Myndi ekki syrgja brotthvarf neftóbaksins Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2024 10:00 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármálaráðherra. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra segir það gleðitíðindi að sala á íslensku neftóbaki dragist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða. Í formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslu verslunarinnar kemur fram að neftóbakssala haldi áfram að dragast saman og varar hann við að ef svo fer sem horfir sé það tímaspursmál hvenær framleiðslu þess verður hætt. Neftóbakið á sér sterkar rætur í íslenskri menningu. Eldri kynslóðirnar taka það í nefið á meðan þær yngri troða því upp í efri vörina á sér. Það er þó að draga úr vinsældum þess og nikótínpúðarnir að koma sterkir inn enda töluvert ódýrari en íslenska baggið. Eins og forstjóri ÁTVR orðar það, nikótínpúðarnir eru að taka yfir markaðinn. Klippa: Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða ÁTVR er undir fjármálaráðuneytinu og segir ráðherra það gleðiefni að sala neftóbaks sé að dragast saman. „Ég hef líka áhyggjur af því að þessi nikótínpúðanotkun hafi aukist svona stórkostlega. Ég hef verið að skoða það hvort það sé ekki eðlilegt að það sé skattlagt eða lögð einhver gjöld á þá á sama tíma og við erum sannarlega búin að hækka verulega gjöld á íslenska neftóbakið,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi hefur í gegnum árin sjálfur tekið í nefið og vakti það mikla athygli árið 2021 þegar það sást til hans að fá sér í nefið í fréttum Ríkisútvarpsins. Sigurður Ingi var gripinn glóðvolgur við að fá sér í nefið í fréttatíma RÚV árið 2021.RÚV Þú persónulega, myndir þú syrgja neftóbakið? „Nei, þetta er svona eilífðarbarátta að hætta því. Nú er ég til dæmis á tímabilinu þar sem ég er ekki að taka í nefið, þannig að ég gleðst nú yfir því,“ segir Sigurður Ingi. Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Heilsa Fíkn Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Í formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslu verslunarinnar kemur fram að neftóbakssala haldi áfram að dragast saman og varar hann við að ef svo fer sem horfir sé það tímaspursmál hvenær framleiðslu þess verður hætt. Neftóbakið á sér sterkar rætur í íslenskri menningu. Eldri kynslóðirnar taka það í nefið á meðan þær yngri troða því upp í efri vörina á sér. Það er þó að draga úr vinsældum þess og nikótínpúðarnir að koma sterkir inn enda töluvert ódýrari en íslenska baggið. Eins og forstjóri ÁTVR orðar það, nikótínpúðarnir eru að taka yfir markaðinn. Klippa: Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða ÁTVR er undir fjármálaráðuneytinu og segir ráðherra það gleðiefni að sala neftóbaks sé að dragast saman. „Ég hef líka áhyggjur af því að þessi nikótínpúðanotkun hafi aukist svona stórkostlega. Ég hef verið að skoða það hvort það sé ekki eðlilegt að það sé skattlagt eða lögð einhver gjöld á þá á sama tíma og við erum sannarlega búin að hækka verulega gjöld á íslenska neftóbakið,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi hefur í gegnum árin sjálfur tekið í nefið og vakti það mikla athygli árið 2021 þegar það sást til hans að fá sér í nefið í fréttum Ríkisútvarpsins. Sigurður Ingi var gripinn glóðvolgur við að fá sér í nefið í fréttatíma RÚV árið 2021.RÚV Þú persónulega, myndir þú syrgja neftóbakið? „Nei, þetta er svona eilífðarbarátta að hætta því. Nú er ég til dæmis á tímabilinu þar sem ég er ekki að taka í nefið, þannig að ég gleðst nú yfir því,“ segir Sigurður Ingi.
Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Heilsa Fíkn Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira