„Ef hún andar inn á vellinum þá skorar hún“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 11:00 Sandra María Jessen fagnar marki með Bríeti Fjólu Bjarnadóttur í sumar. Vísir/Hulda Margrét Sandra María Jessen varð um helgina sú fimmtánda í sögunni til að skora hundrað mörk í efstu deild kvenna í fótbolta. Bestu mörkin ræddu afrek Söndru sem er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar með tólf mörk í aðeins átta leikjum. Það var byrjað á því að ræða þá ákvörðun Söndru að halda tryggð við ungt lið Þór/KA. „Við bjuggumst við því að það yrði erfitt fyrir Þór/KA að halda henni. Það tekst hjá Jóa [Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA]. Auðvitað eru hennar fjölskyldutengsl fyrir norðan en það hefur örugglega töluvert þurft til að halda henni fyrir norðan,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Maður skilur það að það hafi mögulega kitlað aðeins. Nú er ég ekki að tala um að koma á höfuðborgarsvæðið af því að það er svo frábært. Að fá nýja áskorun fyrir hana á Íslandi. Hún hefur bara spilað í Þór/KA á Íslandi og það eru margir leikmenn sem vilja fá nýja áskorun,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Ég held bara að hún hafi fundið sér nýja áskorun fyrir norðan og maður getur alltaf gert það í því umhverfi sem maður er í. Maður þarf bara að hugsa út fyrir boxið og ég held að Sandra María hafi gert það enda er hún að standa sig frábærlega vel,“ sagði Margrét Lára. „Ef hún andar inn á vellinum þá skorar hún. Eins og þetta fyrsta mark. Ég veit ekkert hvort hún snertir boltann einu sinni. Henni er alveg sama. Hún fagnar því,“ sagði Margrét. Þær skoðuðu síðan mörk Söndru í sigrinum á Stjörnunni. „Svo þarftu, Margrét Lára, að fagna til þess að eiga mörkin,“ sagði Helena. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Söndru Maríu og hvar hún er meðal markahæstu leikmanna sögunnar. Á listanum mátti líka sjá bæði Margréti Láru og Helenu og þær ræddu það aðeins líka. Klippa: Bestu mörkin. Sandra María með hundrað mörk í efstu deild Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Bestu mörkin Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Bestu mörkin ræddu afrek Söndru sem er langmarkahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar með tólf mörk í aðeins átta leikjum. Það var byrjað á því að ræða þá ákvörðun Söndru að halda tryggð við ungt lið Þór/KA. „Við bjuggumst við því að það yrði erfitt fyrir Þór/KA að halda henni. Það tekst hjá Jóa [Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA]. Auðvitað eru hennar fjölskyldutengsl fyrir norðan en það hefur örugglega töluvert þurft til að halda henni fyrir norðan,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Maður skilur það að það hafi mögulega kitlað aðeins. Nú er ég ekki að tala um að koma á höfuðborgarsvæðið af því að það er svo frábært. Að fá nýja áskorun fyrir hana á Íslandi. Hún hefur bara spilað í Þór/KA á Íslandi og það eru margir leikmenn sem vilja fá nýja áskorun,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Bestu mörkunum. „Ég held bara að hún hafi fundið sér nýja áskorun fyrir norðan og maður getur alltaf gert það í því umhverfi sem maður er í. Maður þarf bara að hugsa út fyrir boxið og ég held að Sandra María hafi gert það enda er hún að standa sig frábærlega vel,“ sagði Margrét Lára. „Ef hún andar inn á vellinum þá skorar hún. Eins og þetta fyrsta mark. Ég veit ekkert hvort hún snertir boltann einu sinni. Henni er alveg sama. Hún fagnar því,“ sagði Margrét. Þær skoðuðu síðan mörk Söndru í sigrinum á Stjörnunni. „Svo þarftu, Margrét Lára, að fagna til þess að eiga mörkin,“ sagði Helena. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um Söndru Maríu og hvar hún er meðal markahæstu leikmanna sögunnar. Á listanum mátti líka sjá bæði Margréti Láru og Helenu og þær ræddu það aðeins líka. Klippa: Bestu mörkin. Sandra María með hundrað mörk í efstu deild
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Bestu mörkin Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira