„Verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 14:16 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Vísir/Einar Maðurinn sem réðist á Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur í miðborg Kaupmannahafnar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Utanríkisráðherra Íslands segir uppákomuna alvarlega. Árás á lýðræðislega kjörna fulltrúa sé árás á lýðræðið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara upp úr klukkan eitt í dag að staðartíma í Kaupmannahöfn, þar sem dómari úrskurðaði hann í tólf daga gæsluvarðhald. Fram kom fyrir héraðsdómi í Frederiksberg að maðurinn hafi kýlt forsætisráðherrann með krepptum hnefa í hægri upphandlegg meðþeim afleiðingum að hún missti jafnvægi. Dómari sagði ákvörðun sína byggja áþví aðætla mætti að maðurinn hafi vitað vel hver Mette Frederiksen er, og hafi vís vitandi ráðist að henni. Þá taldi dómari hættu á að maðurinn myndi flýja land, þar sem hann hafi ekki tengsl við Danmörku, en notast var við aðstoð túlks fyrir dómi, að því er fram kemur í frétt Danska ríkisútvarpsins. Meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem sent hafa forsætisráðherranum danska kveðju er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, og það gerði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra einnig. „Þetta er auðvitað alvarlegur atburður og aðalmálið er ekki stig ofbeldisins heldur eðli ofbeldisins og ég held að það sé alveg ljóst að það er aldrei góður fyrirboði þegar það eykst árásir og ofbeldi á lýðræðislega kjörna fulltrúa af því það er í eðli sínu verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Heldur þú að öryggi ráðamanna hér á landi sé nægilega vel tryggt? „Það er auðvitað lögreglunnar að meta hverju sinni og ég veit að hún gerir það í sífellu og það fer þá eftir aðstæðum. Við höfum auðvitað notið þess að geta verið hér tiltölulega frjáls, en það er ákveðin breyting þar á. En ég vona svo sannarlega að við sjáum ekki mál hér þróast í þá áttina. En það er lögreglunnar að meta og ég treysti henni til þess,“ segir Þórdís. Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira
Maðurinn var leiddur fyrir dómara upp úr klukkan eitt í dag að staðartíma í Kaupmannahöfn, þar sem dómari úrskurðaði hann í tólf daga gæsluvarðhald. Fram kom fyrir héraðsdómi í Frederiksberg að maðurinn hafi kýlt forsætisráðherrann með krepptum hnefa í hægri upphandlegg meðþeim afleiðingum að hún missti jafnvægi. Dómari sagði ákvörðun sína byggja áþví aðætla mætti að maðurinn hafi vitað vel hver Mette Frederiksen er, og hafi vís vitandi ráðist að henni. Þá taldi dómari hættu á að maðurinn myndi flýja land, þar sem hann hafi ekki tengsl við Danmörku, en notast var við aðstoð túlks fyrir dómi, að því er fram kemur í frétt Danska ríkisútvarpsins. Meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem sent hafa forsætisráðherranum danska kveðju er Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, og það gerði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra einnig. „Þetta er auðvitað alvarlegur atburður og aðalmálið er ekki stig ofbeldisins heldur eðli ofbeldisins og ég held að það sé alveg ljóst að það er aldrei góður fyrirboði þegar það eykst árásir og ofbeldi á lýðræðislega kjörna fulltrúa af því það er í eðli sínu verið að ráðast á lýðræðið og boðar aldrei gott,“ segir Þórdís í samtali við fréttastofu. Heldur þú að öryggi ráðamanna hér á landi sé nægilega vel tryggt? „Það er auðvitað lögreglunnar að meta hverju sinni og ég veit að hún gerir það í sífellu og það fer þá eftir aðstæðum. Við höfum auðvitað notið þess að geta verið hér tiltölulega frjáls, en það er ákveðin breyting þar á. En ég vona svo sannarlega að við sjáum ekki mál hér þróast í þá áttina. En það er lögreglunnar að meta og ég treysti henni til þess,“ segir Þórdís.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Sjá meira