Utan vallar: Þeim er ekki sama núna Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júní 2024 15:09 Phil Foden var líkt og aðrir enskir niðurlútur í leikslok. Getty Englendingum gæti vart virst meira sama um æfingaleik liðsins við Ísland í aðdragandanum. Leikurinn var formsatriði og aðrir hlutir skiptu meira máli. Það er ekki svo í dag. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam Einn eða tveir breskir blaðamenn mættu á blaðamannafund Íslands fyrir leik og allt snerist um EM-hóp enska liðsins. Það var troðið út úr dyrum á blaðamannafundi Gareth Southgate síðar sama dag og á hálftíma löngum fundi var ekki einu orði minnst á Ísland. Southgate og Rice sögðust að vísu meðvitaðir um hættur sem stafaði af íslenska liðinu. Þetta yrði erfiður leikur en ég viðurkenni að ég trúði þeim tæplega. Þeim bar skylda til að segja þetta og sigurvonin var hvorki mikil hjá mér né öðrum íslenskum blaðamönnum. Enskir stuðningsmenn voru gríðar sigurvissir fyrir leik, líkt og fram kom í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Ekkert annað en sigur, og stór sigur kom til greina, svo menn færu nú örugglega hressir á Evrópumótið. Það kom því skemmtilega á óvart þegar íslenska liðið komst yfir í gær og ekki síður að sjá spilamennskuna. Hversu öruggir menn voru, hvort sem er varnarlega eða sóknarlega. Spilandi út frá marki gegn enskri pressu með 90 þúsund manns á bakinu. Ég var í Nice fyrir átta árum þegar við unnum England í eina skiptið fram að gærkvöldinu og get vart komið í orð stressinu. Það fylgdi ef til vill stærð þess leiks, í 16-liða úrslitum á EM, en ég fann ekki sama stress á leiknum í gær. Þetta var allt svo öruggt, enskir stuðningsmenn yfirgáfu stúkuna snemma og uppgjafartónn í mönnum gegn vel skipulögðu íslensku liði sem leit út eins og það hefði aldrei gert neitt annað en að vinna England á Wembley. Þá sá maður enska blaðamenn, sem höfðu verið afar léttir fyrir leik, sökkva neðar í sæti sín og hamra sífellt fastar á lyklaborðin. Fyrsta skipti síðan 1968 sem England tapar síðasta leik fyrir stórmót og hefur mögulega áhrif á það mat veðbanka að Tjallarnir séu líklegastir allra til að vinna mótið. Versta mögulega leiðin til að enda undirbúning fyrir stórmót.Guardian Bresku pressunni er í það minnsta ekki sama um þennan leik við Ísland lengur, formsatriðið sem hann átti að vera. Íslenska liðið getur sannarlega borið höfuðið hátt og gat leyft sér að fagna í gær en það sló mann einnig hversu jarðbundnir menn voru í viðtölum eftir leik. Margir nefndu Úkraínuleikinn síðasta – þau vonbrigði eru ekki gleymd – og fóru strax að tala um næstu verkefni. Vegferðin heldur áfram og landsliðsmennirnir ætla sér ekki að dvelja við þetta. Flug yfir til Hollands í dag og annað geggjað verkefni fram undan. Holland – Ísland á De Kuip í Rotterdam á mánudagskvöldið kemur. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Utan vallar Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Rotterdam Einn eða tveir breskir blaðamenn mættu á blaðamannafund Íslands fyrir leik og allt snerist um EM-hóp enska liðsins. Það var troðið út úr dyrum á blaðamannafundi Gareth Southgate síðar sama dag og á hálftíma löngum fundi var ekki einu orði minnst á Ísland. Southgate og Rice sögðust að vísu meðvitaðir um hættur sem stafaði af íslenska liðinu. Þetta yrði erfiður leikur en ég viðurkenni að ég trúði þeim tæplega. Þeim bar skylda til að segja þetta og sigurvonin var hvorki mikil hjá mér né öðrum íslenskum blaðamönnum. Enskir stuðningsmenn voru gríðar sigurvissir fyrir leik, líkt og fram kom í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Ekkert annað en sigur, og stór sigur kom til greina, svo menn færu nú örugglega hressir á Evrópumótið. Það kom því skemmtilega á óvart þegar íslenska liðið komst yfir í gær og ekki síður að sjá spilamennskuna. Hversu öruggir menn voru, hvort sem er varnarlega eða sóknarlega. Spilandi út frá marki gegn enskri pressu með 90 þúsund manns á bakinu. Ég var í Nice fyrir átta árum þegar við unnum England í eina skiptið fram að gærkvöldinu og get vart komið í orð stressinu. Það fylgdi ef til vill stærð þess leiks, í 16-liða úrslitum á EM, en ég fann ekki sama stress á leiknum í gær. Þetta var allt svo öruggt, enskir stuðningsmenn yfirgáfu stúkuna snemma og uppgjafartónn í mönnum gegn vel skipulögðu íslensku liði sem leit út eins og það hefði aldrei gert neitt annað en að vinna England á Wembley. Þá sá maður enska blaðamenn, sem höfðu verið afar léttir fyrir leik, sökkva neðar í sæti sín og hamra sífellt fastar á lyklaborðin. Fyrsta skipti síðan 1968 sem England tapar síðasta leik fyrir stórmót og hefur mögulega áhrif á það mat veðbanka að Tjallarnir séu líklegastir allra til að vinna mótið. Versta mögulega leiðin til að enda undirbúning fyrir stórmót.Guardian Bresku pressunni er í það minnsta ekki sama um þennan leik við Ísland lengur, formsatriðið sem hann átti að vera. Íslenska liðið getur sannarlega borið höfuðið hátt og gat leyft sér að fagna í gær en það sló mann einnig hversu jarðbundnir menn voru í viðtölum eftir leik. Margir nefndu Úkraínuleikinn síðasta – þau vonbrigði eru ekki gleymd – og fóru strax að tala um næstu verkefni. Vegferðin heldur áfram og landsliðsmennirnir ætla sér ekki að dvelja við þetta. Flug yfir til Hollands í dag og annað geggjað verkefni fram undan. Holland – Ísland á De Kuip í Rotterdam á mánudagskvöldið kemur.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Utan vallar Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira