„Ísland var gríðarlega óheppið í umspilinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2024 14:00 Gareth Southgate var tekinn tali á æfingasvæði Tottenham Hotspur í gær. Vísir/Ívar Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er spenntur fyrir leik kvöldsins við Ísland fyrir troðfullum Wembley í Lundúnum. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum England mun í kvöld spila sinn síðasta æfingaleik fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi. Uppselt er á 90 þúsund manna Wembley leikvang í Lundúnum og þar af verða 89.400 trylltir Englendingar. Það er því eðlilegt að Southgate hlakki til. „Alveg klárlega. Þetta er spennandi, það er alltaf sérstakt að spila á Wembley. Síðasti leikur fyrir stórmót, við höfum gert þetta áður og stemningin alltaf góð. Þetta verður góð áskorun. Við vitum að Ísland var gríðarlega óheppið í umspilinu og þeir munu valda okkur vandræðum,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Ísland hefur mætt Englandi 14 sinnum. Að vísu hafa níu þeirra leikja verið gegn B-liði Englands. Ellefu þeirra leikja, gegn A- eða B-liðum Englands, hafa tapast, tveir farið jafntefli og einn unnist. Sigurinn var á stærsta sviðinu. Í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice. Southgate man vel eftir þeim leik. „Ég hafði verið í Frakklandi sem ráðgjafi en var kominn heim að horfa á leikinn. Það var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta. Við höfum gengið langan veg síðan þá og núna erum við að skrifa nýjan kafla,“ segir Southgate. Southgate býst þá við hörkuleik og er meðvitaður um hættur í liði Íslands. „Þeir eru með góða einstaklinga, þó ég viti að það hafi þurft að losa einhverja leikmenn úr hópnum. Í þessum æfingaleikjum höfum við hins vegar reynt að einblína á okkur sjálfa og okkar gildi innan leiksins. Þannig getum við brugðist við því sem andstæðingarnir gera,“ segir Southgate. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum England mun í kvöld spila sinn síðasta æfingaleik fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi. Uppselt er á 90 þúsund manna Wembley leikvang í Lundúnum og þar af verða 89.400 trylltir Englendingar. Það er því eðlilegt að Southgate hlakki til. „Alveg klárlega. Þetta er spennandi, það er alltaf sérstakt að spila á Wembley. Síðasti leikur fyrir stórmót, við höfum gert þetta áður og stemningin alltaf góð. Þetta verður góð áskorun. Við vitum að Ísland var gríðarlega óheppið í umspilinu og þeir munu valda okkur vandræðum,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Ísland hefur mætt Englandi 14 sinnum. Að vísu hafa níu þeirra leikja verið gegn B-liði Englands. Ellefu þeirra leikja, gegn A- eða B-liðum Englands, hafa tapast, tveir farið jafntefli og einn unnist. Sigurinn var á stærsta sviðinu. Í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice. Southgate man vel eftir þeim leik. „Ég hafði verið í Frakklandi sem ráðgjafi en var kominn heim að horfa á leikinn. Það var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta. Við höfum gengið langan veg síðan þá og núna erum við að skrifa nýjan kafla,“ segir Southgate. Southgate býst þá við hörkuleik og er meðvitaður um hættur í liði Íslands. „Þeir eru með góða einstaklinga, þó ég viti að það hafi þurft að losa einhverja leikmenn úr hópnum. Í þessum æfingaleikjum höfum við hins vegar reynt að einblína á okkur sjálfa og okkar gildi innan leiksins. Þannig getum við brugðist við því sem andstæðingarnir gera,“ segir Southgate. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00
Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01
Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01