Óskar um nýja starfið hjá KR: „Ég er ekki ógn við Gregg Ryder“ Aron Guðmundsson skrifar 10. júní 2024 13:20 Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn til starfa hjá KR. Þó ekki sem aðalþjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta eins og hvíslað hafði verið um. Gregg Ryder er aðalþjálfari liðsins. Vísir/Samsett mynd Knattspyrnudeild KR greindi frá því í hádeginu að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði verið ráðinn til starfa hjá félaginu. Óskar Hrafn mun verða deildinni innan handar en þó ekki í starfi aðalþjálfara karlaliðs félagsins eins og hefur verið hvíslað um undanfarnar vikur. Óskar sjálfur segist ekki vera ógn við núverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Gregg Ryder. Starf Óskars verður meira skrifstofubundið og hann mun „veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar.” „Ég er bara að koma þarna inn að hjálpa til,“ segir KR-ingurinn Óskar Hrafn í samtali við Vísi. „Að styðja við bakið á þeim sem eru þarna fyrir. Hvort sem að það er hjá meistaraflokki karla, meistaraflokki kvenna eða yngri flokkunum. Svo sjáum við hvernig þetta þróast.“ Tíðindin koma á tímapunkti þar sem mikið hefur verið rætt og ritað um þjálfarastöðuna hjá karlaliði KR. Allt frá því að Óskar Hrafn sagði upp störfum hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund fóru af stað sögusagnir um að hann gæti tekið við þjálfarastöðunni hjá KR af Gregg Ryder sem var ráðinn inn fyrir tímabilið. Ekki fór minna fyrir þeim sögusögnum þegar Óskar Hrafn fór að mæta á leiki hjá KR. Óréttlátt og ekki gott Óskar segir þessar sögusagnir ekki hafa snert sig eitthvað sérstaklega. „Það var alveg ljóst að Gregg Ryder er mannlegur maður og þessar sögusagnir hafa ábyggilega snert hann. Mögulega sett aukna pressu á hann. Það er óréttlátt og ekki gott. Það hefur aldrei komið til tals hjá mér eða einhverjum öðrum að ég taki við KR liðinu. Gregg Ryder var ráðinn þarna. Menn hafa fulla trú á honum. Það var aldrei í myndinni. Ég er náttúrulega bara KR-ingur. Bý þarna þrjátíu metrum frá KR-vellinum og það væri skrítið ef að ég færi ekki á leiki hjá liðinu mínu. Það er ekkert til í þessu annað en að menn hafa gaman af því að blanda saman einhverri rökréttri blaðamennsku og svo skapandi skrifum. Sem við þekkjum svo vel úr fjölmiðlabransanum.“ Ekki rætt við Ryder Óskar hefur ekki rætt við Ryder sjálfan um þessi nýjustu tíðindi. Að hann stígi þarna inn í starf hjá knattspyrnudeild KR. Heldurðu að þetta sé ekki smá óþægileg staða fyrir hann? „Ég veit það ekki. Ég er ekki búinn að tala við hann en geri nú ráð fyrir því að aðrir menn innan félagsins hafi gert það. Ég á ekki von á því. Ég er ekki ógn við Gregg Ryder og hef því enga trú á því að hann líti á það þannig.“ Gregg Ryder, þjálfari KR og Pálmi Rafn PálmasonVísir/Anton Brink „Allir í félaginu átta sig á því að hver sem kemur þarna inn er með það eitt að leiðarljósi að óska þess besta fyrir KR. Félagið snýst um miklu meira en bara einstaka manneskjur. Hvort sem um ræðir mig eða einhvern annan. Það er summa vinnunnar sem fólk leggur á sig sem gerir félagið öflugt.“ Óskar Hrafn, sem hefur reynslu úr þjálfun liða í efstu deild og gerði lið Breiðabliks að Íslandsmeisturum árið 2022, á ekki von á því að vera á hliðarlínunni í leikjum hjá KR á næstunni. „Ég held að það yrði fljótt skrýtið ef að ég færi á hliðarlínuna. Nei, ég sé ekki fyrir mér að verða eitthvað á hliðarlínunni. Við erum með þjálfara í því. Þeir eru fullfærir um að sjá um það. En að einhverju leiti, alla daga, mun ég styðja við bakið á þeim.“ Hann er spenntur fyrir því að taka til starfa hjá félaginu sem hann samsvarar sig hvað mest við. „Það er alltaf gaman að vinna fyrir KR. Þegar að talað var við mig á sínum tíma þá rann manni blóðið til skyldunnar. Maður hefur ekki alltaf verið í þeirri stöðu að geta svarað kallinu þegar að það hefur komið frá KR. En staðan er svona núna og þá er mér bæði skylt og ljúft að svara kallinu og reyna að hjálpa til.“ Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira
Starf Óskars verður meira skrifstofubundið og hann mun „veita þjálfurum og starfsmönnum deildarinnar faglega ráðgjöf og vinna að endurskipulagningu deildarinnar.” „Ég er bara að koma þarna inn að hjálpa til,“ segir KR-ingurinn Óskar Hrafn í samtali við Vísi. „Að styðja við bakið á þeim sem eru þarna fyrir. Hvort sem að það er hjá meistaraflokki karla, meistaraflokki kvenna eða yngri flokkunum. Svo sjáum við hvernig þetta þróast.“ Tíðindin koma á tímapunkti þar sem mikið hefur verið rætt og ritað um þjálfarastöðuna hjá karlaliði KR. Allt frá því að Óskar Hrafn sagði upp störfum hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Haugesund fóru af stað sögusagnir um að hann gæti tekið við þjálfarastöðunni hjá KR af Gregg Ryder sem var ráðinn inn fyrir tímabilið. Ekki fór minna fyrir þeim sögusögnum þegar Óskar Hrafn fór að mæta á leiki hjá KR. Óréttlátt og ekki gott Óskar segir þessar sögusagnir ekki hafa snert sig eitthvað sérstaklega. „Það var alveg ljóst að Gregg Ryder er mannlegur maður og þessar sögusagnir hafa ábyggilega snert hann. Mögulega sett aukna pressu á hann. Það er óréttlátt og ekki gott. Það hefur aldrei komið til tals hjá mér eða einhverjum öðrum að ég taki við KR liðinu. Gregg Ryder var ráðinn þarna. Menn hafa fulla trú á honum. Það var aldrei í myndinni. Ég er náttúrulega bara KR-ingur. Bý þarna þrjátíu metrum frá KR-vellinum og það væri skrítið ef að ég færi ekki á leiki hjá liðinu mínu. Það er ekkert til í þessu annað en að menn hafa gaman af því að blanda saman einhverri rökréttri blaðamennsku og svo skapandi skrifum. Sem við þekkjum svo vel úr fjölmiðlabransanum.“ Ekki rætt við Ryder Óskar hefur ekki rætt við Ryder sjálfan um þessi nýjustu tíðindi. Að hann stígi þarna inn í starf hjá knattspyrnudeild KR. Heldurðu að þetta sé ekki smá óþægileg staða fyrir hann? „Ég veit það ekki. Ég er ekki búinn að tala við hann en geri nú ráð fyrir því að aðrir menn innan félagsins hafi gert það. Ég á ekki von á því. Ég er ekki ógn við Gregg Ryder og hef því enga trú á því að hann líti á það þannig.“ Gregg Ryder, þjálfari KR og Pálmi Rafn PálmasonVísir/Anton Brink „Allir í félaginu átta sig á því að hver sem kemur þarna inn er með það eitt að leiðarljósi að óska þess besta fyrir KR. Félagið snýst um miklu meira en bara einstaka manneskjur. Hvort sem um ræðir mig eða einhvern annan. Það er summa vinnunnar sem fólk leggur á sig sem gerir félagið öflugt.“ Óskar Hrafn, sem hefur reynslu úr þjálfun liða í efstu deild og gerði lið Breiðabliks að Íslandsmeisturum árið 2022, á ekki von á því að vera á hliðarlínunni í leikjum hjá KR á næstunni. „Ég held að það yrði fljótt skrýtið ef að ég færi á hliðarlínuna. Nei, ég sé ekki fyrir mér að verða eitthvað á hliðarlínunni. Við erum með þjálfara í því. Þeir eru fullfærir um að sjá um það. En að einhverju leiti, alla daga, mun ég styðja við bakið á þeim.“ Hann er spenntur fyrir því að taka til starfa hjá félaginu sem hann samsvarar sig hvað mest við. „Það er alltaf gaman að vinna fyrir KR. Þegar að talað var við mig á sínum tíma þá rann manni blóðið til skyldunnar. Maður hefur ekki alltaf verið í þeirri stöðu að geta svarað kallinu þegar að það hefur komið frá KR. En staðan er svona núna og þá er mér bæði skylt og ljúft að svara kallinu og reyna að hjálpa til.“
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Sjá meira