Siggi stormur stendur við spána Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 07:58 Siggi stormur segist þurfa að bíta í það súra epli að júnímánuðir eins og hann leit út í spánum fyrir mánuði sé engan vegin á pari við það sem spárnar segi til um nú. Vísir/Vilhelm Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. Rætt var við veðurfræðinginn Sigurð Þ. Ragnarson, betur þekktan sem Sigga storm, í Reykjavík síðdegis í gær. Þar var hann ynntur eftir viðbrögðum við ummælum sínum frá því í apríl þar sem hann sagði einstaka veðurblíðu framundan og lofaði sólríku, hlýju og þurru sumri. Eins og allir hafa orðið varir við hefur sú spá ekki staðist heldur hefur mjög óvenjuleg kuldatíð herjað á landann síðustu daga, ekki síst fyrir norðan. „Ég stend við spána per se,“ segir Siggi og bendir á að forsendur hafi breyst. Við vissum ekki að við værum að fá yfir okkur norður heimskautsloft hér í júníbyrjun með þeim ósköpum sem hafa dunið yfir. „Það er nú bara einusinni þannig í veðurfræðinni að spár geta klikkað þó í nærtíma væri en heilt sumar.“ Lægðin á leið til Noregs Siggi segir að fyrir viku hafi honum brugðið yfir því hvernig spárnar litu út. „Þetta hret sem er búið að vera í gangi núna, við megum ekki gleyma því að þetta er ekkert annað en heimskautavetur sem lægðin náði í.“ Hins vegar sé það svo að um miðja vikuna fari þessi lægð loks yfir til Noregs og sjái um að kæla Norðmenn niður. „En við fáum aftur á móti hæðarsvæði sem gerir það að verkum að við fáum suðrænt loft og mun hlýrra veður. Það gæti farið í 18, 19 stig fyrir norðan. En það er ekki fyrr en á miðvikudag, fimmtudag. Syðra verður líka miklu hlýrra, 10-15 stig og ágætis veður. Vindur hægur, verður orðið vindlaust meira og minna í næstu viku þó það lægi strax á morgun.“ Júní sé því miður ekki mjög hagstæður veðurlega séð og alvöru hlýindi láti bíða eftir sér. Hann bindur þó miklar vonir við að júlí og ágúst verði sólríkir og að landsmenn geti tekið gleði sína á ný. Besta veðrið um helgina verði á sunnanverðu landinu. Hér er hægt að hlusta á viðtalið í heild. Veður Ferðalög Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Rætt var við veðurfræðinginn Sigurð Þ. Ragnarson, betur þekktan sem Sigga storm, í Reykjavík síðdegis í gær. Þar var hann ynntur eftir viðbrögðum við ummælum sínum frá því í apríl þar sem hann sagði einstaka veðurblíðu framundan og lofaði sólríku, hlýju og þurru sumri. Eins og allir hafa orðið varir við hefur sú spá ekki staðist heldur hefur mjög óvenjuleg kuldatíð herjað á landann síðustu daga, ekki síst fyrir norðan. „Ég stend við spána per se,“ segir Siggi og bendir á að forsendur hafi breyst. Við vissum ekki að við værum að fá yfir okkur norður heimskautsloft hér í júníbyrjun með þeim ósköpum sem hafa dunið yfir. „Það er nú bara einusinni þannig í veðurfræðinni að spár geta klikkað þó í nærtíma væri en heilt sumar.“ Lægðin á leið til Noregs Siggi segir að fyrir viku hafi honum brugðið yfir því hvernig spárnar litu út. „Þetta hret sem er búið að vera í gangi núna, við megum ekki gleyma því að þetta er ekkert annað en heimskautavetur sem lægðin náði í.“ Hins vegar sé það svo að um miðja vikuna fari þessi lægð loks yfir til Noregs og sjái um að kæla Norðmenn niður. „En við fáum aftur á móti hæðarsvæði sem gerir það að verkum að við fáum suðrænt loft og mun hlýrra veður. Það gæti farið í 18, 19 stig fyrir norðan. En það er ekki fyrr en á miðvikudag, fimmtudag. Syðra verður líka miklu hlýrra, 10-15 stig og ágætis veður. Vindur hægur, verður orðið vindlaust meira og minna í næstu viku þó það lægi strax á morgun.“ Júní sé því miður ekki mjög hagstæður veðurlega séð og alvöru hlýindi láti bíða eftir sér. Hann bindur þó miklar vonir við að júlí og ágúst verði sólríkir og að landsmenn geti tekið gleði sína á ný. Besta veðrið um helgina verði á sunnanverðu landinu. Hér er hægt að hlusta á viðtalið í heild.
Veður Ferðalög Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent