Innlent

Tals­vert í að kíghóstinn gangi niður

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga á Landspítala, segir það hafa gengið vel að vernda yngsta og viðkvæmasta hópinn gegn kíghósta.
Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga á Landspítala, segir það hafa gengið vel að vernda yngsta og viðkvæmasta hópinn gegn kíghósta. vísir/Valtýr

Þrátt fyrir að tugir hafi greinst með kíghósta undanfarið hefur tekist vel að vernda yngstu börnin segir yfirlæknir á barnalækninga á Landspítala. Mikið hefur verið um öndunarfærasýkingar í vetur en það virðist vera að ganga niður.

Frá byrjun apríl og til fimmtánda maí voru hátt í áttatíu manns greindir með kíghósta hér á landi en þetta eru fyrstu tilfellin sem komið hafa upp í um fimm ár. Sýkingin getur verið lífshættuleg ungum börnum en Valtýr Stefánsson Thors, yfirlæknir barnalækninga á Landspítala, segir að hingað til hafi þeir sem hafa verið að greinast verið komnir yfir viðkvæmasta aldurinn.

„Það hafa verið innlagnir en yfirleitt í stuttan tíma og þá krakkar sem eru stálpaðri þannig það hefur ekki verið stórkostlegt vandamál. Það helgast fyrst og fremst af því að okkur hefur tekist vel að vernda yngstu börnin með bólusetningum fyrir barnshafandi konur.“

Bólusetningar gangi vel

Valtýr segir barnaspítalann hafa verið í viðbragðsstöðu frá því að mislingar greindust hér á landi en þeir hafi ekki enn greinst á meðal barna. Ný tilfelli kíghósta séu hins vegar enn að greinast.

„Og stundum fleiri en eitt í sömu fjölskyldunni þannig það er nú svolítið í það að þetta gangi alveg niður.“

Mikilvægt sé því að huga að bólusetningum til að draga úr líklum á alvarlegum veikindum. Barnshafandi konur hafa verið sérstaklega hvattar til að fara í bólusetningu og Valtýr segir þátttökuna hafa verið góða.

„Enda langflstir sem skilja það að þetta er mikilvægur þáttur í að vernda barnið fyrstu vikurnar af því barið fær ekki fyrstu bólusetninguna fyrrr en þriggja mánða og þarf að reiða sig á mótefni móður fyrstu vikurnar,“ segir Valtýr.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×