Isavia stefnir að því að hefja gjaldtöku í vikunni Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2024 13:27 Sigrún Björk Jakobsdóttir er framkvæmdastjóri Isavia innanlands, dótturfélags sem annast rekstur innanlandsflugvallanna. Arnar Halldórsson Isavia stefnir að því að hefja gjaldtöku af bílastæðum á þremur innanlandsflugvöllum í vikunni, annaðhvort á miðvikudag eða á fimmtudag. Það að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki skrifað upp á þjónustusamning Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra og Isavia virðist engu breyta þar um. Í umræðum í sveitarstjórn Múlaþings síðastliðinn miðvikudag var upplýst að í vikunni á undan hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem Isavia er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. Í samtali við Vísi í gær sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, að hann væri ekki búinn að undirrita þjónustusamninginn. Aðspurð svaraði Ingveldur að hann myndi sennilega undirrita samninginn á endanum. En það væri þó óvíst hvort hann myndi undirrita hann að óbreyttu eða hvort hann myndi óska eftir breytingum. Frá Egilsstaðaflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Isavia hafði áður gefið út að stefnt væri að því að innheimta bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli, Egilsstaðaflugvelli og Reykjavíkurflugvelli hæfist 18. júní. En mun innheimtan hefjast á þriðjudag? „Að öllu óbreyttu hefst hún í vikunni, 19. eða 20.,” svarar Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. -Breytir það einhverju að fjármála-og efnshagsráðherra er ekki búinn að skrifa upp á þjónustusamninginn? „Ég bara veit ekki hvernig ég á að túlka svar Ingveldar. Fjármálaráðherra þarf að staðfesta svona samninga en ég hefði haldið að undirskrift fagráðherrans myndi duga,” svarar Sigrún Björk. Þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, þær Ingibjörg Isaksen og Jódís Skúladóttir, höfðu báðar opinberlega andmælt gjaldheimtunni og kallað hana landsbyggðarskatt. Í umræðum í sveitarstjórn Múlaþings sagði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sérstakt að á sama tíma og þingmenn lýstu andstöðu sinni við bílastæðagjöldin skrifuðu ráðherrar úr flokkum þeirra undir samning um gjöldin. Annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn sagði að þjónstusamningurinn við Isavia hafi verið gerður í leyni á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Byggðamál Bílastæði Neytendur Tengdar fréttir Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. 17. janúar 2024 10:44 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Í umræðum í sveitarstjórn Múlaþings síðastliðinn miðvikudag var upplýst að í vikunni á undan hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem Isavia er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. Í samtali við Vísi í gær sagði Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, að hann væri ekki búinn að undirrita þjónustusamninginn. Aðspurð svaraði Ingveldur að hann myndi sennilega undirrita samninginn á endanum. En það væri þó óvíst hvort hann myndi undirrita hann að óbreyttu eða hvort hann myndi óska eftir breytingum. Frá Egilsstaðaflugvelli.Vilhelm Gunnarsson Isavia hafði áður gefið út að stefnt væri að því að innheimta bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli, Egilsstaðaflugvelli og Reykjavíkurflugvelli hæfist 18. júní. En mun innheimtan hefjast á þriðjudag? „Að öllu óbreyttu hefst hún í vikunni, 19. eða 20.,” svarar Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla. -Breytir það einhverju að fjármála-og efnshagsráðherra er ekki búinn að skrifa upp á þjónustusamninginn? „Ég bara veit ekki hvernig ég á að túlka svar Ingveldar. Fjármálaráðherra þarf að staðfesta svona samninga en ég hefði haldið að undirskrift fagráðherrans myndi duga,” svarar Sigrún Björk. Þingmenn Framsóknarflokks og Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, þær Ingibjörg Isaksen og Jódís Skúladóttir, höfðu báðar opinberlega andmælt gjaldheimtunni og kallað hana landsbyggðarskatt. Í umræðum í sveitarstjórn Múlaþings sagði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sérstakt að á sama tíma og þingmenn lýstu andstöðu sinni við bílastæðagjöldin skrifuðu ráðherrar úr flokkum þeirra undir samning um gjöldin. Annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn sagði að þjónstusamningurinn við Isavia hafi verið gerður í leyni á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar.
Egilsstaðaflugvöllur Akureyrarflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Byggðamál Bílastæði Neytendur Tengdar fréttir Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27 Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08 Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. 17. janúar 2024 10:44 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Sigurður Ingi ekki búinn að undirrita Isavia-samning Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra er ekki búinn að undirrita þjónustusamning sem veitir Isavia heimild til innheimtu bílastæðagjalda á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga, óskar eftir að þetta komi fram vegna frétta um að í síðustu viku hafi nýr þjónustusamningur verið undirritaður milli innviðaráðuneytis og Isavia, með aðild fjármála- og efnahagsráðuneytisins, þar sem félaginu er veitt heimild til innheimtu stöðugjalda. 15. júní 2024 16:27
Svandís og Sigurður Ingi sögð bakka upp bílastæðagjöldin Ráðuneyti Svandísar Svavarsdóttur og Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið, áttu bæði aðild að undirritun þjónustusamnings við Isavia í síðustu viku þar sem félaginu var veitt heimild til innheimtu bílastæðagjalda á flugvöllum. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir þetta hafa verið leynigjörð á sama tíma og fyrir lá lögfræðiálit þar sem efast var um lögmæti gjaldtökunnar. 15. júní 2024 08:08
Fresta gjaldtökunni umdeildu Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári. 17. janúar 2024 10:44