Utan vallar: Landsliðsþjálfarinn sem nennir ekki að koma til Íslands Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2024 12:01 Åge Hareide eins og hann birtist landsmönnum í kvöldfréttum RÚV í gær. rúv Ef það er eitthvað sem maður saknar ekki frá covid-tímanum eru það fjarfundirnir. Reyndar saknar maður einskis frá covid-tímanum en það er önnur saga. En helvítis fjarfundirnir. Áður rykföllnu forritin Teams og Zoom voru dregin fram, fólk kom sér fyrir nývaknað með úfið hár og í náttbuxum, sumir jafnvel enn uppi í rúmi, „heyrist ekki alveg örugglega í mér?“, rétta upp rafræna hendi, einhverjir með flippaðan bakgrunn og svo framvegis. Ekki beint sælar minningar. En svona var þetta fyrir ekki svo löngu síðan. Gomma viðtala og heilu blaðamannafundirnir voru teknir í þessum hliðarveruleika. Maður hélt að fjarfundirnir heyrðu sögunni til. Væru eitthvað sem gripið væri til í algjörri neyð. Þess vegna brá manni eilítið í brún þegar KSÍ boðaði til fjölmiðlafundar í gær, á Teams, þar sem landsliðsþjálfari karla, Åge Hareide, sat fyrir svörum vegna hópsins sem hann valdi fyrir vináttulandsleikina gegn Englandi og Hollandi. Snýst um virðingu Og Hareide svaraði spurningum íslenskra fjölmiðla í gegnum tryllitækið Teams, frá heimili sínu einhvers staðar í Noregi. Eins og hann hefur reyndar gert síðan hann tók við íslenska landsliðinu fyrir rúmu ári. Því það er nefnilega eins og Åge Hareide nenni ekki að koma til Íslands, nema þegar það eru landsleikir hér á landi. Það eru auðvitað til stærri vandamál í heiminum en að landsliðsþjálfari Íslands sem er búsettur erlendis komi ekki til landsins til að sitja blaðamannafundi. En þetta er fremur klént eins og Jón Viðar sagði í denn. Þetta snýst nefnilega um virðingu fyrir starfinu, vinnuveitendunum í KSÍ og fólkinu sem fylgist með og styður landsliðið. Hareide ásamt íslenskum fjölmiðlum. Ferilskrá Hareides er glæsileg, hann hefur unnið titla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, komið danska landsliðinu á HM, þjálfað í Meistaradeild Evrópu og svo mætti áfram telja. Að vera landsliðsþjálfari Íslands er langt, langt frá því að vera stærsta verkefnið á löngum ferli Hareides. Og það er eins og hann nálgist starfið dálítið þannig. Það er tilfinning sem maður fékk aldrei þegar Lars Lagerbäck og Erik Hamrén stýrðu landsliðinu. Þeir mættu alltaf til landsins, svöruðu spurningum, gáfu af sér, létu sjá sig, sýndu lit. Eitthvað sem Hareide mætti gera meira af. Er honum annt um kolefnisfótsporið? Síðan hann var kynntur sem landsliðsþjálfari hefur hann varla komið til landsins til að svara spurningum vegna hópa sem hann hefur valið. Nánast alltaf hefur fjarfundur verið látinn duga. Það er í lagi í eitt og eitt skipti en það er öllu verra þegar þetta er komið upp í vana. Og það er ekki eins og Hareide búi hinum megin á hnettinum. Hann býr í Noregi. Það er beint flug frá Osló. En kannski er honum bara svona annt um kolefnisfótsporið? Vissulega var bara verið að kynna hópinn fyrir vináttulandsleiki í gær en þetta eru samt leikir gegn Englandi og Hollandi. Svo var verið að ráða nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara, Davíð Snorra Jónasson. Því var bara komið áleiðis með fréttatilkynningu. Hefði ekki verið tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og boða til alvöru fjölmiðlafundar í gær? Í staðinn urðu íslenskir fjölmiðlar, og fólkið í landinu, að gera sér pixlaða útgáfu af Hareide á skjá sér að góðu, eitthvað sem var varla nothæft í sjónvarpsfréttir. Hareide er gríðarlega fær þjálfari og hefur gert þokkalega hluti með íslenska landsliðið - samt varla nóg til að verðskulda nýja samninginn sem hann var verðlaunaður með fyrr á þessu ári - en hann gefur manni færi á að setja spurningarmerki við viðhorf hans til starfsins. Svo er kannski spurning hvort einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, Icelandair, bjóði Hareide sæti á fyrsta farrými svo hann geti látið sjá sig hér á landi þegar hann tilkynnir næsta hóp sinn. Það væri allavega velkomin tilbreyting. Utan vallar KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
