Ógiltu neitunarvald forseta til að koma fjölmiðlalögum í gegn Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2024 15:38 Mótmælendur með georgíska fánann fyrir utan þinghúsið í Tíblisi í dag. Andstæðingar fjölmiðlalaganna óttast að þeim verði beitt til þess að kæfa andóf og aðhald eins og í Rússlandi. AP/Shakh Aivazov Stjórnarflokkur Georgíu nýtti aukinn meirihluta sinn á þingi til þess að ógilda neitunarvald sem forseti landsins beitti á umdeild fjölmiðlalög í dag. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt lögunum undanfarnar vikur. Lögin um erlenda útsendara skilgreina frjálsa fjölmiðla og félagasamtök sem hagsmunaverði eldra afla ef þau fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög í Rússlandi hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á stjórn Vladímírs Pútín forseta. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, neitaði að staðfesta lögin á þeim forsendum að þau þrengdu að fjölmiðlafrelsi og gerðu út um möguleika Georgíu á að fá aðild að Evrópusambandinu. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis þar. Þingið ógilti neitunarvald Zourabichvili í dag með 84 atkvæðum gegn fjórum. Á ýmsu gekk á þingfundi en einn þingmaður stjórnarflokksins Georgíska draumsins hellti meðal annars vatni yfir leiðtoga stjórnarandstöðuflokks á meðan sá síðarnefndi var í ræðupúlti. Zourabichvili hefur nú fimm daga til þess að skrifa undir lögin. Að öðrum kosti afgreiðir þingforsetinn þau sem lög. Evrópusambandið hefur sagt að lögin hafi neikvæð áhrif á umsókn Georgíu um aðild. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn georgískum embættismönnum sem tækju þátt í að grafa undan lýðræði í landinu og hvatti stjórnvöld til þess að endurskoða lögin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hitti fulltrúa georgískra stjórnvalda og fleiri, þegar sendinefnd norrænna og Eystrasaltsríkja heimsótti landið fyrr í þessum mánuði. Hún og samráðherrar hennar gerðu athugasemdir við rangfærslur forseta georgíska þingsins eftir fund þeirra um að þau hefðu verið sammála um að rétt hefði verið hjá georgískum stjórnvöldum að taka ekki þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Georgía Fjölmiðlar Mannréttindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. 18. maí 2024 18:25 „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Lögin um erlenda útsendara skilgreina frjálsa fjölmiðla og félagasamtök sem hagsmunaverði eldra afla ef þau fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá. Sambærileg lög í Rússlandi hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á stjórn Vladímírs Pútín forseta. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, neitaði að staðfesta lögin á þeim forsendum að þau þrengdu að fjölmiðlafrelsi og gerðu út um möguleika Georgíu á að fá aðild að Evrópusambandinu. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis þar. Þingið ógilti neitunarvald Zourabichvili í dag með 84 atkvæðum gegn fjórum. Á ýmsu gekk á þingfundi en einn þingmaður stjórnarflokksins Georgíska draumsins hellti meðal annars vatni yfir leiðtoga stjórnarandstöðuflokks á meðan sá síðarnefndi var í ræðupúlti. Zourabichvili hefur nú fimm daga til þess að skrifa undir lögin. Að öðrum kosti afgreiðir þingforsetinn þau sem lög. Evrópusambandið hefur sagt að lögin hafi neikvæð áhrif á umsókn Georgíu um aðild. Bandaríkjastjórn tilkynnti um refsiaðgerðir gegn georgískum embættismönnum sem tækju þátt í að grafa undan lýðræði í landinu og hvatti stjórnvöld til þess að endurskoða lögin. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hitti fulltrúa georgískra stjórnvalda og fleiri, þegar sendinefnd norrænna og Eystrasaltsríkja heimsótti landið fyrr í þessum mánuði. Hún og samráðherrar hennar gerðu athugasemdir við rangfærslur forseta georgíska þingsins eftir fund þeirra um að þau hefðu verið sammála um að rétt hefði verið hjá georgískum stjórnvöldum að taka ekki þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi.
Georgía Fjölmiðlar Mannréttindi Evrópusambandið Tengdar fréttir Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. 18. maí 2024 18:25 „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. 18. maí 2024 18:25
„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“