Augljóslega þurfi að aðstoða bændur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2024 12:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra í apríl í ráðherrakapal vegna brotthvarfs Katrínar Jakobsdóttur úr stóli forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Matvælaráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að grípa inn í aðstæður bænda sem nú berjast margir í bökkum vegna kuldatíðar. Veita þurfi þeim stuðning með einhverjum hætti í gegnum bjargráðasjóð. Óvenjuleg kuldatíð hefur verið á Norðurlandi þar sem ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi og snjóþungi víða. Bændur þreyttir Veðurfarið hefur víðtæk áhrif á bændur að sögn formanns bændasamtakanna sem segir ræktarlönd í ákveðinni hættu auk þess sem búpeningur hefur það skítt í óveðrinu. „Það eru allir að gera allt sem þeir geta til að lágmarka tjón og skaða sem verður af þessu en þetta er bara svo fordæmalaust veður sem er að ganga yfir að aðstæður eru orðnar mjög erfiðar og krefjandi, langvinnar og bændur eru einfaldlega orðnir mjög þreyttir,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson hefur áhyggjur af bændum, ræktarlandi og gripum í kuldanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir ómögulegt að segja til um umfang tjónsins og áhrif ótíðarinnar sem verði ekki ljós fyrr en síðar í sumar. Matvælaráðherra tók aðstæður bænda fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Bæði vegna kaltjónsins sem orðið er og verið er að reyna að ná utan um þar sem augljóslega þarf að grípa inn í í gegnum bjargráðasjóð, það held ég að liggi alveg fyrir,“ segir Bjarkey Olsen. Matvælaráðuneytið, Bændasamtökin, Almannavarnir og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins settu í gær á fót starfshóp sem ætlað er að meta tjón bænda og taka utan um aðstæður þeirra. „Þannig að við reynum að grípa utan um fólkið sem á mjög erfiðan tíma núna ekki síst vegna vetrarhörkunnar. Nýkomið úr sauðburði og annað slíkt þannig fólk er dálítið uppgefið og mér finnst tilhlýðilegt að við reynum að grípa utan um þau. Vinnuhópurinn er að funda akkúrat núna á meðan við erum að tala saman.“ Trausti hvetur bændur til að leita sér aðstoðar þurfi þeir á henni að halda eða viti um einhvern í vanda. „Það er 112 og viðbragð fer í gang hjá Almannavörnum.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn Sjá meira
Óvenjuleg kuldatíð hefur verið á Norðurlandi þar sem ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi og snjóþungi víða. Bændur þreyttir Veðurfarið hefur víðtæk áhrif á bændur að sögn formanns bændasamtakanna sem segir ræktarlönd í ákveðinni hættu auk þess sem búpeningur hefur það skítt í óveðrinu. „Það eru allir að gera allt sem þeir geta til að lágmarka tjón og skaða sem verður af þessu en þetta er bara svo fordæmalaust veður sem er að ganga yfir að aðstæður eru orðnar mjög erfiðar og krefjandi, langvinnar og bændur eru einfaldlega orðnir mjög þreyttir,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson hefur áhyggjur af bændum, ræktarlandi og gripum í kuldanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir ómögulegt að segja til um umfang tjónsins og áhrif ótíðarinnar sem verði ekki ljós fyrr en síðar í sumar. Matvælaráðherra tók aðstæður bænda fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Bæði vegna kaltjónsins sem orðið er og verið er að reyna að ná utan um þar sem augljóslega þarf að grípa inn í í gegnum bjargráðasjóð, það held ég að liggi alveg fyrir,“ segir Bjarkey Olsen. Matvælaráðuneytið, Bændasamtökin, Almannavarnir og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins settu í gær á fót starfshóp sem ætlað er að meta tjón bænda og taka utan um aðstæður þeirra. „Þannig að við reynum að grípa utan um fólkið sem á mjög erfiðan tíma núna ekki síst vegna vetrarhörkunnar. Nýkomið úr sauðburði og annað slíkt þannig fólk er dálítið uppgefið og mér finnst tilhlýðilegt að við reynum að grípa utan um þau. Vinnuhópurinn er að funda akkúrat núna á meðan við erum að tala saman.“ Trausti hvetur bændur til að leita sér aðstoðar þurfi þeir á henni að halda eða viti um einhvern í vanda. „Það er 112 og viðbragð fer í gang hjá Almannavörnum.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn Sjá meira
Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25
Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33