Kynna nýtt kerfi veiðistjórnunar Árni Sæberg skrifar 10. júní 2024 17:31 Rjúpan er vinsæl veiðibráð. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun hefur boðið á opinn rafrænan kynningarfund vegna nýrrar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpustofninn. Á fundinum verður fjallað um nýja stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og nýtt kerfi veiðistjórnunar, sem felur meðal annars í sér svæðisbundna veiðistjórnun, ný stofnlíkön og fleira. Fundurinn hefst klukkan 18. Hér má sjá fundinn og taka þátt í honum. Á meðan á fundinum stendur verður hægt að senda inn spurningar sem verður svarað í lok kynningar. Fyrir svörum sitja fulltrúar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, SKOTVÍS og Fuglaverndar ásamt Dr. Fred A. Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og stofnlíkanagerð. Hluti af menningu þjóðarinnar Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að stjórnunar- og verndaráætlanir byggi á lögum um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Stjórnunar- og verndaráætlunin sé stjórntæki þar sem lögð er fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að ná fram markmiðum áætlunarinnar. Rjúpa sé eftirsóttasta veiðibráð á Íslandi en árlega gangi að jafnaði fjögur til fimm þúsund manns til rjúpna. Hún hefur verið nýtt frá landnámi, áður fyrr til sjálfsþurftar og tekjuöflunar en síðar meir til sportveiða. Rjúpnaveiðar séu því hluti af menningu Íslendinga, bæði veiðin sem slík ásamt því að rjúpnasteik sé algeng á borðum Íslendinga um hátíðarnar. Tegundin í hættu Vísbendingar séu um að til lengri tíma litið hafi rjúpnastofn landsins minnkað og tegundin sé á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands sem tegund í yfirvofandi hættu. Að stofninum steðji ýmsar ólíkar ógnir, en þær helstu séu loftslagsbreytingar, skógrækt, landbreyting og veiði. Þessar ógnir séu flestar þess eðlis að erfitt er að stýra þeim og fylgjast með áhrifum þeirra án þess að áherslum í vöktun verði breytt eða aukið fjármagn verði sett í slíka vöktun. Veiði sé áhrifaþáttur sem hægt er að stýra og áætlun þessi snúi að veiðistjórnun. „Nauðsynlegt er að standa vörð um sjálfbærni rjúpnanytja og er útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpu því mikilvægur liður í því ferli.“ Rjúpa Skotveiði Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Á fundinum verður fjallað um nýja stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og nýtt kerfi veiðistjórnunar, sem felur meðal annars í sér svæðisbundna veiðistjórnun, ný stofnlíkön og fleira. Fundurinn hefst klukkan 18. Hér má sjá fundinn og taka þátt í honum. Á meðan á fundinum stendur verður hægt að senda inn spurningar sem verður svarað í lok kynningar. Fyrir svörum sitja fulltrúar Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, SKOTVÍS og Fuglaverndar ásamt Dr. Fred A. Johnson, bandarískum sérfræðingi í veiðistjórnun og stofnlíkanagerð. Hluti af menningu þjóðarinnar Í tilkynningu á vef Umhverfisstofnunar segir að stjórnunar- og verndaráætlanir byggi á lögum um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Stjórnunar- og verndaráætlunin sé stjórntæki þar sem lögð er fram stefnumótun til næstu ára ásamt aðgerðum til að ná fram markmiðum áætlunarinnar. Rjúpa sé eftirsóttasta veiðibráð á Íslandi en árlega gangi að jafnaði fjögur til fimm þúsund manns til rjúpna. Hún hefur verið nýtt frá landnámi, áður fyrr til sjálfsþurftar og tekjuöflunar en síðar meir til sportveiða. Rjúpnaveiðar séu því hluti af menningu Íslendinga, bæði veiðin sem slík ásamt því að rjúpnasteik sé algeng á borðum Íslendinga um hátíðarnar. Tegundin í hættu Vísbendingar séu um að til lengri tíma litið hafi rjúpnastofn landsins minnkað og tegundin sé á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands sem tegund í yfirvofandi hættu. Að stofninum steðji ýmsar ólíkar ógnir, en þær helstu séu loftslagsbreytingar, skógrækt, landbreyting og veiði. Þessar ógnir séu flestar þess eðlis að erfitt er að stýra þeim og fylgjast með áhrifum þeirra án þess að áherslum í vöktun verði breytt eða aukið fjármagn verði sett í slíka vöktun. Veiði sé áhrifaþáttur sem hægt er að stýra og áætlun þessi snúi að veiðistjórnun. „Nauðsynlegt er að standa vörð um sjálfbærni rjúpnanytja og er útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpu því mikilvægur liður í því ferli.“
Rjúpa Skotveiði Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira