Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 10:28 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Embættis ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna, stöðuna og áskoranir í málaflokknum líkt og þær birtast í gögnum lögreglu. Í skýrslunni er leitast við að varpa ljósi á ofbeldisbrot barna sem stunda ofbeldis- og áhættuhegðun með neikvæðum afleiðingum á velferð þeirra og þroska. Flest búi við jákvæðar aðstæður Þá er farið yfir tölfræðigögn lögreglu sem tengjast ofbeldi ungmenna auk þess sem rýnt er í önnur útgefin gögn og birtingarmyndir á hagnýtingu barna og ungmenna í skipulagðri brotastarfsemi skoðuð. Fram kemur að flest börn á Íslandi búi við jákvæðar og uppbyggilegar aðstæður og taki virkan þátt í tómstundum, íþróttum og félagsstarfi sem eykur lífsgæði þeirra og framtíðarmöguleika. Ungmenni að störfum í kirkjugörðum Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Meðal helstu niðurstaðna eru þær að tilkynningum um ofbeldisbrot hjá aldurshópnum þrettán til fimmtán ára hafi fjölgað frá 2007. Fjöldi ungmenna sem fremja brot hefur hlutfallslega ekki fjölgað. Fleiri fremja hinsvegar ítrekuð ofbeldisbrot. Börn í hóp með einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi Þá benda gögn lögreglu til þess að börn og ungmenni séu í félagahóp með hópum og einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi þar sem ólögleg starfsemi fer fram. Segir í skýrslunni að lögreglan hafi áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna sem tengjast ofbeldismálum og skipulagðri brotastarfsemi. „Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra bendir á að greiningar þeirra sýni vísbendingar um að ungmenni eru hluti af félagahóp með brotahópum og/eða einstaklingum sem eru virkir þátttakendur í skipulagðri brotastarfsemi,“ segir meðal annars í skýrslunni. Segir að einn áhættuþáttur þegar komi að brotahópum sé sú aðferðafræði að nálgast ungmenni, sem séu einn viðkvæmasti hópur samfélagsins, með það í huga að efla brotastarfsemina. Vegna smæðar þjóðfélagsins hér á landi sjáist afleiðingar af hagnýtingu ungmenna og þeirri aðferðafræði sem brotahópar nýti fyrr en ella. Megi sjá að ungmenni, átján ára og yngri, séu hagnýtt í sölu fíkniefna. Ofbeldi sé beitt gagnvart jafnöldrum og eldri einstaklingum sen tengist fíkniefnamarkaðnium og/eða skipulagðri brotastarfsemi. „Þegar fjallað er um hagnýtingu er átt við þá aðferðafræði brotahópa að þvinga, hóta, kúga eða beita sálrænum blekkingum til að fá sínu framgengt. Gögn lögreglu gefa til kynna að einstaklingar og hópar í skipulagðri brotastarfsemi nálgast börn og ungmenni þar sem líkamsárásir, ofbeldi, hótanir, fíkniefnasala og vopnaburður eru hluti af ólöglegri starfsemi hópana.“ Skýrslan í heild sinni inni á vef Embættis ríkislögreglustjóra. Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Embættis ríkislögreglustjóra um ofbeldi barna, stöðuna og áskoranir í málaflokknum líkt og þær birtast í gögnum lögreglu. Í skýrslunni er leitast við að varpa ljósi á ofbeldisbrot barna sem stunda ofbeldis- og áhættuhegðun með neikvæðum afleiðingum á velferð þeirra og þroska. Flest búi við jákvæðar aðstæður Þá er farið yfir tölfræðigögn lögreglu sem tengjast ofbeldi ungmenna auk þess sem rýnt er í önnur útgefin gögn og birtingarmyndir á hagnýtingu barna og ungmenna í skipulagðri brotastarfsemi skoðuð. Fram kemur að flest börn á Íslandi búi við jákvæðar og uppbyggilegar aðstæður og taki virkan þátt í tómstundum, íþróttum og félagsstarfi sem eykur lífsgæði þeirra og framtíðarmöguleika. Ungmenni að störfum í kirkjugörðum Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Meðal helstu niðurstaðna eru þær að tilkynningum um ofbeldisbrot hjá aldurshópnum þrettán til fimmtán ára hafi fjölgað frá 2007. Fjöldi ungmenna sem fremja brot hefur hlutfallslega ekki fjölgað. Fleiri fremja hinsvegar ítrekuð ofbeldisbrot. Börn í hóp með einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi Þá benda gögn lögreglu til þess að börn og ungmenni séu í félagahóp með hópum og einstaklingum í skipulagðri brotastarfsemi þar sem ólögleg starfsemi fer fram. Segir í skýrslunni að lögreglan hafi áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna sem tengjast ofbeldismálum og skipulagðri brotastarfsemi. „Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra bendir á að greiningar þeirra sýni vísbendingar um að ungmenni eru hluti af félagahóp með brotahópum og/eða einstaklingum sem eru virkir þátttakendur í skipulagðri brotastarfsemi,“ segir meðal annars í skýrslunni. Segir að einn áhættuþáttur þegar komi að brotahópum sé sú aðferðafræði að nálgast ungmenni, sem séu einn viðkvæmasti hópur samfélagsins, með það í huga að efla brotastarfsemina. Vegna smæðar þjóðfélagsins hér á landi sjáist afleiðingar af hagnýtingu ungmenna og þeirri aðferðafræði sem brotahópar nýti fyrr en ella. Megi sjá að ungmenni, átján ára og yngri, séu hagnýtt í sölu fíkniefna. Ofbeldi sé beitt gagnvart jafnöldrum og eldri einstaklingum sen tengist fíkniefnamarkaðnium og/eða skipulagðri brotastarfsemi. „Þegar fjallað er um hagnýtingu er átt við þá aðferðafræði brotahópa að þvinga, hóta, kúga eða beita sálrænum blekkingum til að fá sínu framgengt. Gögn lögreglu gefa til kynna að einstaklingar og hópar í skipulagðri brotastarfsemi nálgast börn og ungmenni þar sem líkamsárásir, ofbeldi, hótanir, fíkniefnasala og vopnaburður eru hluti af ólöglegri starfsemi hópana.“ Skýrslan í heild sinni inni á vef Embættis ríkislögreglustjóra.
Börn og uppeldi Lögreglumál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Sjá meira