Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 13:43 Stóraukið álag á vegum valdi bikblæðingu sama hvaða bindiefni sé notað. Aðsend Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. Ólafur Kr. Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og umferðaröryggissérfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í gær að hættuleg bikblæðing, sem valdi flughálku á vegum landsins og hefur verið að gera vart við sig í auknum mæli undanfarin ár, væri fyrst og fremst hægt að rekja til þess að hætt hafi verið að nota terpentínu sem bindiefni. Bergþóra segir þetta ekki vera rétt heldur sé málið talsvert flóknara en það. Hætt hafi verið að nota terpentínu við slitlagsbindingu fyrir mörgum árum síðan en blæðingar hafi verið þekkt fyrirbæri á íslenskum vegum í langan tíma fyrir það. „Fyrir það voru oft blæðingar. Það eru þekkt og skráð dæmi hjá Vegagerðinni um blæðingar í klæðingum alveg til áttatíu og eitthvað. Þetta er líka þekkt erlendis. Það er ekki beint orsakasamhengi. Það er ekki bara ein lausn og þá leysist málið,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. „Klæðing er fyrirbæri sem er í grunninn vand með farið. Það þarf að vanda vel til verka og það þarf allt að passa. Það þarf að vera rétt steinefni, það þarf að vera rétt íblöndunarefni í bikinu, rétta þjálniefnið, magnið. Það skiptir líka máli hvernig klæðingin er undir,“ bætir hún við. Vandamálið óhjákvæmilegt Bergþóra segir að aukin bikblæðing á Íslandi sé fyrst og fremst vegna aukinnar umferðar og álags á vegakerfið. „Þetta er alltaf viðfangsefni þegar við erum komin með mikla umferð á vegum með klæðingu. Og á heitum sumardögum eins og hefur verið síðustu daga verður of mikil umferð þá verðru vandamálið stærra og meira. Það er óhjákvæmilegt,“ segir hún. „Það sem er mikilvægast er að við merkjum að fólk virði merkingarnar og hægi á sér og tryggi öryggi bæði sjálfs síns og annarra vegfarenda,“ segir Bergþóra jafnframt. Álagið ekki í hlutfalli við fjármagn Vandamálið stafi frekar af því að klæðing sé notuð þar sem æskilegast væri að malbika. Það er að segja, að fjölfarnir vegir fái klæðingu sem sem stendur ekki undir umferðarmagninu. „Við erum ekki fjármögnuð þannig að við getum malbikað meira,“ segir Berþóra þó. Bergþóra segir umferð hafa aukist gríðarlega á Íslandi vegna ferðamanna en að breyttir búsetuhættir Íslendinga hafi einnig ýtt undir umferðina. Vinnusóknarsvæði hafi stækkað með tilheyrandi fjölgun á daglegum ferðum um áður sjaldfarna vegi. „Þar af leiðandi hefur umferð á vegakerfinu aukist mjög mikið. Kannski töluvert mikið meira en fjármagn til viðhaldsins á vegakerfinu hefur vaxið,“ segir Bergþóra. Hvetur fólk til að tilkynna „Okkur vantar meiri pening til þess að geta malbikað meira en malbikið er fimm sinnum dýrara,“ segir hún. Til skamms tíma brýnir Bergþóra það fyrir ökumönnum að hægja á ferðinni þegar þeir verða varir við bikblæðingu. „Við hvetjum fólk til þess að draga úr hraða þegar það kemur að blæðingarkafla. við reynum að setja skilti alltaf til þess að vara við. Ef að fólk verður vart við svona þar sem ekki er búið að merkja þá bara endilega hringja inn í þjónustusímann okkar og láta vita,“ segir Bergþóra. Umferðaröryggi Vegagerð Umferð Bílar Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Ólafur Kr. Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og umferðaröryggissérfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í gær að hættuleg bikblæðing, sem valdi flughálku á vegum landsins og hefur verið að gera vart við sig í auknum mæli undanfarin ár, væri fyrst og fremst hægt að rekja til þess að hætt hafi verið að nota terpentínu sem bindiefni. Bergþóra segir þetta ekki vera rétt heldur sé málið talsvert flóknara en það. Hætt hafi verið að nota terpentínu við slitlagsbindingu fyrir mörgum árum síðan en blæðingar hafi verið þekkt fyrirbæri á íslenskum vegum í langan tíma fyrir það. „Fyrir það voru oft blæðingar. Það eru þekkt og skráð dæmi hjá Vegagerðinni um blæðingar í klæðingum alveg til áttatíu og eitthvað. Þetta er líka þekkt erlendis. Það er ekki beint orsakasamhengi. Það er ekki bara ein lausn og þá leysist málið,“ segir Bergþóra í samtali við fréttastofu. „Klæðing er fyrirbæri sem er í grunninn vand með farið. Það þarf að vanda vel til verka og það þarf allt að passa. Það þarf að vera rétt steinefni, það þarf að vera rétt íblöndunarefni í bikinu, rétta þjálniefnið, magnið. Það skiptir líka máli hvernig klæðingin er undir,“ bætir hún við. Vandamálið óhjákvæmilegt Bergþóra segir að aukin bikblæðing á Íslandi sé fyrst og fremst vegna aukinnar umferðar og álags á vegakerfið. „Þetta er alltaf viðfangsefni þegar við erum komin með mikla umferð á vegum með klæðingu. Og á heitum sumardögum eins og hefur verið síðustu daga verður of mikil umferð þá verðru vandamálið stærra og meira. Það er óhjákvæmilegt,“ segir hún. „Það sem er mikilvægast er að við merkjum að fólk virði merkingarnar og hægi á sér og tryggi öryggi bæði sjálfs síns og annarra vegfarenda,“ segir Bergþóra jafnframt. Álagið ekki í hlutfalli við fjármagn Vandamálið stafi frekar af því að klæðing sé notuð þar sem æskilegast væri að malbika. Það er að segja, að fjölfarnir vegir fái klæðingu sem sem stendur ekki undir umferðarmagninu. „Við erum ekki fjármögnuð þannig að við getum malbikað meira,“ segir Berþóra þó. Bergþóra segir umferð hafa aukist gríðarlega á Íslandi vegna ferðamanna en að breyttir búsetuhættir Íslendinga hafi einnig ýtt undir umferðina. Vinnusóknarsvæði hafi stækkað með tilheyrandi fjölgun á daglegum ferðum um áður sjaldfarna vegi. „Þar af leiðandi hefur umferð á vegakerfinu aukist mjög mikið. Kannski töluvert mikið meira en fjármagn til viðhaldsins á vegakerfinu hefur vaxið,“ segir Bergþóra. Hvetur fólk til að tilkynna „Okkur vantar meiri pening til þess að geta malbikað meira en malbikið er fimm sinnum dýrara,“ segir hún. Til skamms tíma brýnir Bergþóra það fyrir ökumönnum að hægja á ferðinni þegar þeir verða varir við bikblæðingu. „Við hvetjum fólk til þess að draga úr hraða þegar það kemur að blæðingarkafla. við reynum að setja skilti alltaf til þess að vara við. Ef að fólk verður vart við svona þar sem ekki er búið að merkja þá bara endilega hringja inn í þjónustusímann okkar og láta vita,“ segir Bergþóra.
Umferðaröryggi Vegagerð Umferð Bílar Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira