Stór skörð að fylla eftir að þúsundir drápust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2024 15:00 Dauðar kríur sem Ólafur gekk fram á. Ólafur K. Nielsen Þúsundir fugla hafa drepist á norðausutrhorni landsins eftir að vetrarveður gekk yfir landshlutann í upphafi mánaðar. Fuglafræðingur telur líklegt að allt mófuglavarp á svæðinu hafi misfarist. Líkt og nokkuð hefur verið fjallað um gerði aftakaveður á Norðausturlandi í upphafi mánaðar, en mikill og blautur snjór féll víða á svæðinu í þónokkra daga, til að mynda í Öxarfirði. „Þar snjóaði linnulítið í hátt í þrjá sólarhringa. Þegar upp var staðið þá var þetta örugglega 40 sentimetra djúpur snjór,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hann er staddur fyrir norðan við rannsóknir á fálkum. Af ferðalagi sínu um Norðausturland segir hann augljóst að snjómagnið nái yfir víðfemt svæði. „Allt land, þegar þú ert kominn upp í svona 150 metra hæð yfir sjó, var alsnjóað. Það var snjór yfir öllu landi.“ Vaðfuglar á borð við jaðrakan eru meðal þeirra tegunda sem fóru illa út úr veðrinu.Ólafur K. Nielsen Krían viðkvæm fyrir afföllum Fjöldi mófugla hafi orðið fyrir barðinu á veðurofsanum, en einnig vaðfuglar og spörfuglar. Allir hafi þeir verið búnir að verpa. „Þar sem hretið beit hvað harðast, þar sem landið var á kafi í snjó, þar hefur allt varp alveg örugglega misfarist hjá mófuglum.“ Þá hafi fullorðnir fuglar einnig drepist vegna þess hve veðrið stóð yfir í langan tíma. Þá hafi sjófgular á borð við kríur einnig fundist dauðir á svæðinu. „Þetta eru alveg örugglega þúsundir fugla sem hafa drepist, alveg örugglega.“ Ólafur K. Nielsen er staddur á Norðausturlandi við fálkarannsóknir.vísir/egill Veðrið í upphafi mánaðar sé upptaktur að fækkunarári. Hversu lengi fuglarnir verði að fylla í skörðin ráðist af mismunandi lífsháttum þeirra, en tegundir séu misviðkvæmar fyrir fjöldadauða fullorðinna fugla. Þar sé krían sérstaklega viðkvæm. Margar fuglategundanna séu greinilega að reyna endurvarp. „Þeir sem eftir lifa syngja núna á fullu og dásama vorið,“ segir Ólafur. Fuglar Dýr Veður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Líkt og nokkuð hefur verið fjallað um gerði aftakaveður á Norðausturlandi í upphafi mánaðar, en mikill og blautur snjór féll víða á svæðinu í þónokkra daga, til að mynda í Öxarfirði. „Þar snjóaði linnulítið í hátt í þrjá sólarhringa. Þegar upp var staðið þá var þetta örugglega 40 sentimetra djúpur snjór,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hann er staddur fyrir norðan við rannsóknir á fálkum. Af ferðalagi sínu um Norðausturland segir hann augljóst að snjómagnið nái yfir víðfemt svæði. „Allt land, þegar þú ert kominn upp í svona 150 metra hæð yfir sjó, var alsnjóað. Það var snjór yfir öllu landi.“ Vaðfuglar á borð við jaðrakan eru meðal þeirra tegunda sem fóru illa út úr veðrinu.Ólafur K. Nielsen Krían viðkvæm fyrir afföllum Fjöldi mófugla hafi orðið fyrir barðinu á veðurofsanum, en einnig vaðfuglar og spörfuglar. Allir hafi þeir verið búnir að verpa. „Þar sem hretið beit hvað harðast, þar sem landið var á kafi í snjó, þar hefur allt varp alveg örugglega misfarist hjá mófuglum.“ Þá hafi fullorðnir fuglar einnig drepist vegna þess hve veðrið stóð yfir í langan tíma. Þá hafi sjófgular á borð við kríur einnig fundist dauðir á svæðinu. „Þetta eru alveg örugglega þúsundir fugla sem hafa drepist, alveg örugglega.“ Ólafur K. Nielsen er staddur á Norðausturlandi við fálkarannsóknir.vísir/egill Veðrið í upphafi mánaðar sé upptaktur að fækkunarári. Hversu lengi fuglarnir verði að fylla í skörðin ráðist af mismunandi lífsháttum þeirra, en tegundir séu misviðkvæmar fyrir fjöldadauða fullorðinna fugla. Þar sé krían sérstaklega viðkvæm. Margar fuglategundanna séu greinilega að reyna endurvarp. „Þeir sem eftir lifa syngja núna á fullu og dásama vorið,“ segir Ólafur.
Fuglar Dýr Veður Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira