Innlent

Flúðu vett­vang eftir harðan á­rekstur

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru tveir fluttir á slysadeild með lítils háttar áverka.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru tveir fluttir á slysadeild með lítils háttar áverka. Vísir/Vilhelm

Fólksbifreið var ekið í veg fyrir jeppa á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að jeppinn valt nokkra hringi. Ökumaður og farþegi fólksbifreiðarinnar flúðu vettvang en lögreglu tókst að handtaka þá skömmu síðar.

Þetta staðfestir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði og Garðabæ. Hann segir að um harðan árekstur hafi verið að ræða. Mbl.is greindi frá árekstrinum í gærkvöldi.

Skúli lýsir atburðarásinni þannig að fólksbíl hafi verið ekið gegn rauði ljósi í veg fyrir jeppa á gatnamótum Reykjavíkurvegar, Álftanesvegar og Fjarðarhrauns. 

Jeppinn hafi tekist á loft, lent á hliðinni og oltið nokkra hingi. 

Þá segir hann ökumann og farþega fólksbílsins hafa flúið vettvang en ekki liðið á löngu þar til lögregla náði haldi á þeim. Mennirnir voru báðir handteknir og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 

Ekki urðu alvarleg slys á fólki en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru tveir fluttir á slysadeild með lítilsháttar áverka. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×