Siggi stormur stendur við spána Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 07:58 Siggi stormur segist þurfa að bíta í það súra epli að júnímánuðir eins og hann leit út í spánum fyrir mánuði sé engan vegin á pari við það sem spárnar segi til um nú. Vísir/Vilhelm Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. Rætt var við veðurfræðinginn Sigurð Þ. Ragnarson, betur þekktan sem Sigga storm, í Reykjavík síðdegis í gær. Þar var hann ynntur eftir viðbrögðum við ummælum sínum frá því í apríl þar sem hann sagði einstaka veðurblíðu framundan og lofaði sólríku, hlýju og þurru sumri. Eins og allir hafa orðið varir við hefur sú spá ekki staðist heldur hefur mjög óvenjuleg kuldatíð herjað á landann síðustu daga, ekki síst fyrir norðan. „Ég stend við spána per se,“ segir Siggi og bendir á að forsendur hafi breyst. Við vissum ekki að við værum að fá yfir okkur norður heimskautsloft hér í júníbyrjun með þeim ósköpum sem hafa dunið yfir. „Það er nú bara einusinni þannig í veðurfræðinni að spár geta klikkað þó í nærtíma væri en heilt sumar.“ Lægðin á leið til Noregs Siggi segir að fyrir viku hafi honum brugðið yfir því hvernig spárnar litu út. „Þetta hret sem er búið að vera í gangi núna, við megum ekki gleyma því að þetta er ekkert annað en heimskautavetur sem lægðin náði í.“ Hins vegar sé það svo að um miðja vikuna fari þessi lægð loks yfir til Noregs og sjái um að kæla Norðmenn niður. „En við fáum aftur á móti hæðarsvæði sem gerir það að verkum að við fáum suðrænt loft og mun hlýrra veður. Það gæti farið í 18, 19 stig fyrir norðan. En það er ekki fyrr en á miðvikudag, fimmtudag. Syðra verður líka miklu hlýrra, 10-15 stig og ágætis veður. Vindur hægur, verður orðið vindlaust meira og minna í næstu viku þó það lægi strax á morgun.“ Júní sé því miður ekki mjög hagstæður veðurlega séð og alvöru hlýindi láti bíða eftir sér. Hann bindur þó miklar vonir við að júlí og ágúst verði sólríkir og að landsmenn geti tekið gleði sína á ný. Besta veðrið um helgina verði á sunnanverðu landinu. Hér er hægt að hlusta á viðtalið í heild. Veður Ferðalög Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Rætt var við veðurfræðinginn Sigurð Þ. Ragnarson, betur þekktan sem Sigga storm, í Reykjavík síðdegis í gær. Þar var hann ynntur eftir viðbrögðum við ummælum sínum frá því í apríl þar sem hann sagði einstaka veðurblíðu framundan og lofaði sólríku, hlýju og þurru sumri. Eins og allir hafa orðið varir við hefur sú spá ekki staðist heldur hefur mjög óvenjuleg kuldatíð herjað á landann síðustu daga, ekki síst fyrir norðan. „Ég stend við spána per se,“ segir Siggi og bendir á að forsendur hafi breyst. Við vissum ekki að við værum að fá yfir okkur norður heimskautsloft hér í júníbyrjun með þeim ósköpum sem hafa dunið yfir. „Það er nú bara einusinni þannig í veðurfræðinni að spár geta klikkað þó í nærtíma væri en heilt sumar.“ Lægðin á leið til Noregs Siggi segir að fyrir viku hafi honum brugðið yfir því hvernig spárnar litu út. „Þetta hret sem er búið að vera í gangi núna, við megum ekki gleyma því að þetta er ekkert annað en heimskautavetur sem lægðin náði í.“ Hins vegar sé það svo að um miðja vikuna fari þessi lægð loks yfir til Noregs og sjái um að kæla Norðmenn niður. „En við fáum aftur á móti hæðarsvæði sem gerir það að verkum að við fáum suðrænt loft og mun hlýrra veður. Það gæti farið í 18, 19 stig fyrir norðan. En það er ekki fyrr en á miðvikudag, fimmtudag. Syðra verður líka miklu hlýrra, 10-15 stig og ágætis veður. Vindur hægur, verður orðið vindlaust meira og minna í næstu viku þó það lægi strax á morgun.“ Júní sé því miður ekki mjög hagstæður veðurlega séð og alvöru hlýindi láti bíða eftir sér. Hann bindur þó miklar vonir við að júlí og ágúst verði sólríkir og að landsmenn geti tekið gleði sína á ný. Besta veðrið um helgina verði á sunnanverðu landinu. Hér er hægt að hlusta á viðtalið í heild.
Veður Ferðalög Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Koma upp viðbragðshóp vegna áhrifa kuldakastsins Settur hefur verið á laggirnar sérstakur viðbragðshópur á vegum stjórnvalda vegna erfiðleika sem skapast hafa í landbúnaði vegna kuldatíðar undanfarið. Í honum sitja fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættana á Norðurlandi vestra og eystra. 7. júní 2024 14:21