Átján látnir eftir mikið óveður í miðríkjum Bandaríkjanna Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. maí 2024 07:22 Óveðrið skildi eftir sig slóð eyðileggingar. AP Photo/Julio Cortez Að minnsta kosti átján létust og hundruð eru slösuð eftir að hvirfilbyljir gengu yfir miðríki Bandaríkjanna í gær. Mikið tjón varð af völdum þeirra og rafmagnið fór af hjá fimm hundruð þúsund manns. Sjö létu lífið í norðurhluta Texas, fimm í Arkansas, tveir í Oklahoma og einn í Kentucky. Ríkisstjóri Texas segir að neyðarástandi hafi nú verið lýst yfir í þriðjungi allra sýslna í ríkinu en í Cook sýslu í Texas létust þrír úr sömu fjölskyldunni, þar á meðal tvö lítil börn. Óveðrið hafði einnig mikil áhrif á samgöngur á svæðinu, hvirfilbyljir þeyttu stærstu flutningabílum á hvolf þannig að ein stærsta hraðbrautin í nágrenni Dallas lokaðist um tíma. Eldingaveður fylgdi skýstrokkunum og meðal annars þurftu 125 þúsund gestir á Indianapolis 500 kappakstrinum að koma sér á brott þannig að keppnin frestaðist um fjóra tíma. Veðrinu slotaði svo síðdegis en veðurfræðingar óttast að í ár verði óvenju mikið um slíka hvirfilbylji í miðríkjunum. Aðeins eru nokkrir dagar liðnir síðan svipað veður gekk yfir í Iowa þar sem fjórir létu lífið, en fellibyljatímabilið byrjar ekki formlega fyrr en í næsta mánuði. Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Mikið tjón varð af völdum þeirra og rafmagnið fór af hjá fimm hundruð þúsund manns. Sjö létu lífið í norðurhluta Texas, fimm í Arkansas, tveir í Oklahoma og einn í Kentucky. Ríkisstjóri Texas segir að neyðarástandi hafi nú verið lýst yfir í þriðjungi allra sýslna í ríkinu en í Cook sýslu í Texas létust þrír úr sömu fjölskyldunni, þar á meðal tvö lítil börn. Óveðrið hafði einnig mikil áhrif á samgöngur á svæðinu, hvirfilbyljir þeyttu stærstu flutningabílum á hvolf þannig að ein stærsta hraðbrautin í nágrenni Dallas lokaðist um tíma. Eldingaveður fylgdi skýstrokkunum og meðal annars þurftu 125 þúsund gestir á Indianapolis 500 kappakstrinum að koma sér á brott þannig að keppnin frestaðist um fjóra tíma. Veðrinu slotaði svo síðdegis en veðurfræðingar óttast að í ár verði óvenju mikið um slíka hvirfilbylji í miðríkjunum. Aðeins eru nokkrir dagar liðnir síðan svipað veður gekk yfir í Iowa þar sem fjórir létu lífið, en fellibyljatímabilið byrjar ekki formlega fyrr en í næsta mánuði.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira