Chelsea í viðræður um kaup á stjóra Leicester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2024 14:30 Enzo Maresca fagnar hér sigri Leicester City í ensku b-deildinni á dögunum ásamt ungri dóttur sinni. Getty/Copa Enzo Maresca verður að öllum líkindum næsti knattspyrnustjóri Chelsea og tekur þar með við af Mauricio Pochettino sem hætti með Lundúnafélagið eftir lokaleik tímabilsins. Fabrizio Romano staðfestir það á miðlum sínum að Maresca sé klár í verkefnið og nú þurfi aðeins að ganga frá kaupverðinu. Maresca er náttúrulega knattspyrnustjóri Leicester City og kom liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina á dögunum. Samkvæmt upplýsingum Romano þá fara nú viðræður í gang um kaupverðið. Chelsea vill klára þær viðræður í vikunni þannig að Maresca geti hafið störf sem fyrst. Romano segir að Maresca geri tveggja ára samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Maresca er 44 ára gamall og lék á sínum tíma sem miðjumaður hjá félögum eins og West Bromwich Albion, Juventus, Fiorentina, Sevilla og Olympiacos svo einhver séu nefnd. Hann setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2017. Fyrsta þjálfarareynsla hans kom hjá akademíu Manchester City en fyrsta meistaraflokksstarfið var hjá Parma árið 2021. Hann var hins vegar rekinn þaðan eftir nokkra mánuði eftir að hafa mistekist að koma liði með Gianluigi Buffon og Franco Vázquez innanborðs upp í Seríu A. Maresca var aðstoðarmaður Pep Guradiola hjá City þrennutímabilið 2022 til 2023 en tók svo liði liði Leicester City síðasta sumar. Sagan segir að hann hafi búið á æfingasvæðinu fyrstu tvo mánuðina. Hann stýrði síðan Leicester upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta ári en liðið vann 36 af 53 leikjum undir hans stjórn. 🔵🇮🇹 Understand Chelsea and Enzo Maresca are set to agree on contract terms.Two year deal with option for further season or three year deal, this is final detail being clarified.Maresca already said yes to Chelsea project, up to the clubs now to agree on compensation. pic.twitter.com/YXR5b2xj71— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2024 Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Fabrizio Romano staðfestir það á miðlum sínum að Maresca sé klár í verkefnið og nú þurfi aðeins að ganga frá kaupverðinu. Maresca er náttúrulega knattspyrnustjóri Leicester City og kom liðinu aftur upp í ensku úrvalsdeildina á dögunum. Samkvæmt upplýsingum Romano þá fara nú viðræður í gang um kaupverðið. Chelsea vill klára þær viðræður í vikunni þannig að Maresca geti hafið störf sem fyrst. Romano segir að Maresca geri tveggja ára samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Maresca er 44 ára gamall og lék á sínum tíma sem miðjumaður hjá félögum eins og West Bromwich Albion, Juventus, Fiorentina, Sevilla og Olympiacos svo einhver séu nefnd. Hann setti fótboltaskóna upp á hillu árið 2017. Fyrsta þjálfarareynsla hans kom hjá akademíu Manchester City en fyrsta meistaraflokksstarfið var hjá Parma árið 2021. Hann var hins vegar rekinn þaðan eftir nokkra mánuði eftir að hafa mistekist að koma liði með Gianluigi Buffon og Franco Vázquez innanborðs upp í Seríu A. Maresca var aðstoðarmaður Pep Guradiola hjá City þrennutímabilið 2022 til 2023 en tók svo liði liði Leicester City síðasta sumar. Sagan segir að hann hafi búið á æfingasvæðinu fyrstu tvo mánuðina. Hann stýrði síðan Leicester upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta ári en liðið vann 36 af 53 leikjum undir hans stjórn. 🔵🇮🇹 Understand Chelsea and Enzo Maresca are set to agree on contract terms.Two year deal with option for further season or three year deal, this is final detail being clarified.Maresca already said yes to Chelsea project, up to the clubs now to agree on compensation. pic.twitter.com/YXR5b2xj71— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2024
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira