Innlent

Slökkvi­lið kallað út vegna sprenginga í Hafnar­firði

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Slökkvilið var kallað út í nótt. Myndin er úr safni, ekki frá vettvangi.
Slökkvilið var kallað út í nótt. Myndin er úr safni, ekki frá vettvangi. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði.

Eldur blossaði upp í kjölfarið. Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að betur hafi farið en á horfði í fyrstu en allt tiltækt lið var kallað út til að byrja með. 

Menn sem voru staddir í húsnæðinu þegar sprengingin varð náðu að hemja eldinn með handslökkitækjum og segir varðstjóri að því hafi verið lítill eldur í húsinu þegar þegar fyrsti slökkviliðsbíllinn kom á vettvang.

Engan sakaði heldur í sprengingunni og hafði varðstjóri ekki nánari upplýsingar um hverskyns sprengingu var að ræða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×