En helvítis fjarfundirnir. Áður rykföllnu forritin Teams og Zoom voru dregin fram, fólk kom sér fyrir nývaknað með úfið hár og í náttbuxum, sumir jafnvel enn uppi í rúmi, „heyrist ekki alveg örugglega í mér?“, rétta upp rafræna hendi, einhverjir með flippaðan bakgrunn og svo framvegis. Ekki beint sælar minningar. En svona var þetta fyrir ekki svo löngu síðan. Gomma viðtala og heilu blaðamannafundirnir voru teknir í þessum hliðarveruleika. Maður hélt að fjarfundirnir heyrðu sögunni til. Væru eitthvað sem gripið væri til í algjörri neyð. Þess vegna brá manni eilítið í brún þegar KSÍ boðaði til fjölmiðlafundar í gær, á Teams, þar sem landsliðsþjálfari karla, Åge Hareide, sat fyrir svörum vegna hópsins sem hann valdi fyrir vináttulandsleikina gegn Englandi og Hollandi. Snýst um virðingu Og Hareide svaraði spurningum íslenskra fjölmiðla í gegnum tryllitækið Teams, frá heimili sínu einhvers staðar í Noregi. Eins og hann hefur reyndar gert síðan hann tók við íslenska landsliðinu fyrir rúmu ári. Því það er nefnilega eins og Åge Hareide nenni ekki að koma til Íslands, nema þegar það eru landsleikir hér á landi. Það eru auðvitað til stærri vandamál í heiminum en að landsliðsþjálfari Íslands sem er búsettur erlendis komi ekki til landsins til að sitja blaðamannafundi. En þetta er fremur klént eins og Jón Viðar sagði í denn. Þetta snýst nefnilega um virðingu fyrir starfinu, vinnuveitendunum í KSÍ og fólkinu sem fylgist með og styður landsliðið. Hareide ásamt íslenskum fjölmiðlum. Ferilskrá Hareides er glæsileg, hann hefur unnið titla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, komið danska landsliðinu á HM, þjálfað í Meistaradeild Evrópu og svo mætti áfram telja. Að vera landsliðsþjálfari Íslands er langt, langt frá því að vera stærsta verkefnið á löngum ferli Hareides. Og það er eins og hann nálgist starfið dálítið þannig. Það er tilfinning sem maður fékk aldrei þegar Lars Lagerbäck og Erik Hamrén stýrðu landsliðinu. Þeir mættu alltaf til landsins, svöruðu spurningum, gáfu af sér, létu sjá sig, sýndu lit. Eitthvað sem Hareide mætti gera meira af. Er honum annt um kolefnisfótsporið? Síðan hann var kynntur sem landsliðsþjálfari hefur hann varla komið til landsins til að svara spurningum vegna hópa sem hann hefur valið. Nánast alltaf hefur fjarfundur verið látinn duga. Það er í lagi í eitt og eitt skipti en það er öllu verra þegar þetta er komið upp í vana. Og það er ekki eins og Hareide búi hinum megin á hnettinum. Hann býr í Noregi. Það er beint flug frá Osló. En kannski er honum bara svona annt um kolefnisfótsporið? Vissulega var bara verið að kynna hópinn fyrir vináttulandsleiki í gær en þetta eru samt leikir gegn Englandi og Hollandi. Svo var verið að ráða nýjan aðstoðarlandsliðsþjálfara, Davíð Snorra Jónasson. Því var bara komið áleiðis með fréttatilkynningu. Hefði ekki verið tilvalið að slá tvær flugur í einu höggi og boða til alvöru fjölmiðlafundar í gær? Í staðinn urðu íslenskir fjölmiðlar, og fólkið í landinu, að gera sér pixlaða útgáfu af Hareide á skjá sér að góðu, eitthvað sem var varla nothæft í sjónvarpsfréttir. Hareide er gríðarlega fær þjálfari og hefur gert þokkalega hluti með íslenska landsliðið - samt varla nóg til að verðskulda nýja samninginn sem hann var verðlaunaður með fyrr á þessu ári - en hann gefur manni færi á að setja spurningarmerki við viðhorf hans til starfsins. Svo er kannski spurning hvort einn af aðalstyrktaraðilum KSÍ, Icelandair, bjóði Hareide sæti á fyrsta farrými svo hann geti látið sjá sig hér á landi þegar hann tilkynnir næsta hóp sinn. Það væri allavega velkomin tilbreyting.
Utan vallar KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira