Þrír í enska hópnum voru í Nice: „Það var sjokk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2024 15:30 Arnór Ingvi (t.v.) verður í hópnum í kvöld. Hann fagnaði vel, líkt og aðrir, í Nice 2016. Getty Þrír standa eftir úr leikmannahópi enska landsliðsins frá frægu tapi liðsins fyrir Íslandi í Nice á EM 2016. Aðrir muna vel eftir tapinu. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Þetta fræga tap Englands, sem gjarnan var líkt við tap fyrir Coventry, enda íbúafjöldi svipaður í ensku borginni á við Ísland, er einnig á meðal fræknari sigra Íslands. Ef ekki sá fræknasti. Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands, spilaði leikinn sem markaði endalok stjóratíðar Roy Hodgson með enska liðið. Kyle Walker spilaði leikinn sömuleiðis og þá var John Stones allan tímann á varamannabekknum. Þetta eru einu þrír leikmenn enska liðsins sem eru á leið á EM í Þýskalandi í sumar. Southgate man vel til þess að hafa horft á leikinn í Nice og átt erfitt kvöld.Vísir/Ívar „Þetta var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta,“ sagði Southgate í samtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld um leikinn 2016. „Það var sjokk,“ sagði Declan Rice, leikmaður enska liðsins, en báðir muna til þess að hafa séð martröð Englands í Nice. Miklar breytingar hafa orðið frá því að Gareth Southgate tók við liðinu af Hodgson í kjölfar þessa taps. Þá hefur Southgate einnig tekið óvæntar og umdeildar ákvarðanir í liðsvali fyrir komandi mót. Raheem Sterling var í leikmannahópnum í Nice og hefur síðan tekið þátt á HM 2018 og 2022 auk EM 2020, en hann var ekki einu sinni í 32 manna æfingahóp Englands fyrir komandi Evrópumót. James Maddison og Jack Grealish heltust úr lestinni í gær og eru ekki í 26 manna hópnum sem heldur til Þýskalands. Líkt og hjá Englendingum eru þrír Íslendingar í leikmannahópnum fyrir leik kvöldsins á Wembley. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason spiluðu leikinn og Sverrir Ingi Ingason sat á varamannabekknum í Nice. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur í opinni dagskrá beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Þetta fræga tap Englands, sem gjarnan var líkt við tap fyrir Coventry, enda íbúafjöldi svipaður í ensku borginni á við Ísland, er einnig á meðal fræknari sigra Íslands. Ef ekki sá fræknasti. Harry Kane, landsliðsfyrirliði Englands, spilaði leikinn sem markaði endalok stjóratíðar Roy Hodgson með enska liðið. Kyle Walker spilaði leikinn sömuleiðis og þá var John Stones allan tímann á varamannabekknum. Þetta eru einu þrír leikmenn enska liðsins sem eru á leið á EM í Þýskalandi í sumar. Southgate man vel til þess að hafa horft á leikinn í Nice og átt erfitt kvöld.Vísir/Ívar „Þetta var erfitt kvöld fyrir enskan fótbolta,“ sagði Southgate í samtali við Stöð 2 Sport í gærkvöld um leikinn 2016. „Það var sjokk,“ sagði Declan Rice, leikmaður enska liðsins, en báðir muna til þess að hafa séð martröð Englands í Nice. Miklar breytingar hafa orðið frá því að Gareth Southgate tók við liðinu af Hodgson í kjölfar þessa taps. Þá hefur Southgate einnig tekið óvæntar og umdeildar ákvarðanir í liðsvali fyrir komandi mót. Raheem Sterling var í leikmannahópnum í Nice og hefur síðan tekið þátt á HM 2018 og 2022 auk EM 2020, en hann var ekki einu sinni í 32 manna æfingahóp Englands fyrir komandi Evrópumót. James Maddison og Jack Grealish heltust úr lestinni í gær og eru ekki í 26 manna hópnum sem heldur til Þýskalands. Líkt og hjá Englendingum eru þrír Íslendingar í leikmannahópnum fyrir leik kvöldsins á Wembley. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingvi Traustason spiluðu leikinn og Sverrir Ingi Ingason sat á varamannabekknum í Nice. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur í opinni dagskrá beint á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45
Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22
Svona var blaðamannafundur Íslands fyrir Englandsleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ fyrir vináttulandsleikinn gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 14:31
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann