Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. maí 2024 18:25 Synjun Salome Zourabichvili forseta Georgíu mun líklega ekki stöðva lögin þar sem ríkisstjórnin hefur meiri hluta í þinginu og getur tryggt framgang þeirra. AP Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. Lögin lúta að erlendu eignarhaldi fjölmiðla og félagasamtaka. Gagnrýnendur segja þau myndu þrengja töluvert að fjölmiðlum og þau séu enn fremur að rússneskri fyrirmynd. Þannig komst Salome Zourabichvili forseti Georgíu einnig að orði í ávarpi í dag. Hún sagðist hafa hafnað rússneskum lögum, lögin væru rússnesk í kjarna sínum og anda og þau brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Að auki kæmu lögin til með að koma í veg fyrir að Georgía hlyti aðild að Evrópusambandinu. Þá sagði hún synjunina lagalega rökstudda. Synjun Zourabichvili mun þó líklega ekki stöðva lögin þar sem ríkisstjórnin hefur meirihluta í þinginu og getur tryggt framgang þeirra. Málið vakti sérstaka athygli í fjölmiðlum hérlendis í vikunni eftir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands heimsótti Georgíu ásamt starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjum, og var viðstödd mótmæli gegn lögunum í Tíbilisi höfuðborg Georgíu. Þórdís taldi þá ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum samstöðu og furðaði sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin stríddu gegn evrópskum gildum og lögum. Hægt væri að nota lögin til þess að þagga niður í fjölmiðlum og félagasamtökum. Georgía Tengdar fréttir Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. 16. maí 2024 17:33 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Lögin lúta að erlendu eignarhaldi fjölmiðla og félagasamtaka. Gagnrýnendur segja þau myndu þrengja töluvert að fjölmiðlum og þau séu enn fremur að rússneskri fyrirmynd. Þannig komst Salome Zourabichvili forseti Georgíu einnig að orði í ávarpi í dag. Hún sagðist hafa hafnað rússneskum lögum, lögin væru rússnesk í kjarna sínum og anda og þau brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Að auki kæmu lögin til með að koma í veg fyrir að Georgía hlyti aðild að Evrópusambandinu. Þá sagði hún synjunina lagalega rökstudda. Synjun Zourabichvili mun þó líklega ekki stöðva lögin þar sem ríkisstjórnin hefur meirihluta í þinginu og getur tryggt framgang þeirra. Málið vakti sérstaka athygli í fjölmiðlum hérlendis í vikunni eftir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands heimsótti Georgíu ásamt starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjum, og var viðstödd mótmæli gegn lögunum í Tíbilisi höfuðborg Georgíu. Þórdís taldi þá ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum samstöðu og furðaði sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin stríddu gegn evrópskum gildum og lögum. Hægt væri að nota lögin til þess að þagga niður í fjölmiðlum og félagasamtökum.
Georgía Tengdar fréttir Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. 16. maí 2024 17:33 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. 16. maí 2024 17:33