Halla Hrund: „Þetta ferðalag mun binda okkur saman út ævina“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júní 2024 22:07 Halla Hrund í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur. Vísir/Viktor Freyr Halla Hrund Logadóttir ávarpaði stuðningsmenn sína í kosningapartýi sínu í Björtuloftum í Hörpu í kvöld og þakkaði þeim fyrir 55 daga ferðalag sem hún sagði að myndi binda þau saman út ævina. Halla hvatti stuðningsmennina til að fara bjartsýnir inn í kvöldið í aðdraganda fyrstu talna. „Kæru vinir, mikið er ótrúlega gaman að sjá ykkur svona mörg hérna í kvöld. Ég verð bara að segja: Vá, þvílíka ferðalagið! Við erum búin að vera að núna, vitiði í hvað marga daga? Í 55 daga!,“ sagði Halla Hrund meðal annars. Vinir og fjölskylda orðnir að stórri hreyfingu Halla Hrund sagði fjölskyldu hennar og nokkra vini hafa hafið kosningabaráttuna. Á stuttum tíma hefði hópurinn vaxið í stóra hreyfingu. „Við erum búin að vera hundruð manna að taka þátt í þessari kosningabaráttu um allt land og ég verð bara að segja, ég hef nú talað um það hvað frændgarðurinn hefur stækkað, en það er bara þessi vinabönd og þessi hópur sem hefur verið að vinna að þessari kosningabaráttu, ég veit að hér hefur fæðst eitthvað alveg ótrúlega sérstakt.“ Hún sagðist handviss um að ferðalagið muni binda hópinn saman út ævina. Orðin séu til vinabönd og tengsl sem séu akkúrat í anda kosningabaráttu hennar og sagði hún hópinn vera að efla seigluna og gleðina, við mikil fagnaðarlæti. „Þetta er óvissuferð eins og við erum búin að vera í, við erum búin að vera í óvissuferð en við erum stödd hérna í Björtuloftum og hugsiði ykkur, það er strax farið að birta til. Og við förum með bjartsýni og gleði inn í þetta kvöld og ætlum að einbeita okkur að því að eiga góða stund saman. Þannig að kæru vinir, skál fyrir góðu kvöldi.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
„Kæru vinir, mikið er ótrúlega gaman að sjá ykkur svona mörg hérna í kvöld. Ég verð bara að segja: Vá, þvílíka ferðalagið! Við erum búin að vera að núna, vitiði í hvað marga daga? Í 55 daga!,“ sagði Halla Hrund meðal annars. Vinir og fjölskylda orðnir að stórri hreyfingu Halla Hrund sagði fjölskyldu hennar og nokkra vini hafa hafið kosningabaráttuna. Á stuttum tíma hefði hópurinn vaxið í stóra hreyfingu. „Við erum búin að vera hundruð manna að taka þátt í þessari kosningabaráttu um allt land og ég verð bara að segja, ég hef nú talað um það hvað frændgarðurinn hefur stækkað, en það er bara þessi vinabönd og þessi hópur sem hefur verið að vinna að þessari kosningabaráttu, ég veit að hér hefur fæðst eitthvað alveg ótrúlega sérstakt.“ Hún sagðist handviss um að ferðalagið muni binda hópinn saman út ævina. Orðin séu til vinabönd og tengsl sem séu akkúrat í anda kosningabaráttu hennar og sagði hún hópinn vera að efla seigluna og gleðina, við mikil fagnaðarlæti. „Þetta er óvissuferð eins og við erum búin að vera í, við erum búin að vera í óvissuferð en við erum stödd hérna í Björtuloftum og hugsiði ykkur, það er strax farið að birta til. Og við förum með bjartsýni og gleði inn í þetta kvöld og ætlum að einbeita okkur að því að eiga góða stund saman. Þannig að kæru vinir, skál fyrir góðu kvöldi.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira