi við jákvæðar og uppbyggilegar aðstæður og taki virkan þátt í tómstundum, íþróttum og félagsstarfi sem eykur lífsgæði þeirra og framtíðarmöguleika. Ungmenni að störfum í kirkjugörðum Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Meðal helstu niðurstaðna eru þær að tilkynningum um ofbeldisbrot hjá aldurshópnum þrettán til fimmtán ára hafi fjölgað frá 2007. Fjöldi ungmenna sem fremja brot hefur hlutfallslega ekki fjölgað. Fleiri fremja hinsvegar ítrekuð ofbeldisbrot. Börn í hóp með einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi Þá benda gögn lögreglu til þess að börn og ungmenni séu í félagahóp með hópum og einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi þar sem ólögleg starfsemi fer fram. Segir í skýrslunni að lögreglan hafi áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna sem tengjast ofbeldismálum og skipulagðri brotastarfsemi. „Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra bendir á að greiningar þeirra sýni vísbendingar um að ungmenni eru hluti af félagahóp með brotahópum og/eða einstaklingum sem eru virkir þátttakendur í skipulagðri brotastarfsemi,“ segir meðal annars í skýrslunni. Segir að einn áhættuþáttur þegar komi að brotahópum sé sú aðferðafræði að nálgast ungmenni, sem séu einn viðkvæmasti hópur samfélagsins, með það í huga að efla brotastarfsemina. Vegna smæðar þjóðfélagsins hér á landi sjáist afleiðingar af hagnýtingu ungmenna og þeirri aðferðafræði sem brotahópar nýti fyrr en ella. Megi sjá að ungmenni, átján ára og yngri, séu hagnýtt í sölu fíkniefna. Ofbeldi sé beitt gagnvart jafnöldrum og eldri einstaklingum sen tengist fíkniefnamarkaðnium og/eða skipulagðri brotastarfsemi. „Þegar fjallað er um hagnýtingu er átt við þá aðferðafræði brotahópa að þvinga, hóta, kúga eða beita sálrænum blekkingum til að fá sínu framgengt. Gögn lögreglu gefa til kynna að einstaklingar og hópar í skipulagðri brotastarfsemi nálgast börn og ungmenni þar sem líkamsárásir, ofbeldi, hótanir, fíkniefnasala og vopnaburður eru hluti af ólöglegri starfsemi hópana.“ Skýrslan í heild sinni inni á vef Embættis ríkislögreglustjóra.
Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira