Ása Laufey skipuð prestur í Háteigskirkju Árni Sæberg skrifar 7. júní 2024 11:40 Ása Laufey færir sig úr Breiðholtinu á Háteigsveginn. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir, prestur innflytjenda, hefur verið skipuð prestur í Háteigskirkju. Í fréttatilkynningu segir að biskup Íslands hafi nýlega óskað eftir til þjónustu við Háteigsprestakall, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Umsóknarfrestur hafi runnið út 14 maí síðastliðinn. Valnefnd hafi kosið séra Ásu Laufeyju til þjónustunnar. Prestakallið er ein sókn, Háteigssókn, sem sé víðfeðm sókn með um 12.500 íbúa. Sóknarmörk fylgja helstu stofnbrautum í Hlíðunum og Holtunum. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir er fædd árið 1979 á Siglufirði og ólst síðar upp í Breiðholti og vesturbæ Reykjavíkur. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 2000 og mag. theol gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 2013. Sr. Ása Laufey lauk framhaldsmenntun í sálgæslu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2020 og MA prófi í guðfræði árið 2022. Sr. Ása Laufey starfaði sem fræðslufulltrúi og prestur íslenska safnaðarins í Noregi frá árinu 2014 til ársins 2017. Hún var vígð 22. febrúar árið 2015 til íslensku kirkjunnar í Noregi. Hún starfaði síðar sem æskulýðsprestur í Neskirkju og sem héraðsprestur um nokkurt skeið í afleysingum og hafði þá aðsetur í Háteigskirkju. Sr. Ása Laufey hefur síðustu þrjú ár þjónað sem annar prestur innflytjenda og haft aðsetur í Breiðholtskirkju. Eiginmaður sr. Ásu Laufeyjar er Andrés Jónsson, stjórnendaráðgjafi og stofnandi Góðra samskipta. Þau eiga eina dóttur, Lóu Bjarkar. Þá segir í tilkynningu að afi Ásu Laufeyjar, sr. Árelíus Níelsson, hafi þjónað sem prestur víða um land, síðast í Langholtskirkju í Reykjavík. Sr. Árelíus hafi þótt sérlega afkastamikið skáld og verið mikill forgöngumaður í æskulýðsstarfi og starfi með fólki með vímuefnavanda. Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að biskup Íslands hafi nýlega óskað eftir til þjónustu við Háteigsprestakall, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Umsóknarfrestur hafi runnið út 14 maí síðastliðinn. Valnefnd hafi kosið séra Ásu Laufeyju til þjónustunnar. Prestakallið er ein sókn, Háteigssókn, sem sé víðfeðm sókn með um 12.500 íbúa. Sóknarmörk fylgja helstu stofnbrautum í Hlíðunum og Holtunum. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir er fædd árið 1979 á Siglufirði og ólst síðar upp í Breiðholti og vesturbæ Reykjavíkur. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 2000 og mag. theol gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 2013. Sr. Ása Laufey lauk framhaldsmenntun í sálgæslu hjá Endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2020 og MA prófi í guðfræði árið 2022. Sr. Ása Laufey starfaði sem fræðslufulltrúi og prestur íslenska safnaðarins í Noregi frá árinu 2014 til ársins 2017. Hún var vígð 22. febrúar árið 2015 til íslensku kirkjunnar í Noregi. Hún starfaði síðar sem æskulýðsprestur í Neskirkju og sem héraðsprestur um nokkurt skeið í afleysingum og hafði þá aðsetur í Háteigskirkju. Sr. Ása Laufey hefur síðustu þrjú ár þjónað sem annar prestur innflytjenda og haft aðsetur í Breiðholtskirkju. Eiginmaður sr. Ásu Laufeyjar er Andrés Jónsson, stjórnendaráðgjafi og stofnandi Góðra samskipta. Þau eiga eina dóttur, Lóu Bjarkar. Þá segir í tilkynningu að afi Ásu Laufeyjar, sr. Árelíus Níelsson, hafi þjónað sem prestur víða um land, síðast í Langholtskirkju í Reykjavík. Sr. Árelíus hafi þótt sérlega afkastamikið skáld og verið mikill forgöngumaður í æskulýðsstarfi og starfi með fólki með vímuefnavanda.
Þjóðkirkjan Reykjavík Vistaskipti Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira