Uppselt á leik Englands og Íslands á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2024 07:30 Tómur Wembley er töluvert öðruvísi en uppseldur Wembley. EPA-EFE/ANDY RAIN England mætir Íslandi í síðasta vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram á hinum fornfræga Wembley-leikvangi og er uppselt á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 á dögunum en sá leikur fór fram á St. James‘ Park í Newcastle. Þar má segja að Gareth Southgate, þjálfari Englands, hafi stillt upp hálfgerðu B-liði en talið er að nær allar stjörnur liðsins verði með gegn Íslandi. Á sama tíma er talsvert um forföll í íslenska liðinu. Ásamt því að mæta Kyle Walker, Declan Rice, Jude Bellingham, Phil Foden, Bukayo Saka, Harry Kane og öllum hinum þá þurfa strákarnir okkar að glíma við troðfullan Wembley en uppselt er á leikinn sem fram fer á morgun, föstudag. Um er að ræða einn frægasta leikvang sögunnar en gríðarlegar endurbætur voru gerðar á honum fyrr á þessari öld og tekur hann nú 90 þúsund manns í sæti. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór nýverið fram á vellinum en þar vann Real Madríd 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Fótbolt.net greindi frá því að alls verði 600 Íslendingar á leiknum og vonandi sitja þau öll saman svo þau geti reynt að láta í sér heyra gegn þeim 89.400 Englendingum sem verða á vellinum. Friday's pre-#EURO2024 fixture against Iceland at @wembleystadium has now sold out.Thank you for your excellent support! 👏 pic.twitter.com/7ZiqFl15LS— England (@England) June 2, 2024 England mætir Íslandi á föstudag, 7. júní, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og leikurinn hálftíma síðar kl. 18.45. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira
England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 á dögunum en sá leikur fór fram á St. James‘ Park í Newcastle. Þar má segja að Gareth Southgate, þjálfari Englands, hafi stillt upp hálfgerðu B-liði en talið er að nær allar stjörnur liðsins verði með gegn Íslandi. Á sama tíma er talsvert um forföll í íslenska liðinu. Ásamt því að mæta Kyle Walker, Declan Rice, Jude Bellingham, Phil Foden, Bukayo Saka, Harry Kane og öllum hinum þá þurfa strákarnir okkar að glíma við troðfullan Wembley en uppselt er á leikinn sem fram fer á morgun, föstudag. Um er að ræða einn frægasta leikvang sögunnar en gríðarlegar endurbætur voru gerðar á honum fyrr á þessari öld og tekur hann nú 90 þúsund manns í sæti. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór nýverið fram á vellinum en þar vann Real Madríd 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Fótbolt.net greindi frá því að alls verði 600 Íslendingar á leiknum og vonandi sitja þau öll saman svo þau geti reynt að láta í sér heyra gegn þeim 89.400 Englendingum sem verða á vellinum. Friday's pre-#EURO2024 fixture against Iceland at @wembleystadium has now sold out.Thank you for your excellent support! 👏 pic.twitter.com/7ZiqFl15LS— England (@England) June 2, 2024 England mætir Íslandi á föstudag, 7. júní, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og leikurinn hálftíma síðar kl. 18.45.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Myndir frá endalokum Íslands á EM Körfubolti Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Handbolti „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Íslenski boltinn Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fótbolti EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Körfubolti Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Handbolti Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Íslenski boltinn Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Sjá meira