Halla Hrund: „Þetta ferðalag mun binda okkur saman út ævina“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. júní 2024 22:07 Halla Hrund í viðtali við Margréti Helgu Erlingsdóttur. Vísir/Viktor Freyr Halla Hrund Logadóttir ávarpaði stuðningsmenn sína í kosningapartýi sínu í Björtuloftum í Hörpu í kvöld og þakkaði þeim fyrir 55 daga ferðalag sem hún sagði að myndi binda þau saman út ævina. Halla hvatti stuðningsmennina til að fara bjartsýnir inn í kvöldið í aðdraganda fyrstu talna. „Kæru vinir, mikið er ótrúlega gaman að sjá ykkur svona mörg hérna í kvöld. Ég verð bara að segja: Vá, þvílíka ferðalagið! Við erum búin að vera að núna, vitiði í hvað marga daga? Í 55 daga!,“ sagði Halla Hrund meðal annars. Vinir og fjölskylda orðnir að stórri hreyfingu Halla Hrund sagði fjölskyldu hennar og nokkra vini hafa hafið kosningabaráttuna. Á stuttum tíma hefði hópurinn vaxið í stóra hreyfingu. „Við erum búin að vera hundruð manna að taka þátt í þessari kosningabaráttu um allt land og ég verð bara að segja, ég hef nú talað um það hvað frændgarðurinn hefur stækkað, en það er bara þessi vinabönd og þessi hópur sem hefur verið að vinna að þessari kosningabaráttu, ég veit að hér hefur fæðst eitthvað alveg ótrúlega sérstakt.“ Hún sagðist handviss um að ferðalagið muni binda hópinn saman út ævina. Orðin séu til vinabönd og tengsl sem séu akkúrat í anda kosningabaráttu hennar og sagði hún hópinn vera að efla seigluna og gleðina, við mikil fagnaðarlæti. „Þetta er óvissuferð eins og við erum búin að vera í, við erum búin að vera í óvissuferð en við erum stödd hérna í Björtuloftum og hugsiði ykkur, það er strax farið að birta til. Og við förum með bjartsýni og gleði inn í þetta kvöld og ætlum að einbeita okkur að því að eiga góða stund saman. Þannig að kæru vinir, skál fyrir góðu kvöldi.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
„Kæru vinir, mikið er ótrúlega gaman að sjá ykkur svona mörg hérna í kvöld. Ég verð bara að segja: Vá, þvílíka ferðalagið! Við erum búin að vera að núna, vitiði í hvað marga daga? Í 55 daga!,“ sagði Halla Hrund meðal annars. Vinir og fjölskylda orðnir að stórri hreyfingu Halla Hrund sagði fjölskyldu hennar og nokkra vini hafa hafið kosningabaráttuna. Á stuttum tíma hefði hópurinn vaxið í stóra hreyfingu. „Við erum búin að vera hundruð manna að taka þátt í þessari kosningabaráttu um allt land og ég verð bara að segja, ég hef nú talað um það hvað frændgarðurinn hefur stækkað, en það er bara þessi vinabönd og þessi hópur sem hefur verið að vinna að þessari kosningabaráttu, ég veit að hér hefur fæðst eitthvað alveg ótrúlega sérstakt.“ Hún sagðist handviss um að ferðalagið muni binda hópinn saman út ævina. Orðin séu til vinabönd og tengsl sem séu akkúrat í anda kosningabaráttu hennar og sagði hún hópinn vera að efla seigluna og gleðina, við mikil fagnaðarlæti. „Þetta er óvissuferð eins og við erum búin að vera í, við erum búin að vera í óvissuferð en við erum stödd hérna í Björtuloftum og hugsiði ykkur, það er strax farið að birta til. Og við förum með bjartsýni og gleði inn í þetta kvöld og ætlum að einbeita okkur að því að eiga góða stund saman. Þannig að kæru vinir, skál fyrir góðu kvöldi.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira